Versló Ofanleiti 1, Reykjavík
Framtíðarfræði, Gervigreind,
Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052
Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélags Íslands og Framtíðarsetur Íslands
Föstudagurinn 23 febrúar, kl 14:00 í húsakynnum Versló
Framtíðarvinnustofa um framtíð kynlífs og nándar árið 2052, skoðar heim þar sem skömm hefur verið útrýmt – sérstaklega skömm sem tengist kynlífi, nánd og samböndum.
Þessi upplifunarframtíð er hluti af námskrá Clear River High School árið 2052, á sviði Social Emotional Xcellence (S.E.X)
Vinnustofan ögrar rótgrónum en oft órannsökuðum viðhorfum og skoðunum, og á að vera ákall til okkar allra að læra og njóta ólíkra viðhorfa á þessu sviði frekar en að jaðarsetja þau og þar með skapa okkur vanlíðan. Umræðan á vinnustofunni þjónar sem vettvangur til að auðvelda íhugun um hugsanlegar afleiðingar núverandi þróunar, og samfélagsþróunar næstu 30 ár.
Þátttaka er gjaldfrjáls – Skráning
Vinnustofan er haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu Framtíðarsetur Íslands og Alþjóðasamband framtíðarfræðinga (WFSF), um framtíðarþróun lýðræðis. Hægt er að skrá sig á vinnustofuna í gegnum vef ráðstefnunnar undir Side Event. Þar er einnig lýsing á vinnustofunni á ensku.