Gróska Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Framtíðarfræði,
Eitt af þeim atriðum sem litið er til næstu áratugi er hvernig til tekst við að leiða til framkvæmda vilyrði þjóða um innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hverjar verða afleiðingar aðgerðaleysis eða aðgerða vilja fyrir samfélög?
Héðinn Unnsteinsson þekkir vel til þessa sviðs og ætlar að vera með framsögu á fundinum.
Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnarinnar um innleiðingu Heimsmarkmiðanna á Íslandi. Verkefnastjórnin hefur jafnframt það hlutverk að greina stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum Heimsmarmiðanna og sinna alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmiðin og hafa umsjón með framkvæmd landsrýni (e. Voluntary National Review) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Héðinn hefur starfað sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og hefur látið geðheilbrigðis málefni til sín taka og er meðal annars höfundur bókarinnar Vertu úlfur.