Hafnarhúsið Tryggvagata 17, Reykjavík
Framtíðarfræði,
Framtíðir í skapandi höndum
Manifestó um framtíðir dreifbýlis, nefnist fyrsti fyrirlesturinn í nýrri röð fyrirlestra sem Háskólinn á Bifröst stendur fyrir í samstarfi við Framtíðarsetur íslands ásamt Hafnar.haus undir yfirskriftinni Framtíðir í skapandi höndum.
Streymt verður frá viðburðinum á FB síðu háskólans. https://www.facebook.com/events/5484137304973148/
Í þessum fyrsta fyrirlestri mun ítalski fræðimaðurinn og sýningarstjórinn Leandro Pisano segja frá lista- og rannsóknarverkefni sínu Manifesto of Rural Futurism. Um er að ræða þverþjóðlegt verkefni sem dregur fram rammpólitískt vistkerfi dreifbýla og afskekktra landsvæða. Verkefnið rýnir með gagnrýnum hætti í staðhæfingar nútímans sem ýta gjarnan dreifbýlum út í jaðarinn. Í gegnum hljóð- og myndlist er varpað ljósi á flókinn og lifandi heim ólíkra landsvæða.
Leandro Pisano er sýningarstjóri, rithöfundur og sjálfstætt starfandi fræðimaður sem vinnur á mótum lista, hljóðs og tæknimenningar. Leandro er með doktorsgráðu í menningar- og eftirnýlendufræðum við Háskólann í Napólí. Hann er framkvæmdastjóri, og stofnandi, Interferenze new arts Festival (2003) og tekur reglulega þátt í verkefnum, ráðstefnum og sýningum á raf- og hljóðlist.
Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Framtíðarseturs Íslands og Háskólans á Bifröst þar sem sjónum er beint að fjölbreyttum og skapandi leiðum við að ímynda sér framtíðina og setja saman framtíðarsýnir. Markmið fyrirlestrarraðarinnar er að opna og leysa upp mörk fræðasviða, skapandi greina og vísinda, varpa ljósi á hreyfiafl ímyndunaraflsins og hugarfluga.
Á tímum loftslagsvár, stríðsbrölts, misskiptingu veraldlegra gæða og uppgangs öfgahyggju getur verið erfitt að sjá fyrir sér jákvæða og sjálfbæra framtíð. Framtíðir í skapandi höndum stefnir að því að sameina gagnrýna, skapandi og skipulagða leit af mögulegum framtíðum og draga fram það mikilvæga starf sem á sér nú þegar stað innan skapandi greina. Hvort sem það er vísindaskáldskapur, borgarþróun, hönnun eða listræn túlkun þá eiga fyrirlesarar raðarinnar það sameiginlegt að eiga erindi inn í það mikilvæga verkefni að huga að róttækri umbreytingu samfélagsins, umhverfisins og plánetunnar.