Skipulagsstofnun Borgartún 7, Reykjavík
Framtíðarfræði, Gervigreind,
Verður til nýsköpunarþróttur í byggingariðnaði þegar ólíkir straumar koma saman?
Fyrirlesari er Guðjón Erlendsson frá Skipulagsstofnun
Viðburðurinn verður inn á þessari vefslóð:
Í fyrirlestrinum verður skurðpunkta tölvunar, stærðfræðilíkana og kerfisfræði í byggingariðnaðinum settur samhengi við fjórðu iðnbyltinguna. Rætt verður um hvernig þessi tækni er að móta framtíð arkitektúrs og borgarhönnunar, með áherslu á hönnunarflæði, CNC framleiðslu, hagræðingu hönnunar og samþættingu gervigreindar.
Við munum kanna hvernig notkun á tölvun gera arkitektum og borgarhönnuðum kleift að búa til flókin og nýstárleg mannvirki, um leið og við skoðum áhrif þessara framfara á hvernig við notum vélmenni í byggingarframkvæmdum. Með því að skilja þessi hugtök getum við nýtt möguleika tölvutækninnar og gervigreindar til að gjörbylta hinu byggða umhverfi og skapa skilvirkari, sjálfbærari og fagurfræðilega hönnun.