Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko og Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG, fjalla um framtíðaráskoranir í verslun og þjónustu. Hver er hinn nýi veruleikinn í kauphegðun neytandans.
Nýjar áskoranir fyrir verslun og þjónustu - Að lifa í nýjum veruleika

Staðsetning viðburðar
Fréttir af viðburðum
Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi. Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko og Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG, fjölluðu um framtíðaráskoranir í verslun og þjónustu á fundi faghóps um framtíðarfræði í morgun.
Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG hóf erindið sitt á að kynna alþjóðlega könnun en hjá KPMG vinna í dag 209.000 starfsmenn. Í dag er eina vissan óvissan framundan. Tilgangur fundarins var að vekja athygli á nýjum veruleika. Endurhugsa þarf kostnað við verslun og þekkja viðskiptavininn. Sævar fjallaði um fimm þætti. 1. Ný kauphegðun 20% neytenda eru nú farnir að versla á netinu matvöru, auknar líkur á hvatvísri netverslun, aukin krafa um staðbundin þægindi. Nýjasta kynslóðin Z á ekkert erfitt með að tileinka sér að versla á netinu. 2. Traust. Neytendur vilja versla þær vörur sem þeir þekkja og treysta. Eftirspurn mun því aukast eftir virtum merkjavörum. Einnig er komin aukin krafa um rekjanleika aðfangakeðju og staðbundna framleiðslu. Tregða við ferðalög erlendis. 3. Heilsa og vellíðan. Áhersla verður áfram á hreinlæti heima og á vinnustöðum. Áframhaldandi vöxtur á áhuga á heilsufæði. 4. Verðnæmni og viðskiptatryggð. Aukning á sérmerkjum, vöxtur á viðráðanlegum gæðum, aukin eyðsla við að láta eftir sér í mat og tryggð, tregða við stór innkaup, hagræðing framleiðenda og verslun og upplýstari neytendur. 5. Siðferðislegi neytandinn.
Að lokum sagði Sævar að bataferlið verði ekki línulegt. Verslun þarf að vera tilbúin að bregðast við breyttri hegðun neytenda, nýjum veruleika fylgir ný stefna.
Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO sagði mikilvægt að skoða í hverju nýr veruleiki væri falinn. Þannig væri hægt að leggja mat á aðgerðir og stefnu. Það sem er að gerast í dag er að það er mikill vöxtur aðallega í Evrópu v/heimavinnu. Heimili er mikill griðarstaður og fólk er að gera sér grein fyrir að heimili skiptir miklu máli. Fólk er að setja meiri áherslu á heimilin því það mun eyða miklu meiri tíma þar. Í US er gríðarleg aukning á vefsölu eða um 50% aukning. viðskiptavinurinn vill geta bjargað sér sjálfur. Fjarvinna hefur aukist gríðarlega og fyrirtæki eiga eftir að móta stefnu hvað það varðar. Online viðvera hefur aukist mjög mikið. Áhrif til lengri tíma byggt á könnun frá McKinsey eru að stafræn þróun hefur farið fram um 5-7 ár. Viðskiptavinurinn er tilbúinn til að færa sig byggt á online þjónustu. Nú er mikilvægt að verslunareigendur staldri við og endurskoði stefnu varðandi hvernig þeir á þessum óvissutímum geti þjónustað viðskiptavininn sinn sem best. Stóra málið á Íslandi er hvernig vefverslun verður arðbær eining. Það eru að eiga sér stað umbreytingar á miklum hraða inn í öllum aldurshópum. Hvernig er hægt að tryggja áreynslulaust ferðalag viðskiptavinarins? Hvernig er hægt að tryggja að upplifunin sé alls staðar eins? Mikilvægt er að fanga upplifun viðskiptavinarins (Customers journey). Mikilvægt er að fyrirtæki hafi skýra sýn sem er sýnileg öllum starfsmönnum. Áskorunin er að leggja mat á breytt umhverfi of taka mið af því í stefnu og framtíðarsýn. Stefnan að hámarka heildarupplifun viðskiptavinarins. Við erum sem land frekar aftarlega í stafrænni þróun. Af hverju getum við ekki verið best í retail?
Tengdir viðburðir
Hvað þarf til að takast á við óvissu og taka ákvarðanir um framtíðarstefnumið í rekstri. Sabrina Sullivan og Meghan Donohoe (sjá Linkedin) mun fjalla um þetta viðfangsefni sem er hluti af viðburðum Dubia Future Society 15 apríl næstkomandi kl 13:00.
Viðburðurinn gæti verið áhugaverður fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á valdeflandi forystu og framtíðarrýni.
Skráið ykkur til þátttöku á eftirfarandi vefslóð; https://us06web.zoom.us/meeting/register/u-ikvrqsRreVyvAuVqIPJQ#/registration
Eldri viðburðir
Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.
Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.
Hver er betri til að fjalla um hugsanlegri framtíð transhúmanisma en sá sem almennt er talinn vera upphafsmaður nútíma transhumanisma, Max More?
Max mun á þessari málstofu London Futurist, sem verður á netinu, ræða um þær sviðsmyndir (framtíðir) sem hugsanlega fela í sér transhumanisma, þær líklegustu eða eftirsóknarverðustu. Max gaf þessa skilgreiningu á hugtakinu árið 1990: „Transhumanismi er flokkur lífsspeki sem leitast við að halda áfram og hraða þróun vitsmunalífs umfram núverandi mannlega mynd og mannlegar takmarkanir með vísindum og tækni."
Skráning og nánar upplýsingar eru á eftirfarandi vefslóð: Transhumanism: Future scenarios, with Max More, Sat, Mar 15, 2025, 4:00 PM | Meetup
Notið eftirfarandi vefslóð: Teams fundarboð
Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.
Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.
sli.do Q&A og spurningar
Ögrandi skoðun á því hvernig leitað er að árangurs til skamms tíma á kostnað langtímalifunar - þróunarkenndur "galli" sem útskýrir allt frá eitruðum vinnustöðum til loftslagsbreytinga.
Þetta gæti verið að hluta til lýsing á bókinni sem fyrirlesarinn, Kristian Rönn hefur nýlega gefið út. Bók hans ber titilinn The Darwinian Trap: The Hidden Evolutionary Forces That Explain Our World (and Threaten Our Future).rwinískir englar.
Sjá nánari upplýsingar. Skráning er nauðsynleg, Engineering Darwinian angels, with Kristian Rönn, Sat, Feb 15, 2025, 4:00 PM | Meetup