Í fyrirlestri sínum mun Sara Lind Guðbergsdóttir, óháð framtíðarfræðum, hugleiða hvernig vinnustað við viljum skapa og hvernig við getum farið að móta hann. Hún mun segja frá reynslu sinni í tengslum við endurskipulagningu Ríkiskaupa.
Fyrirlesturinn fer fram á teams. Hér er vefslóðin: Click here to join the meeting
Einnig má geta þess að Sara þýddi nýverið bókina Styttri (e.Shorter) eftir dr. Alex Soojung Kim Pang, framtíðarfræðing, um styttri vinnuviku. Bókin hefur að geyma lýsingu á því hvernig beita megi hönnunarhugsun við að endurhanna vinnutíma fólks og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og launagreiðenda á sama tíma.
Sara Lind Guðbergsdóttir er starfandi sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum hvar hún hefur leitt, ásamt forstjóra, umbreytingu á þeirri rótgrónu stofnun. Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Sara hefur lengst af unnið sem lögfræðingur kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur verið forstjórum, forstöðumönnum og æðstu stjórnendum stofnana til ráðgjafar í þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumörkun mannauðsmála ríkisins. Þá er Sara fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra í samninganefnd ríkisins við kjarasamningsgerð.