Austurstræti 10 a Austurstræti 10, Reykjavík
Framtíðarfræði,
Ákveðið hefur verið að boða stjórnarfund 18 ágúst næstkomandi kl 12:00. Fundarstaðurinn er á Vinnustofu Kjarvals https://kjarval.com/ , Austurstræti 10a. Þau ykkar sem ekki hafið komið þar inn þá er þetta mjög skemmtilegt rými, skapandi og rúmgott. Meginatriði fundarins er að ræða dagskrá vetrar.
Vinnustofa Kjarvals er opin félagaðilum og því þarf að slá inn lykilnúmer til að komast inn. Síðan er tekin lyftan upp á fimmtu hæð og þá eruð þið mætt á staðinn. Spyrjið um Kjarvalsstofu ef engin er að taka móti ykkur. Stjórnvísi bíður upp á hádegisveitingar.
Ég vil benda á bílastöðuhúsið við Hafnartorg til að leggja bílnum, þaðan er örstutt á fundarstað.
Á fundinum gætum við að hafa gott rými á milli okkar. Hlakka til að sjá ykkur, vonandi eftir gott og nærandi sumarfrí.
Hafið samband ef þið viljið koma einhverju á framfæri fyrir fundinn, kær kveðja, Karl Friðriksson, 8940422 eða karlf@framtidarsetur.is
Í tilefni fundarins valdi ég mynd eftir meistara Kjarval sem heitir Áhuginn vildi svo margt :)