Teams
Mannauðsstjórnun, Framtíðarfræði, Loftslags- og umhverfismál,
Click here to join the meeting
Á þessum örfyrirlestri mun dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur úr Sjálfbærniteymi EY, fara stuttlega yfir það hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga varðandi sjálfbærni fyrirtækja og hvaða straumar eru ráðandi er kemur að sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Einnig verður farið yfir við hverju hægt sé að búast í framtíðinni og hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal.
Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10 mínútum í lokin fyrir spurningar, ef svo ber við.
Fyrirlesari:
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni í rekstri, stefnumótunar og markmiðasetningar fyrirtækja og stofnana, auk þjálfunar stjórnenda og starfsfólks, í Sjálfbærniteymi EY.