Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko og Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG, fjalla um framtíðaráskoranir í verslun og þjónustu. Hver er hinn nýi veruleikinn í kauphegðun neytandans.
Nýjar áskoranir fyrir verslun og þjónustu - Að lifa í nýjum veruleika
Staðsetning viðburðar
Fréttir af viðburðum
Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi. Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko og Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG, fjölluðu um framtíðaráskoranir í verslun og þjónustu á fundi faghóps um framtíðarfræði í morgun.
Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG hóf erindið sitt á að kynna alþjóðlega könnun en hjá KPMG vinna í dag 209.000 starfsmenn. Í dag er eina vissan óvissan framundan. Tilgangur fundarins var að vekja athygli á nýjum veruleika. Endurhugsa þarf kostnað við verslun og þekkja viðskiptavininn. Sævar fjallaði um fimm þætti. 1. Ný kauphegðun 20% neytenda eru nú farnir að versla á netinu matvöru, auknar líkur á hvatvísri netverslun, aukin krafa um staðbundin þægindi. Nýjasta kynslóðin Z á ekkert erfitt með að tileinka sér að versla á netinu. 2. Traust. Neytendur vilja versla þær vörur sem þeir þekkja og treysta. Eftirspurn mun því aukast eftir virtum merkjavörum. Einnig er komin aukin krafa um rekjanleika aðfangakeðju og staðbundna framleiðslu. Tregða við ferðalög erlendis. 3. Heilsa og vellíðan. Áhersla verður áfram á hreinlæti heima og á vinnustöðum. Áframhaldandi vöxtur á áhuga á heilsufæði. 4. Verðnæmni og viðskiptatryggð. Aukning á sérmerkjum, vöxtur á viðráðanlegum gæðum, aukin eyðsla við að láta eftir sér í mat og tryggð, tregða við stór innkaup, hagræðing framleiðenda og verslun og upplýstari neytendur. 5. Siðferðislegi neytandinn.
Að lokum sagði Sævar að bataferlið verði ekki línulegt. Verslun þarf að vera tilbúin að bregðast við breyttri hegðun neytenda, nýjum veruleika fylgir ný stefna.
Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO sagði mikilvægt að skoða í hverju nýr veruleiki væri falinn. Þannig væri hægt að leggja mat á aðgerðir og stefnu. Það sem er að gerast í dag er að það er mikill vöxtur aðallega í Evrópu v/heimavinnu. Heimili er mikill griðarstaður og fólk er að gera sér grein fyrir að heimili skiptir miklu máli. Fólk er að setja meiri áherslu á heimilin því það mun eyða miklu meiri tíma þar. Í US er gríðarleg aukning á vefsölu eða um 50% aukning. viðskiptavinurinn vill geta bjargað sér sjálfur. Fjarvinna hefur aukist gríðarlega og fyrirtæki eiga eftir að móta stefnu hvað það varðar. Online viðvera hefur aukist mjög mikið. Áhrif til lengri tíma byggt á könnun frá McKinsey eru að stafræn þróun hefur farið fram um 5-7 ár. Viðskiptavinurinn er tilbúinn til að færa sig byggt á online þjónustu. Nú er mikilvægt að verslunareigendur staldri við og endurskoði stefnu varðandi hvernig þeir á þessum óvissutímum geti þjónustað viðskiptavininn sinn sem best. Stóra málið á Íslandi er hvernig vefverslun verður arðbær eining. Það eru að eiga sér stað umbreytingar á miklum hraða inn í öllum aldurshópum. Hvernig er hægt að tryggja áreynslulaust ferðalag viðskiptavinarins? Hvernig er hægt að tryggja að upplifunin sé alls staðar eins? Mikilvægt er að fanga upplifun viðskiptavinarins (Customers journey). Mikilvægt er að fyrirtæki hafi skýra sýn sem er sýnileg öllum starfsmönnum. Áskorunin er að leggja mat á breytt umhverfi of taka mið af því í stefnu og framtíðarsýn. Stefnan að hámarka heildarupplifun viðskiptavinarins. Við erum sem land frekar aftarlega í stafrænni þróun. Af hverju getum við ekki verið best í retail?
Tengdir viðburðir
Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.
Notið eftirfarandi vefslóð:
Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.
Eldri viðburðir
Félagar okkar í London Futurist standa fyrir netviðburði laugardaginn 21 desember. Áhugaverð dagsskrá og áhugaverðar umræður um ólíkar framtíðir fyrir samfélög, á alþjóðavísu, fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ef þið hafið áhuga þá farið þið inn á vefslóðina Visions for 2025 and beyond, Sat, Dec 21, 2024, 4:00 PM | Meetup og skráið ykkur til þátttöku. Skráning er nauðsynleg. Frekari upplýsingar eru að finna á framangreindri vefslóð.
Gervigreind útfrá sjónarhorni reksturs: Hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gervigreind í sínum rekstri
Join the meeting now
Farið verður yfir hvernig Advania nálgaðist gervigreindarbyltinguna. Skoðum hvernig Advania hefur nýtt sér gervigreindina í sínum eigin verkefnum og einnig hvernig þau hafa aðstoðað sína viðskiptavini við að taka fyrstu skrefin í heimi gervigreindar.
Fyrirlesarinn er starfsmaður Advania Viðar Pétur Styrkársson
Málstofan verður á eftirfarandi vefslóð:
Framtíðir – Hringrásarhagkerfið – Árangur eða árangursleysi
Fyrirlesari Björgvin Sævarsson, Yorth Group í Bandaríkjunum. www.yorthgroup.com
Hvernig vitum við fyrir víst hvort aðgerðir og fjárfestingar skili okkur í átt að markmiðunum? Hefur stjórnsýslan (yfirvöld og fyrirtæki/iðnaður) yfirlit yfir aðgerðir og í réttu samhengi? Þetta er ekki raunin skv. okkar reynslu. Aðgerðir skila sér í einangruðum árangri, t.d. carbon footprint og missa þ.a.l. af möguleikanum til að ná umfangsmeiri árangri sem nær inn á önnur svið. Þrátt fyrir vel meint og stór verkefni og fjárfestingar erum við að sjá að efnahagskerfi verða þyngri og erfiðari með tímanum.
Ástæða þess að við náum ekki settum markmiðum byrjar yfirleitt með því að við skilgreinum árangur ekki rétt. Næst kemur í ljós að aðgerðir og lausnir eru ekki að passa við vandann sem við erum að reyna að leysa. Á endanum er útkoman ekki að skila sér í átt að markmiðunum.
Viðburðurinn verður á þessari vefslóð:
Auk þess verður fjallað um eftirfarandi:
• Höfum við skilgreint rétt til að ná markmiðunum og hlutverk annarra í okkar markmiðum? T.d. carbon neutrality sem er bara lítill partur af orkufótsporinu og ef við tökum ekki á öllu fótsporinu munum við ekki ná carbon neutrality.
• Vitum við af hverju við erum ekki að ná markmiðunum? (þetta er stærri spurning en hún lítur út fyrir að vera)
• Kunnum við að segja frá því af hverju við erum ekki net-zero og á sama tíma segja frá hvernig við munum ná markmiðunum?
• Hvaða áhrif hafa samskipti og skilaboð á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæði?
Verður til nýsköpunarþróttur í byggingariðnaði þegar ólíkir straumar koma saman?
Fyrirlesari er Guðjón Erlendsson frá Skipulagsstofnun
Viðburðurinn verður inn á þessari vefslóð:
Í fyrirlestrinum verður skurðpunkta tölvunar, stærðfræðilíkana og kerfisfræði í byggingariðnaðinum settur samhengi við fjórðu iðnbyltinguna. Rætt verður um hvernig þessi tækni er að móta framtíð arkitektúrs og borgarhönnunar, með áherslu á hönnunarflæði, CNC framleiðslu, hagræðingu hönnunar og samþættingu gervigreindar.
Við munum kanna hvernig notkun á tölvun gera arkitektum og borgarhönnuðum kleift að búa til flókin og nýstárleg mannvirki, um leið og við skoðum áhrif þessara framfara á hvernig við notum vélmenni í byggingarframkvæmdum. Með því að skilja þessi hugtök getum við nýtt möguleika tölvutækninnar og gervigreindar til að gjörbylta hinu byggða umhverfi og skapa skilvirkari, sjálfbærari og fagurfræðilega hönnun.
Mannkynið og framtíðaráskoranir – Alþjóðlegt samtal
Viðburðurinn er skipulagður af The Global Bildung Network. Meðal atriða sem rædd verða eru:
Hvernig geta jarðarbúar unnið betur saman?
Hvernig getum við leyst helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir?
Getum við gert betur?
Taktu þátt í alþjóðlegu samtali 21 september frá kl 14:00 til 22:00. Viðburðurinn er gjaldfrjáls.
Skráning á þátttöku og frekari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð: https://www.globalbildung.net/what-it-means-to-be-human-2024-september-21/?utm_medium=email&_hsenc=p2ANqtz-_V0e9O8axIEyc3TVQq_yBqaDoL0Xqmu8CGOsprReRKFdF0kAaIwSL6LPusLK8GHGkhhR6i3FCT7yOj-W5nTS9mptTCyg&_hsmi=94305301&utm_content=94305301&utm_source=hs_email