Click here to join the meeting
Árelía og Herdís munu í erindi sínu fjalla um helstu áskoranir vinnumarkaðarins í framtíðinni. Báðar hafa þær mikla þekkingu og reynslu á umræddu sviði.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1993. Árelía stundaði doktorsnám við University of Essex og Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 2001. Árelía starfar sem dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands en sérsvið hennar er leiðtogafræði. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.
Herdís Pála er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri. Hún er með MBA gráðu, með áherslu á mannauðsstjórnun og alþjóðlega vottun sem markþjálfi. Hún hóf störf hjá Deloitte í nóvember 2019. Herdís Pála hefur um það bil 20 ára reynslu af stjórnun á sviði mannauðsmála, markaðssmála, reksturs, húsnæðismála o.fl.