Breytingastjórnun: Liðnir viðburðir

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Alfa Framtak - Áhrifafjárfestar og umbreytingar

Rakel Guðmundsdóttir, eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og stjórnarformaður Origo, mun fara yfir sýn Alfa Framtaks á umbreytingaverkefni, hvernig þau meta tækifæri og hvaða aðferð og hugmyndafræði notast er við þegar sjóðurinn kemur að nýjum verkefnum. Eins mun hún leyfa okkur að skyggnast í reynslubanka sinn frá spennandi verkefnum liðinna ára.

 

Vettvangsferð í HVIN - Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 9:00. Fundurinn verður haldinn á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Júlíu Þorvaldsdóttur jth@skra.is

Strategísk samskipti

Join the meeting now

Strategísk samskipti

Í síbreytilegu umhverfi fyrirtækja og stofnana er mikilvægt að tryggja innri- og ytri samskipti og upplýsingar. Faghópur um breytingastjórnun fær Ingvar Sverrisson að fjalla um stragetísk samskipti bæði þegar kemur að sameiningu fyrirtækja en einnig þegar upp koma krísur. Fyrirlesturinn verður 21. Mars kl. 9:00 á Teams.

Ingvar Sverrisson er einn eigenda Aton.JL og framkvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu af samskiptum og ráðgjöf og hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, félagasamtaka og hið opinbera. Hann er fyrrverandi aðstoðamaður samgönguráðherra og velferðarráðherra. Ingvar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Innleiðing á verkefnamiðuðu vinnurými í nýju húsnæði Landsbankans.

Click here to join the meeting

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans, fjallar um nýjan vinnustað í Reykjastræti 6, innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnurými og sameiningu ólíkra eininga á einn vinnustað.

Að skilja heilann og mannlega hegðun í breytingum

Click here to join the meeting

Síðustu ár hefur orðið bylting í vitneskju um heilann sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið, vinnustaði og meðferðir. Þessi lærdómur getur verið sérstaklega verðmætur í breytingastjórnun þar sem mannleg hegðun hefur gjarnan úrslitaatkvæði um árangur breytinga og þar spilar heilinn lykilhlutverk.

Því munum við fá erindi frá Dr. John B Arden, sem hefur gefið út 16 bækur um heilann, en hann mun gefa praktíska innsýn í heilann sem nýtist okkur sem persónur en jafnframt sem leiðtogar breytinga. Í beinu framhaldi mun Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, velta vöngum með John um hvernig hægt er að tengja efnið við helstu áskoranir við breytingar - og þannig leiðir til árangurs.

 John B. Arden hefur gefið út fjöldann allan af bókum um heilann og nýlega endurgaf hann út bókina Rewire your brain, sem útskýrir hvernig hægt er að breyta út af vananum, lifa á annan hátt og þannig lifa betur. Bókin var á sínum tíma ein af fyrstu bókum sem fjölluðu um aðlögunarhæfni heilans og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhliða aukinni vitneskju um heilann var óumflýjanlegt fyrir John að endurskoða efnið með útgáfu 2.0.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi hjá Viti Ráðgjöf, er stundarkennari í breytingastjórnun hjá Opna háskólanum og fráfarandi formaður faghóps um breytingastjórnun. Breytingar eiga hug hans allan og því ætti hann að hafa úr nægu að fjalla um.

 Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá verðmætan lærdóm frá einum fremsta sérfræði heims um heilann. Vonandi látið þið þetta ekki ykkur fram hjá fara.

Aðalfundur stjórnar faghóps um breytingastjórnun

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 15:00 til 16:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns er laus ásamt tveimur öðrum stöðum, sjá nánar að neðan.  

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn er hjá Þjóðskrá Íslands í Borgartúni 21 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Faghópur um breytingastjórnun er með stærstu faghópum Stjórnvísi, hópurinn hefur vaxið mikið á síðustu tveimur árum og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennastir með reglulega áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í breytingum. 

Allir sem hafa áhuga á breytingastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi breytingastjórnunar á Íslandi geta haft samband við Ágúst Kristján Steinarrsson, fráfarandi formann faghópsins og ráðgjafa hjá Viti ráðgjöf - viti@vitiradgjof.is og 775 1122. 

Hvernig geta aðferðir breytingastjórnunar flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05   Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

09:05 – 09:20   Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sustainable Fisheries, með fræðsluerindi um "Sjálfbærnivottun íslenskra fiskveiða - frá núlli í 100%. Tíu ára vegferð ISF í samhengi ADKAR breytingamódelsins og að einhverju leyti tengt bókinni Switch."

09:20 – 09:50   Hrefna Briem, forstöðumaður breytingastjórnunar og skrifstofu forstjóra Kerecis um hvernig aðferðir breytingastjórnunar geta flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti.

09:50 – 09:59   Umræður og spurningar

Gerð og innleiðing stefnu Landsbankans – Lausnir og praktískar aðferðir við breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05  Sigurður Arnar Ólafsson stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:35  Friðrik G. Guðnason frá Landsbankanum segir frá því hvernig staðið var að gerð stefnunnar „Landsbanki nýrra tíma“ árið 2020 en ekki síður hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í kjölfarið.  Hann mun kynna ýmsar praktiskar aðferðir, verklag og lausnir tengdar breytingastjórnun sem Landsbankinn hefur nýtt sér til að innleiða stefnuna á sem skilvirkastan hátt í sinni starfsemi.  Um er að ræða mjög áhugaverða nálgun og spennandi að sjá hvað af þeim aðferðum sem Landsbankinn nýtir geta gagnast okkur í faghópnum, jafnvel strax, við breytingastjórnun í okkar fyrirtækjum.

09:35 – 09:45  Umræður og spurningar

Um fyrirlesarann:

Friðrik G. Guðnason er í dag aðstoðarmaður bankastjóra Landsbankans ásamt því að sinna starfi sem forstöðumaður Stefnumótunar og ferla.  Hann hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2006, fyrstu árin sem verkefnastjóri en frá 2013 sem forstöðumaður ólíkra eininga sem allar hafa það sammerkt að tengjast breytingastjórnun á einn eða annan hátt.  Síðast var hann forstöðumaður Högunar en þar var hann í forsvari fyrir ferlastjórnun, gæðastjórnun, verkefnastofu, tæknihönnun, skjalastjórnun og samningastjórnun bankans.  

Áður en Friðrik hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Hugviti/GoPro 1998-2006, fyrst við hugbúnaðargerð og síðar sem hópstjóri sérlausna, deildarstjóri veflausna og síðustu árin sem þróunarstjóri.

 



 

 

Að ná árangri í breytingum - tvö ólík en spennandi sjónarmið

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Bryndís Pjetursdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum

09:05 – 09:20  Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, segir frá leit sinni að breytunni þ.e. leit hans að lyklinum að árangri í breytingum og lærdómi sem hefur hlotist á 20 ára starfsferli. Hugleiðingar hans eru einfaldar en á sama tíma praktískar og hugvekjandi.

09:20 – 09:50  Brynjar Már Karlsson, forstöðumaður Project Delivery Center hjá Icelandair, segir frá hvernig breyttar áherslur í verkefnastjórnun hefur haft gríðarleg áhrif á árangur og niðurstöður verkefna hjá fyrirtækinu. Hann veitir innsýn í hvernig skipulag, forgangsröðun og aðhald í verkefnum fer fram við innleiðingu þverfaglegra breytinga hjá Icelandair.

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

NÝ LÖG UM ÚRGANGSMÁL OG FLOKKUN - Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

NÝJU HRINGRÁSARLÖGIN 

Click here to join the meeting

Um áramótin tóku í gildi ný lög um úrgangsmál og flokkun, sem einnig hafa verið nefnd hringrásarlögin. 


Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

Faghópur um loftlagsmál Stjórnvísis hefur fengið til liðs við sig fjóra sérfræðinga sem segja okkur frá nýju lögunum og hvaða áhrif þau hafa á rekstur fyrirtækja og hvað innleiðing laganna þýðir fyrir umhverfið og loftslagsmálin í stóru myndinni.

  • Hvað fela nýju lögin í sér og hvaða áhrif hafa þau á atvinnulífið?
  • Hvernig eiga fyrirtæki að flokka skv. nýju lögunum?
  • Góð ráð fyrir fyrirtæki um hvernig má draga úr úrgangi og standa vel að flokkun
  • Hvernig er úrgangur sem verður til á Íslandi meðhöndlaður og hver er losun gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi úrgangsflokkun
  • Hver er ágóðinn af því að flokka vel og hvað kostar að losa sig við mismunandi úrgangsflokka?

Fundurinn verður í formi pallborðsumræðna og eru fundargestir hvattir til að senda inn spurningar á fundinum og við fáum sérfræðingana til að svara þeim en þeir eru:

  • Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO
  • Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og sérfræðingur í umhverfismálum hjá VSÓ ráðgjöf
  • Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Terra umhverfisþjónustu
  • Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum hjá Umhverfisstofnun

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, stjórnarmeðlimur í loftslagshópi Stjórnvísis og umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.


Fundurinn er haldinn í samstarfi við Iðuna fræðslusetur sem sér um að streyma fundinum í gegnum TEAMS þriðjudaginn 31. janúar kl. 9.00-10.00

                                                                                  Hlökkum til að sjá ykkur öll á skjánum !


Ítarefni um úrgangsmál og nýju hringrásarlögin má m.a. finna hér:

www.urgangur.is

www.sorpa.is

www.urvinnslusjodur.is

www.ust.is

www.samangegnsoun.is 

HEILSAN Í FYRIRRÚMI - Hvernig má nota aðferðir breytingastjórnunar til að ná persónulegum árangri

 

Click here to join the meeting

Við bjóðum ykkur velkomin á fyrsta viðburð þessa faghóps árið 2023 !

———————————————-

 

Ath: viðburðurinn verður ekki tekinn upp og því hvetjum við ykkur til að mæta á settum tíma.

————————————-
                                                 
Frábærir fyrirlesarar gefa okkur góð ráð inn í nýja árið er varðar heilsu okkar.

                                  ______________________________________________

  • Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur eða Ragga nagli eins og hún er oft kölluð, byrjar á að fræða okkur um eigin hegðun varðandi heilsu, matarræði, hreyfingu og hugarfar.

  • Haukur Ingi Guðnason frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekickhealth tekur svo við og fræðir okkur um hvernig fyrirtækið hjálpar fólki við að breyta lífstíl til lengri tíma með því að leikjavæða breytingarferlið og gera það skemmtilegt.

                                            _______________________________________________________


Dagskrá: 

09:00-09:05 
Rut Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun - kynnir og stýrir fundinum​


09:05-09:20  
Hinn mikli máttur vanans
Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga "nagli", heilsusálfræðingur – hegðunarbreytingar út frá vanafræðum


09:20-09:50  
Leikjavæddar lífstílsbreytingar
Haukur Ingi Guðnason, "Head of User Success and Performance" hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekickhealth, og stundakennari við sálfræðideild HÍ - lífstílsbreytingar með því að leikjavæða breytingaferlið og gera það skemmtilegt


09:50-10:00  
Umræður og spurningar

-----------------------------------------------------

Hlökkum til að sjá ykkur ! 

Hvernig fáum við fólkið með ? Fræðsluerindi um breytingastjórnun og reynslusaga úr byggingariðnaði

Click here to join the meeting

Mikilvægi breytingastjórnunar er að fá fólkið með !

 Við ætlum að hlusta á tvo frábæra fyrirlesara ræða um breytingastjórnun. 

  • Lára Kristín Skúladóttir leiðtogaþjálfi verður með hugvekju um það hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum.

  • Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fjallar um hvernig JÁVERK hefur tekist á við breytingar í tengslum við auknar áherslur á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda og lærdóminn sem hefur orðið á þeirri vegferð.

-----------------------------------------------------

Dagskrá: 

09:00-09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun - kynnir og stýrir fundinum​

09:05-09:20  Lára Kristín Skúladóttir, leiðtogaþjálfi – hugvekja um hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum

09:20-09:50  Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK – breytingar á auknum áherslum á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda 

09:50-10:00  Umræður og spurningar

-----------------------------------------------------

Hlökkum til að sjá ykkur ! 

 

Hvað er djúptækni og hvernig hefur hún áhrif?

Click here to join the meeting

Djúptækni er svið þar sem beitt er vísindalegri og verkfræðilegri nálgun, oft þverfaglegri, við þróun lausna.  Til sviða í djúptækni teljast m.a. efnistækni, eðlisfræði, verkfræði, líftækni,raunvísindi, læknisfræði,hönnun, listsköpun sem og og tengsl við tölvunarfræði, gervigreindarþróun og fjölmörg önnur tæknisvið

Í fyrirlestrinum mun Hans Guttormur Þormar ræða um djúptækni og tengsl hennar við fjórðu iðnbyltinguna og þýðingu fyrir þekkingaruppbyggingu í samfélaginu.

Hans Þormar, er líffræðingur og hefur komið að mörgum frumkvöðlaverkefnum, og hefur verið framarlega í umræðunni um róttæka nýsköpun og tækifæri sem í henni leynast.

 

24 nóv. kl 9:00 Fenjamýri

Glæstar vonir - Háskólinn í Reykjavík og Controlant segja frá

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Bryndís Pjetursdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum

09:05 – 09:20  Þóranna Jónsdóttir, stjórnendaráðgjafi og lektor við HR fjallar um breytingaþarfir, væntingastýringu og hvernig athygli á mannlega áhættustýringu í breytingaferlum getur aukið árangur

09:20 – 09:50   Aðalheiður Pálmadóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Controlant fjallar um stigveldisbreytingar hjá fyrirtækinu á tímum farsóttar og fjarvinnu

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Fíllinn, knapinn og vegurinn – Hagnýt vinnustofa í breytingastjórnun

Dags: 6. október 2022 

Tími: 14:00 – 16:00 

Staður: Háskólinn í Reykjavík - stofa M106, staðsett á 1. hæð hússins - Nauthólsmegin 

Umsjón/fræðsla: Ágúst Kristján Steinarrsson, Bára Hlín Kristjánsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir 

Faghópur um breytingastjórnun verður nú með sinn fyrsta viðburð í raunheimum eftir langa veru í netheimum. Boðið er til lærdómsviðburðar þar sem hugmyndafræði úr bókinni Switch, How to Change Things When Change Is Hard verður höfð til grundvallar. Bókin hefur að geyma frábæran lærdóm sem nýtist öllum sem vilja ná árangri í breytingum. Þar eru kynnt til sögunnar fíllinn, knapinn og vegurinn sem byggja á atferlisfræði og hegðun, með ríka áherslu á einfaldleika. Þó að bókin sé frá árinu 2010 þá er hún tímalaus og líklegast vannýtt auðlind í íslensku atvinnulífi.  

Markmið viðburðarins er að gefa þátttakendum djúpa innsýn í afmarkaða aðferðarfræði sem mun stuðla að farsælum árangri við breytingar í framtíðinni. 

Uppbygging vinnustofunnar er eftirfarandi:

  • Kynning á aðferðafræðinni með aðstoð efnis frá höfundum bókarinnar.
  • Hópar vinna saman að raunverulegum verkefnum með aðferðum bókarinnar.
  • Kynning á niðurstöðum.
  • Rithöfundur bókarinnar Dan Heath mun svo koma til okkar (í gegnum Teams) og segja okkur á hagnýtan hátt frá atriðum úr bókinni.

Þeir þátttakendur sem eiga kost á eru beðnir að taka með sér tölvu, svo að hver hópur geti unnið niðurstöður sínar jafn óðum í rafrænt form.

Við hlökkum til að hitta ykkur í raunheimum og fara á dýptina í málaflokk sem við höfum öll svo mikinn áhuga á. 

Stórar breytingar í rekstri og vinnustaðamenning

Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun hefur starfsárið með krafti með tveimur áhugaverðum fyrirlestrum.

Maríanna Magnúsdóttir, leiðtogi breytinga hjá Landsneti, mun fjalla um ávinning þess að setja fókus á vinnustaðamenningu til að ná árangri við innleiðingu breytinga. Tölfræðin sýnir að menning vinnustaða sé aðalorsök þess að breytingaverkefni heppnist ekki. Rætt verður hvað þarf að hafa í huga til að ná árangri.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, mun ræða þær áskoranir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir eftir kaup á fjölmiðlarekstri 365.  Þar reyndi á að breyta öllu vinnulagi, innri kerfum, ferlum og meðferð upplýsinga.  Eins þurfti að endurfjármagna reksturinn.  Almennt verður fjallað um hvað beri að varast þegar farið er inn í endurskipulagningu fyrirtækja og hvaða forsendur þurfi að vera til staðar svo að vel takist til.

Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.

Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Maríanna Magnúsdóttir, leiðtogi breytinga hjá Landsneti

09:20 – 09:50  Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Stafræn umbreyting og mannlega hliðin

Click here to join the meeting

Faghópur um breytingastjórnun heldur enn einn viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er veitt spennandi innsýn í breytingar úr atvinnulífinu. 

Guðrún Ragnarsdóttir eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu mun fjalla um helstu áskoranir við stafræna umbreytingu og hvernig hægt er að nýta ákveðin tæki og tól til að yfirstíga þær hindranir.

Arna Ýr Sævarsdóttir skrifstofustjóri þjónustu og umbreytinga hjá Reykjavíkurborg mun fjalla um breytingastjórnun í stafrænni vegferð og mikilvægi mannlega þáttarins þegar kemur að því að breyta gamalgrónum hefðum og venjum út frá þörfum notendans með nútímalegum og nýskapandi aðferðum.

Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar og meðlimur stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.

Hér verða tveir spennandi og fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi til margra. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Sigurður Arnar Ólafsson, meðlimur stjórnar um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Guðrún Ragnarsdóttir eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu

09:20 – 09:50  Arna Ýr Sævarsdóttir skrifstofustjóri þjónustu og umbreytinga hjá Reykjavíkurborg

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Aðlögunarhæfni veitingageirans í Covid-19 og notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð

Click here to join the meeting

Faghópur um breytingastjórnun heldur viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er veitt áhugaverð innsýn í breytingar úr atvinnulífinu. 

Dagskrá:

09:00 – 09:05: Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og dagskrá fundarins.

09:05 – 09:20: Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi, talar um sviðsmyndir í stefnumótun og áætlanagerð.

09:20 – 09:50: Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri hjá SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, fjallar um hvaða tæki og tól breytingarstjórnunar veitingahúsageirinn þurfti að tileinka sér í Covid-19, aðgerðum sem takmörkuðu aðgang og breyttu þjónustu veitingahúsa og áhrif aðgerðanna til langframa. ​

09:50 – 10:00: Umræður og spurningar

 

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn 19. apríl klukkan 13:00 til 14:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams

Kísildalurinn, fjórða iðnbyltingin og breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði faghóps um breytingastjórnun fáum við innsýn í einn af risunum í Kísildalnum þar sem sjónum verður beint að tækni, gervigreind, verðmæti gagna, fjórðu iðnbyltingunni, framtíðinni sem við þurfum að búa okkur undir og auðvitað breytingum.

Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus, segir frá áskorunum við innleiðingar gagnadrifinnar menningar og hvernig aldur vinnustaða hefur sterk áhrif á aðlögunarhæfni í átt að slíkum breytingum. Þannig mun hann velta upp hvernig rótgrónar starfsaðferðir standa gjarnan í vegi fyrir mikilvægum umbótum og hvernig nauðsynlegt er fyrir vinnustaði að taka skref í átt að fjórðu iðnbyltingunni

Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA, mun ræða um framtíðarsýn fyrirtækisins og sér í lagi þær breytingar sem hann hefur innleitt með starfsmönnum nýverið. Breytingarnar hafa verið til að undirbúa fyrirtækið fyrir byltingu á vinnumarkaði þar sem gervigreind og vélmenni koma m.a. við sögu. NVIDIA er eitt verðmætasta gervigreindar- og tæknifyrirtæki heims og ljóst er að fyrirtækið, eins og önnur fyrirtæki í kísildalnum, sjá inn í framtíð sem við erum ekki meðvituð um og verðmætt er að fá innsýn í.

Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.

Hér verða tveir spennandi og fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi til margra. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður stjórnar faghóps um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus

09:20 – 09:50  Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Breytingarstjórnun í kjölfar krísu og hamfara & Upptaka skipulagðrar fjarvinnu

Click here to join the meeting

09:00 – 09:05  Rut Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingarstjórnun kynnir og stýrir fundinum

09:05 – 09:20  Svala Guðmundsdóttir prófessor hjá Háskóla Íslands  mun fjalla um breytingarstjórnun í kjölfar krísu og hamfara.

09:20 – 09:40  Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir  framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og fiskiðnaðar hjá Marel mun segja okkur frá vegferð fyrirtækisins í innleiðingu blandaða vinnustaðsins og upptöku skipulagrar fjarvinnu.          

09:40 – 9:50  Umræður og spurningar

 

Hlökkum til að sjá ykkur !

"Heilsa er ekki heppni" - Hvernig má nota aðferðir breytingastjórnunar til að ná persónulegum árangri til frambúðar

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05: Sigurður Arnar Ólafsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og dagskrá fundarins.

09:05 – 09:20: Ágúst Kristján Steinarrson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður faghóps um breytingastjórnun, segir frá hvernig hugmyndafræði "Six sources of influence" getur nýst vel við persónulegar umbætur.

09:20 – 09:50: Kynning Greenfit "Heilsa er ekki heppni" með áherslu á hvernig einstaklingur getur nýtt aðferðir breytingastjórnunar til að ná og viðhalda góðri heilsu til langframa. 

Greenfit er heilsubætandi fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að aðstoða fólk við að bæta heilsuna á varanlegan hátt.

Hjá Greenfit starfar hópur fólks sem hefur gríðarlegan áhuga og þekkingu á heilsutengdum málefnum og persónulega reynslu af því að setja sér markmið, finna bestu leiðina að þeim og ná mælanlegum árangri. ​

09:50 – 10:00: Umræður og spurningar

Hlökkum til að sjá ykkur !

Stafræn innleiðing hjá samfélagi sveitarfélaga og örfræðsla frá HR

Click here to join the meeting

Faghópur um breytingastjórnun heldur sinn fjórða viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er fyrirlestur um breytingar úr atvinnulífinu.

Fjóla María Ágústsdóttir  er leiðtogi umbreytingarteymis og breytingastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vinnur fyrir öll sveitarfélögin. Fjóla mun fjalla um breytingastjórnunina í stafrænni umbreytingu og samstarfi sveitarfélaga en sveitarfélögin eru 69 sjálfstæðar stofnanir. Hún mun ræða um mikilvæga þætti í þessu stóra breytingarverkefni sem hún hefur leitt sl. ár.

 

Haukur Ingi Jónasson er prófessor, aðalhöfundur, kennari og forstöðumaður Meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur gríðarmikla reynslu af klínísku starfi og sem stjórnendaráðgjafi, og er meðeigandi Nordica ráðgjafar ehf. og framkvæmdastjóri Íslenskrar sálgreiningar ehf.Í erindinu verður fjallað um þá tilhneigingu stjórnenda að gera breytingar aðeins til að gera breytingar, og um mögulegar afleiðingar þessa á starfsemi og starfsfólk. 
  
 
Sigríður Magnea Björgvinsdóttir deildarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá sveitarfélaginu Árborg leiðir fundinn.
 
Hér er um að ræða spennandi fyrirlesara með efni sem á erindi til þeirra sem stýra breytingum. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00
 
Dagskrá:

09:00 – 09:05  Sigríður M Björgvinsdóttir, meðlimur stjórnar faghóps um breytingastjórnun

09:05 – 09:20  Haukur Ingi Jónasson, lektor hjá HR

09:20 – 09:50  Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Hlekkur á TEAMS hér.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi fjallar um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun er notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjalfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir fjallar um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

 

Hlekkur á TEAMS hér.

‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson

Click here to join the meeting

Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.

‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess. 

‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.

Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.

Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!

Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.

Að fást við breytingar við sjálfbærniumbætur fyrirtækja, Mannvit og Landsvirkjun

Click here to join the meeting

Hvað er sjálfbærni og hvernig ættu fyrirtæki að stuðla að innleiðingu ?

Sanda Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit, mun hefja viðburðinn með því að segja okkur frá því hvernig þau fást við breytingar við innleiðingu á sjálfbærni á vinnustað, áskoranir og sigra, hvernig fólk hefur verið að bregðast við breytingum og hvaða lærdómur situr eftir. Sandra Rán veitir einnig ráðgjöf um sjálfbærni til annarra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og ræðir um hlutverk sitt sem ráðgjafi.

Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, segir okkur frá því hvað Landsvirkjun er að gera til að stuðla að sjálfbærri þróun í sínum rekstri, hvaða áskoranir þau hafa rekist á og hvaða tólum og aðferðum þau beita til að sinna sínu betur og vera leiðandi í umhverfismálum.

Dagskrá:

  • 09:00 – 09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um Breytingarstjórnun kynnir faghópinn og dagskrá
  • 09:05 – 09:20  Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur Mannvit
  • 09:20 – 09:25  Umræður og spurningar
  • 09:25 – 09:45  Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar
  • 09:45 – 09:55  Umræður og spurningar

 
Hlökkum til að sjá ykkur ! 

Aðlögunarhæfni CCP í breytingum og áskoranir stjórnenda í innleiðingu breytinga

Click here to join the meeting

Faghópur um breytingastjórnun heldur sinn annan viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er fyrirlestur um breytingar úr atvinnulífinu. 

Haraldur Daði Ragnarsson, lektor við Bifröst, mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga til að auka líkur á farsælli innleiðingu breytinga. Við erum öll ólík og um margt íhaldssöm í eðli okkar. Ein helsta áskorun stjórnenda er að breyta vinnubrögðum, menningu og hugarfari - svo fátt eitt sé nefnt.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP  mun gefa innsýn í stöðu fyrirtækisins í dag og segir frá hlykkjóttri leið þeirra til að komast þangað. Þannig mun Hilmar snerta á viðfangsefnum eins og innleiðingu breytinga, aðlögunarhæfni við að bregðast við breytingum í umhverfinu og áræðnina sem hefur komið þeim í gegnum þetta allt saman.  

 

Ágúst Kristján Steinarrsson ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.

Hér verða tveir spennandi og fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi til margra. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 8:30 til 9:30

 

Dagskrá:

08:30 – 08:35  Ágúst Kristján Steinarsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun

08:35 – 08:50  Haraldur Daði Ragnarsson, lektor við Bifröst

08:50 – 09:20  Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP

09:20 – 09:30  Umræður og spurningar

Stafrænt Ísland

Það er komið að fyrsta fundi LEAN faghópsins þennan veturinn.  Það er hann Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdarstjóri, stafrænt ísland sem mun ríða á vaðið.

Andri mun fjalla um það stóra umbreytingarverkefni sem íslenska ríkið hefur hrint í framkvæmd og hvernig Ísland getur komist í fremstu röð í heiminum í stafrænni þjónustu hins opinbera.

Fundurinn fer fram á teams og má nálgast linkinn hér.

Framþróun verslunar og viðskiptavina hjá BYKO og ADKAR módelið sem breytingartól

Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun hefur aftur störf með tveimur erindum, annað með fræðslu og hinn hefðbundinn fyrirlestur.


Bára Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Marel mun hefja viðburðinn með því að segja stutt frá ADKAR módelinu. ADKAR er einföld aðferðafræði sem styður verkefnastjóra við innleiðingu breytinga, við að meta stöðu starfsmannahópsins og undirbúa viðeigandi nálgun.


Dr. Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina BYKO, ætlar að segja frá miklum og spennandi breytingum sem eru að eiga sér stað hjá BYKO þessi misserin. Þar hefur verið stofnað framþróunarsvið sem er að innleiða breytingar og umbætur hjá BYKO í sífellu og því er breytingastjórnun stór partur af þeirra starfsemi.

 

Ágúst Kristján Steinarrsson ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun, leiðir fundinn. 

Ljóst er að það eru spennandi fyrirlestrar í september sem allir breytingarsinnar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00.

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Ágúst Kristján Steinarsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Bára Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Marel

09:20 – 09:50  Dr. Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina BYKO

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Gigg eða gullúr - Hvernig vinnum við í framtíðinni?

Við byrjum hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægir Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn.
 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

Þegar Landspítali fór úr fortíð í nútíð í fyrstu Covid bylgjunni

 Microsoft Teams meeting

 Join on your computer or mobile app

 Click here to join the meeting

_____________________________________

Ágúst Kristján Steinarsson mun segja okkur frá einu stærsta breytingarverkefni á Landspítala síðastliðin ár, þegar Landspítali fór yfir í Outlook og Office 365 - úr Office 2007 og Lotus Notes. Breytingin, sem var langt frá því að vera eingöngu tæknileg, hafði áhrif á hátt í 7000 starfsmenn og nemendur spítalans og því í mörg horn að líta.

Áhrifin voru lygileg þar sem innleiðingin fór fram í byrjun fyrstu bylgju Covid faraldursins og stuðlaði að því að spítalinn var hreinlega starfhæfur á Covid tímum.

Skyggnst verður á bakvið tjöldin þar sem rakin verður saga þessara breytinga sem áttu sér margar áskoranir og sigra á leiðinni. Þannig leynist hér saga af breytingarstjórnun og verkefnastjórn sem margir hafa eflaust áhuga á að heyra.

Ágúst Kristján er ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Viti ráðgjöf, sem starfa fyrir heilbrigðis- og upplýsingatæknisvið Landspítalans. Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum og verkefnastjórn. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu á öðrum vinnustöðum sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi. Þá hefur Ágúst kennt stefnumarkandi markaðssetningu í háskóla.

Ágúst leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skipulögðum, skilvirkum og viðurkenndum vinnubrögðum. Ágúst setur metnað sinn í að varpa skýru ljósi á stöðu mála þannig að allir hagsmunaaðilar sjái stöðuna í réttu ljósi og geti þannig tekið farsælar ákvarðanir til framtíðar.

 Ágúst er umbótarsinni og gengur til verks með það að leiðarljósi að raunverulegur og varanlegur árangur náist. Þannig vinnur hann með stjórnendum og starfsmönnum með það að markmiði að:

  • Hjálpa þeim að sjá raunveruleikann, eins og hann er í allri sinni mynd.
  • Ná sameiginlegum skilningi um hvernig hægt er að leysa núverandi stöðu.
  • Stuðla að innleiðingu varanlegra umbóta sem allir taka þátt í.

 

 

Stóra myndin, stefna og aðgerðir í loftslagsmálum

Join Microsoft Teams Meeting
Á þessum fyrsta fundi nýs faghóps um loftslagsmál eru tveir aðilar með framsögu, Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri FESTU miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Halldór mun draga upp stóru myndina í loftslagsmálum, ræða um framtíðarsýn og kolefnishlutleysi. Þá mun hann fjalla um hlutverk og ábyrgð einkafyrirtækja og ríkisins, hvað hver og einn getur gert til að draga úr losun. Hrund mun segja frá því hvernig óhagnaðardrifin samtök eins og FESTA geta látið til sín taka í loftslagsmálum. Hún mun einnig segja frá nýlegri viljayfirlýsingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði. 

Halldór Þorgeirsson tók að sér formennsku í Loftslagsráði við stofnun þess árið 2018. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi frá 2004 til 2018.  Hann hafði þar m.a. yfirumsjón með samningaferlinu fyrir Parísarsamninginn árið 2015. Áður vann Halldór sem skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum. 

Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð frá árinu 2019. Hrund, sem hefur  víðtæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í einkarekstri og á vettvangi World Economic Forum. Hrund er þróunarfræðingur MSc. frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu. 

Hvernig gekk Advania að vinna í fjarvinnu?

Join Microsoft Teams Meeting

Hinrik Sigurður mannauðsstjóri Advania fjallar um hvernig gekk að vinna í fjarvinnu vorið 2020 útfrá niðurstöðum könnunar á meðal starfsfólks. Fjallað verður um stjórnun, vinnuna, samskipti, upplýsingagjöf ásamt því að skoða hvernig framleiðni á meðal annars beiðnum og símsvörun var ásamt því að skoða þjónustuskor. Einnig mun Hinrik Sigurður koma inná næstu skref og hvernig “hybrid módel” getað verið að einhverju leyti flóknara. 


Fyrir hverja: 

Stjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á fjarvinnu.

Staðsetning og form viðburðar:
Viðburðinum er streymt á Teams. Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins. 

Ávinningur:

  • Árangursríkari fjarvinna

  • Ánægðara starfsfólk

  • Aukin framleiðni

  • Sparar tíma á að vita hvað virkar vel og hvað ekki


Fyrirlesari:
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðstjóri Advania frá 2015. Hann er sérlega áhugasamur í að aðstoða stjórnendur stýra sínum sviðum á skilvirkan hátt með því að há­marka fram­leiðni án þess að ganga enn frek­ar á per­sónu­leg­an tíma fólks.
Hann vann hjá Hagvangi sem sviðsstjóra ráðgjafa­sviðs. Áður vann hann hjá Íslands­banka þar sem hann sinnti frammistöðustjórn­un og um­sjón með launa­grein­ing­um, töl­fræði og mæli­kvörðum mannauðssviðs Íslands­banka ásamt al­mennri ráðgjöf og inn­leiðingu á orku­stjórn­un mannauðs í bank­an­um. Hinrik Sig­urður starfaði hjá Capacent í nokk­ur ár við ráðgjöf á sviði mannauðsmá­la.  Þar áður starfaði Hinrik Sig­urður í Englandi við þróun sál­fræðilegra mats­tækja fyr­ir vinnu­markaðinn.  

Join Microsoft Teams Meeting

Upplifun viðskiptavina í hádeginu í dag - EXPERIENCE HACKER webinar með James Dodkins

Hann James Dodkins ætlar að halda klukkutíma fyrirlestur á netinu þar sem hann deilir hugmyndum um hvernig er hægt að bæta eitthvað tengt upplifun viðskiptavina.

Það verður að skrá sig hjá James hér.

I'm starting a new FREE webinar series called 'EXPERIENCE HACKER' it's where I share quick and easy ideas to improve something customer experience related in your company. Tuesday April 14th 1pm (UK) 8am (EDT) 5am (PDT) 10pm (AEST) This first webinar is all about quick and easy ideas to make your company more Customer-Centric WITHOUT having to get executive buy-in, a massive team or a ridiculous budget.

 

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

FRESTAÐ: Ágreiningur – vesen eða vannýtt tækifæri?

Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt? Hvernig getum við nýtt þær til árangurs á vinnustöðum og í samskiptum við viðskiptavini?

Sjónarhorn okkar mótast af mörgum þáttum, meðal annars menntun og starfsreynslu en einnig tilteknum venjum og viðhorfum. Viðhorf okkar til ágreinings er einn þáttur. Sjáum við ólíkar skoðanir sem tómt vesen og skort á getu einstaklinga til samvinnu eða spennandi tækifæri til að finna bestu lausnina og efla samstarfið?

Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Hún er einnig lögfræðingur og starfaði um árabil við fagið, meðal annars sem lögmaður, en ákvað svo að róa á ný mið með samskipti og stjórnun í forgrunni.

Þóra lærði markþjálfun í Háskólanum í Reykjavík og stofnaði í kjölfarið eigið fyrirtæki, STOKKU. Þar fæst hún við markþjálfun, stjórnendaþjálfun frá Leadership Management International Inc. og ráðgjöf. Þóra hefur lengi verið áhugasöm um samningatækni og sáttamiðlun og sótti námskeið í Sáttamiðlaraskólanum vorið 2019. Hún hefur nýtt aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar í ráðgjöf, hvort sem ágreiningur er aðalviðfangsefnið eða hluti þess, og einnig unnið með ágreiningsmál í markþjálfun með einstaklingum (conflict coaching).

Í lokin mun Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, kynna Sátt, félag um sáttamiðlun, og námskeiðið Sáttamiðlaraskólann, sem félagið hefur staðið fyrir síðustu misseri, og hlotið hefur góðar viðtökur.

Viðburðurinn fer fram á Farfuglaheimilinu í Laugardal.

Spjallmenni til þjónustu reiðubúið - Morgunverðarfundur Advania

Hvernig nýtast gervigreind og máltækni við að bæta þjónustu við viðskiptavini?

Skráning hér hjá Advania

Aukin krafa viðskiptavina um meiri sjálfsafgreiðslu og betra aðgengi að þjónustu allan sólarhringinn er eitthvað sem fyrirtæki um heim allan þurfa að bregðast við ætli þau ekki að verða undir í samkeppninni. 

Á þessum fundi ætlum við að fjalla um framtíð þjónustuveitingar með gervigreindina að vopni. Segja frá samstarfsaðila Advania í spjallmennalausnum, fá reynslusögu frá viðskiptavini og tala um framtíð íslenskunnar í máltækni og þróunarstarf tengdri henni í Háskólanum í Reykjavík.

Hér er um að ræða morgunverðarfund sem enginn sá sem lætur sig bætta þjónustu við viðskiptavini sína varða ætti að láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundarins:  

  • 08:00 - Húsið opnar
  • 08:30 - Velkomin til Advania – Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
  • 08:35 - Á íslensku má alltaf finna svar 
    Hvaða tækifæri felast í framþróun í máltækni fyrir fyrirtæki í landinu? Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM, Samstarf um íslenska máltækni, og Dr. Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Mál- og Raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík og meðeigandi Tiro ehf, fjalla um máltækniáætlun Íslands, raddgagnasöfnun og nýjungar í talgreiningu fyrir íslensku.
    Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM
    Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi Tiro

 

  • 09:00 - Nýting samræðugreindar (e. conversational AI) í þjónustu
    Í erindi sínu mun Jørgen segja frá lausn Boost.ai, fara yfir muninn á sýndaraðstoðarmanni (e. virtual agent) og spjallbotta (e. chatbot) ásamt því að fjalla um möguleika íslenskra fyrirtækja þegar kemur að nýtingu gervigreindar í þjónustu við sína viðskiptavini.   
    Jørgen Holst, sölustjóri hjá Boost.ai
  • 09:25 - Leiðin að skilvirkari þjónustu
    Sigurður segir frá vegferðinni við að snjallvæða þjónustuver LÍN með innleiðingu á spjallmenninu Línu, sem í dag sinnir fyrstu snertingu við viðskiptavini í gegnum netspjall.
    Sigurður Steinar Ásgeirsson, deildarstjóri innheimtudeildar hjá LÍN

 

Kynntu þér samstarf Advania og Boost.ai hér.

 

Skráning hér hjá Advania

 

Test viðburður

 

 

 

  • Taka fram ef viðburði er streymt
  • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn og fyrir hverja (taka fram hvaða veitingar eru í boði ef um það er að ræða)
  • Nafn/nöfn fyrirlesara 
  • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á) 
  • Staður  
  • Dagsetning.

Objectives & Key Results (OKR) - framkvæmd stefnu með skýrum markmiðum

Ef þú vilt gera stjórnendur og starfsmenn í þínu fyrirtæki samstíga, skapa forsendur fyrir valddreifingu og teymisvinnu en halda aga á framkvæmdinni, þá er Objectives & Key Results (OKR) eitthvað sem þú ættir að skoða.

OKR er einfalt kerfi til að setja skýr, sýnileg og mælanleg markmið fyrir fyrirtækið, hópa innan þess og jafnvel einstaklinga.

Á fundinum fjallar Baldur Kristjánsson, ráðgjafi og teymisþjálfari hjá Kolibri um hvernig OKR varð til innan Google, hvernig OKR markmið eru sett, hvernig þau eru innleidd og þeim fléttað inn í dagleg störf fyrirtækis eða stofnunar. Í fyrirlestrinum er farið yfir fjölda hagnýtra ráða og hvað ber að varast.

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi vinna á Umbótastofu hjá VÍS. Þær munu taka á móti okkur og segja á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Efnistök þeirra eiga erindi til þeirra sem m.a. fást á einhvern hátt við:

  • stjórnun breytinga
  • eflingu leiðtoga
  • uppbyggingu teyma
  • þróun starfsfólks
  • áskoranirnar sem fylgja því að hafa áhrif á menningu fyrirtækja
  • innleiðingu lean, agile eða annarrar stjórnunar-hugmyndafræða
  • …og allra þeirra sem finna sterka þörf hjá sér til að þróast og vaxa í eigin skinni

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Við höfum breytt um staðsetningu til að fá stærri sal og hleypa fleiri áhugasömum á viðburðinn. 


Hvernig má búa til bestu mögulegu stafrænu þjónustuna fyrir notendur?

Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænt Ísland mun deila sinni þekkingu og gefa innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 

Fjóla María Ágústsdóttir er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Fjóla er nú verkefnastjóri hjá verkefnastofu Stafrænt Ísland hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri verður farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt verður farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað verður saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar eru tveir, Gunnar Andri  Þórisson sem hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og Aðalheiður Sigursveinsdóttir ráðgjafi sem hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustýringu og innleiðingu straumlínustjórnunar.

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.

Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.

Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

Ólík menning starfsfólks – ólíkir gestir – ólík þjónusta?

Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur ehf útskýrir hvernig ólík menning erlendra gesta getur haft áhrif á upplifun þeirra á þjónustu hérlendis. Þessi umræða verður einnig spegluð í hvort ólík menning starfsfólks hafi áhrif hérlendis. 

Margrét styðst við efni úr nýútgefinni bók sinni „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists“. Bókin er þegar komin í kennslu erlendis. 

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flyover Ísland, sem er glænýtt fyrirtæki, segir  frá hugmyndafræði fyrirtækisins og tengir við hvernig President of People and Culture  hjá móðurfyrirtækinu í USA ætlar að nota bókina frá Margréti sem þjálfunarefni. 

 Sjá má videó um bókina HÉR

 

Takmarkaður sætafjöldi

Að halda okkur heitum á tímum kulnunar

Á hádegisfyrirlestri Stjórnvísi verða kynntar leiðir til að hlúa að persónulegri velferð og faglegri ábyrgð starfsfólks með því að auka einbeitingu að réttum verkefnum, halda fókus, hlúa að eigin orku og hámarka afköst og árangur í lífi og starfi. 
Hádegisfyrirlesturinn byggir á vinnuferlinu 5 valkostir til framúrskarandi framleiðni  (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), sem sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til aukins árangurs og ánægju starfsmanna  á þekkingaröld.   Þessi áhrifaríka nálgun til aukinnar framleiðni byggir á margra ára rannsóknum og reynslu og færir þekkingarstarfsfólki og leiðtogum viðhorf og hæfni sem nauðsynleg er fyrir hámarks árangur.

​​

 

Áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum

Hvað er menning og hefur hún áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna?  Eru áhrif íslenskrar menningar jákvæð eða neikvæð í alþjóðlegum verkefnum?

Fjallað verður um áhrif menningar, hvaða áskoranir felast í alþjóðlegu umhverfi, hvernig megi bregðast við og hvort yfirhöfuð sé hægt að stjórna menningu. Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna og hvaða lærdóm má draga af stýringu alþjóðlegra verkefna hjá Össuri.

Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össuri hf og hefur starfað á fjármálsviði fyrirtækisins síðastliðin 17 ár. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla og Íslands og útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017 þar sem hún skrifaði um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu úr MPM náminu og byggði verkefnið á raundæmi úr starfsemi Össurar.

 

Staðsetning:
Össur
Grjóthálsi 5
4. hæð

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.  

 

Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnir innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallar um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.

Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn  því að mengi þátttakenda sé einsleitt.

Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnir starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar

Samfélagsábyrgð innleidd með breytingastjórnun

Að innleiða samfélagsábyrgð í rekstur fyrirtækja felst oft í að afla þarf nýrrar þekkingar, breyta ríkjandi viðhorfi og stjórnendur og starfsfólk þurfa að að skipta um aðferðir og breyta hegðun. Þetta getur átt við hvort sem um er að ræða nýtt og sjálfbært viðskiptamódel, flokkun á úrgangi, nýja samgöngumáta eða jafnrétti á vinnustað. Í þessu erindi verður skoðað hvernig líta má á innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum sem viðskiptalegt umbreytingaferli þar sem skipulagðar aðferðir breytingastjórnunar geta aukið fókus, sparað tíma og tryggt betri árangur.

Erindið hentar þeim sem sinna mannauðsstjórnun og stefnumótun í fyrirtækjum og vilja hjálpa til við að gera þau samfélagslega ábyrg.

Fyrirlesari er Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stundakennari við HR á sviði samfélagsábyrgðar og viðskiptasiðfræði og fyrrum mannauðsstjóri.

Hver ertu?

Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur

Sigrún Viktorsdóttir , forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR mun segja frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015.

Fjallað verður um undanfarann, vinnuferlið og áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Einnig verður farið yfir nýafstaðnar rannsóknir á vörumerkjavitund fyrirtækjanna.

Hver ertu? - Viðburði frestað. Nánari dagsetning auglýst síðar.

Fresta þarf þessum viðburði, dagsetning verður auglýst síðar.

Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur

Sigrún Viktorsdóttir , forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR mun segja frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015.

Fjallað verður um undanfarann, vinnuferlið og áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Boðað er til aðalfundar faghóps um breytingastjórnun þann 11. apríl næstkomandi.

Dagskrá
?• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2015-2016?.
• Kosning nýs formanns og stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017.

Fundurinn verður haldinn í Innovation house þann 11. apríl kl. 17:10. Stjórn faghóps um breytingastjórnun hvetur alla til að mæta og gefa kost á sér til formanns eða í stjórn faghópsins. Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir góða mætingu á viðburði vetrarins.

Þjónandi forysta og snertifletir við markþjálfun

Hvað eiga þjónandi forysta og markþjálfun sameiginlegt?

Kynningarerindi í samvinnu faghóps Stjórnvísis og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún Gunnarsdóttir verður með almenna kynningu á þjónandi forystu og ræðir svo helstu snertifleti hennar við markþjálfun. Þeir snertifletir gætu verið fleiri en þú heldur.

Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Áskoranir GreenQloud við breyttar áherslur og kynning á Qstack.

GreenQloud er öflugt og framsækið fyrirtæki í þróun hugbúnaðar fyrir skýjaþjónustu (Qstack), en hjá fyrirtækinu starfa í dag um 40 manns. Fyrirtækið hóf starfsemi sína með rekstri á fyrstu umhverfisvænu hýsingarþjónustunni árið 2010 en árið 2014 var tekin ákvörðun um að breyta áherslum fyrirtækisins með því að loka hýsingarþjónustunni og snúa sér alfarið að hugbúnaðarþróun og sölu. Þeim viðsnúningi lauk formlega með lokun hýsingarþjónustunar þann 1. október s.l.

Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar að undanförnu til að mæta breyttum áherslum við stjórnun þess og rekstur. Mikil vinna hefur verið lögð í að markaðssetja fyrirtækið og hugbúnaðinn með tilliti til þessara breyttu áherslna.

Þann 19. janúar nk. mun Soffía Theódóra Tryggvadóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunnar (Chief Business Development Officer) segja okkur frá þeim breytingum sem fyrirtækið hefur tekist á við að undanförnu ásamt því að kynna fyrir okkur framleiðsluvöru fyrirtækisins Qstack.

GreenQloud býður alla velkomna í höfuðstöðvar sínar í Kringlunni 5, þriðjudaginn 19. janúar nk. kl. 8:30 á þetta áhugaverða erindi.

Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu.

Niðurstöður rannsókna á heilastarfsemi eru farnar að veita okkur þekkingu sem leiðir til endurskoðunar á stjórnunarkenningum m.a. á sviði breytingastjórnunar og árangursríkrar samvinnu.
Líffræðilegar rætur samskipta, tengsla og samvinnu hafa verið rannsakaðar á sviði „Social neuroscience“. Úr þeim rannsóknum má greina tvö megin þemu. Í fyrsta lagi að verulegan hluta hvata sem stýra félagslegum samskiptum má rekja til skipulagðrar tilhneigingar mannsins til að lágmarka hættu og hámarka ávinning. Í öðru lagi að heilastarfsemi sem rekja má til félagslegrar reynslu og því að lágmarka hættu og hámarka ávinning fer fram á sömu svæðum í heilanum og heilastarfsemi sem tengist grunn þörf mannsins til að lifa af. Þannig meðhöndlar heilinn félagslegar þarfir með svipuðum hætti og þörf á mat og drykk.

Guðríður Sigurðardóttir og Inga Björg Hjaltadóttir ráðgjafar hjá Attentus fara yfir árangursríkar aðferðir í stjórnun út frá nýjustu rannsóknum í félags- og sálfræðilegum taugavísindum “neuroscience”.

Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Attentus hefur nýlokið mastersnámi í Leadership and Organizational Coaching frá EADA Business School í Barcelona þar sem meðal annars var unnið í Neuro Training Lab og nýjustu tækni í rannsóknum á taugavísindum var beitt í stjórnendaþjálfun. Inga Björg Hjaltadóttur ráðgjafi hjá Attentus er nýkomin heim af ráðstefnu Neuro Leadership Institute þar sem þáttakendur fengu að kynnast nýjustu rannsóknum á þessu sviði.

Ráðstefna: Breytingar á stöðlum - Hvað er málið?

Ráðstefna verður haldin 12. nóvember kl. 12:00-16:00 á Bæjarhálsi 1, hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna breytingarnar á stöðlum (ISO 9001, ISO 14001, OHSAS 18001 og ISO 27001) ásamt því að miðla þekkingu og reynslu framsögumanna og ráðstefnugesta.

Ráðstefnustjóri: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitunnar.

Dagskrá:

12:00 Móttaka og léttur hádegisverður í boði Stjórnvísi.

12:20 Opnun: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

12:40 Hver er staðan á þýðingu og útgáfu staðlanna? Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri, Staðlaráði.

12:50 Hverjar eru helstu áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á breytingum? Michele Rebora, ráðgjafi 7.is.

13:30 Kaffihlé.

13:40 Hvaða áhrif hafa breytingarnar á vottuð fyrirtæki? Árni Kristinsson, sérfræðingur BSI.

14:05 Reynslusaga af innleiðingum breytinga. Olgeir Helgason, sérfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur.

14:40 Fyrirkomulag umræðuhópa kynnt.

14:50 Kaffi og umræður.

15:55 Ráðstefnuslit.

Frír aðgangur og allir velkomnir

Johan Rönning - Fyrirtæki ársins 2015 - Lykillinn að þessum einstaka árangri

Johan Rönning - Fyrirtæki ársins 2015 tekur á móti gestum að Klettagörðum 25

Johan Rönning var stofnað árið 1933 og spannar því reksturinn yfir rúmlega 80 ára tímabil. Á þessum tíma hafa orðið miklar tækniframfarir í raforkumálum þjóðarinnar en þar hefur fyrirtækið verið fremst meðal jafningja. Frá því að vera eitt stærsta rafverktakafyrirtæki landsins, yfir í að vera einn af stærstu innflutningsaðilum í landinu á rafstrengjum, spennistöðvum og raflagnaefni. Þá flutti fyrirtækið inn heimilistæki í um 27 ár.
Eigendaskipti urðu árið 2003 og með nýjum eigendum var ráðist í umfangsmikla stefnumótunarvinnu með tilheyrandi áherslubreytingum og sameiningum við systurfélög.
Í dag starfa rúmlega 70 starfsmenn en fyrirtækið rekur starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og Austurlandi.
Johan Rönning er Fyrirtæki ársins 2015 í könnun VR og er þetta fjórði sigur Rönning á jafnmörgum árum. Einnig fékk það titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR fyrir árið 2015 en fyrirtækið hefur verið í þeim hópi, fimm ár í röð. Þá hlaut Johan Rönning jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að hljóta slíka viðurkenningu.
Eigendur og stjórnendur Johan Rönning bjóða alla velkomna í höfuðstöðvar sínar að Klettagörðum 25 í Reykjavík, miðvikudaginn 4. nóvember nk., kl. 8:30 - 10:00 þar sem við fáum að fræðast um lykilinn að þessum einstaka árangri á undanförnum árum og þeim breytingum sem það hefur gengið í gegnum.

Viðskiptavinurinn í forgrunni

Síminn er reynsluríkt og leiðandi fyrirtæki sem eflir samskipti og afþreyingu með fjarskipta og upplýsingatækni. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1906 og er saga þess samtvinnuð sögu þjóðarinnar. Síminn býður talsíma og farsímaþjónustu, internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu, gagnaflutningsþjónustu ásamt UT þjónustu. Starfsumhverfið er síbreytilegt og hefur farsímanotkun á skömmum tíma færst í auknum mæli yfir í samskipti yfir netið. Til að bregðast við breytilegu starfsumhverfi hefur verið skerpt á stefnu Símans til að koma enn betur til móts við breyttar þarfir viðskiptavina.

Eftir umfangsmiklar breytingar innan Símans og á Skiptasamstæðunni er starfsemi Símans nú á fimm sviðum: Tækni, Fjármál og rekstur, Stefnumótun, Miðlun og markaðir ásamt Sölu og þjónustu. Þann 8. október mun Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu, segja frá hvernig Síminn hefur lagt aukna áherslu á mikilvægi þjónustunnar og að færa starfsfólk nær viðskiptavininum sem mörg fyrirtæki eru að leggja aukna áherslu á um þessar mundir.

Síminn býður alla velkomna í höfuðstöðvar sínar í Ármúla 25 þann 8. október kl. 8:30 á þetta áhugaverða erindi sem þú skalt ekki láta þig vanta á.

Kjörís Breytingastjórnun - sameining starfseminnar í Hveragerði

-Hvað gerir þú er flytja skal hluta starfsemi fyrirtækis og enginn starfsmaður vill fylgja þér?
-Hvað gerir þú þegar þú stendur frammi fyrir því að vera hvorki með söludeild né skrifstofu lengur?

Árið 1991 ákvað stjórn Kjörís að sameina alla starfsemi fyrirtækisins í Hveragerði og flytja því söludeild og skrifstofuhald austur fyrir fjall. Enginn starfsmaður vildi flytja úr Reykjavík austur þannig að ráða þurfti nýtt fólk í stað þeirra sem áður höfðu starfað í Reykjavík.
Einhverjir myndu segja að þetta væri óðs manns æði en útkoman varð ein besta ákvörðun sem tekin hefur verið í Kjörís.

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís segir okkur frá þessum stóru breytingum miðvikudaginn 13.maí kl.8.30 í Innovation House,Eiðistorgi 13-15.

Komdu og heyrðu söguna um hvað var gert og þann lærdóm dreginn var af breytingaferlinu.

"Verstöðin Ísland af sjónarhóli stjórnandans"

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Grindavík, segir okkur annars vegar frá næstu skrefum sjávarútvegsins og hins vegar forsendum og reynslu Vísis af miklum breytingum á eigin starfsemi.
Áður en Pétur byrjar sinn fyrirlestur, ætlar Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, að fara yfri helstu breytingar í greininni, auk þess að útskýra starfsemi Sjávarklasans.

Stefnumótun og breytingastjórnun í stóru sameinuðu fyrirtæki

Advania býður til fundar miðvikudaginn 11. mars nk. að Guðrúnartúni 10, kl. 8:30 - 10:00.
Á móti okkur tekur framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs Advania, Ægir Már Þórisson.
Fyrirtækið varð til við sameiningu fjögurra fyrirtækja í ráðgjafa, tölvu- og hugbúnaðargeiranum 18. nóvember 2009.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og fyrirtækið hefur gengið í gegnum þó nokkrar skipulagsbreytingar.
Á fundinum verður fjallað um stefnumótun og breytingastjórnun í stóru sameinuðu fyrirtæki.
Skoðaðir verða m.a. þættir sem snúa að skipulagi stjórnunar, mannauðsmála og því hvernig lagt er mat á árangur þeirrar endurskipulagningar sem ráðist hefur verið í.

FUNDURINN FRESTAST: Kjörís á breytingatímum

FUNDURINN FRESTAST - verður auglýstur aftur fljótlega.

Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri hjá Kjörís mun segja ítarlega frá þeim breytingum sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum á undanförnum árum.

Hvað gerir þú er flytja skal hluta starfssemi fyrirtækis og enginn starfsmaður vill fylgja þér í því ferli?
Hvað gerir þú þegar þú stendur frammi fyrir því að þú ert ekki með söludeild lengur né skrifstofu?
1991 ákvað stjórn Kjörís að sameina alla starfssemi í Hveragerði og flytja söludeild og skrifstofuhald austur fyrir fjall.
Enginn starfsmaður vildi flytja úr Reykjavík austur þannig að ráða þurfti nýtt fólk í stað þeirra sem áður höfðu starfað í Reykjavík.
Einhverjir myndu segja að þetta væri óðs manns æði en útkoman varð ein besta ákvörðun sem tekin hefur verið í KJörís
Komdu og heyrðu söguna á bak við störfin.

Sameining stofnana og deilda hjá Samgöngustofu - Hvað þurfti til að láta allt ganga upp?

Samgöngustofa býður til fundar miðvikudaginn 11. febrúar 2015 að Ármúla 2, inngangur frá Háaleitisbraut.

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Dagný Jónsdóttir, mun taka á móti okkur og fara yfir sameiningu stofnana og deilda á einn stað undir merkjum
Samgöngustofu.

Verður meðal annars farið yfir þá fjölmörgu þætti sem verða að ganga upp til að vel takist til. Mun verða komið inn á það sem vel gekk og eins það sem betur hefði mátt fara.
Þáttur mannauðsmála verður skoðaður, aðkoma hins opinbera og fleira.

Mæting er kl. 8:30 og gert er ráð fyrir að viðburðurinn sé búinn kl. 10:00.

Virk samfélagsábyrgð ÁTVR með breytingastjórnun

ÁTVR býður til fundar um samfélagsábyrgð og breytingastjórnun. Stjórnvísihóparnir um breytingastjórnun og samfélagsábyrgð standa saman að atburðinum.
Fyrirkomulagið verður með eftirfarandi hætti:
Kl. 8.15 Byrjað á morgunhressingu

  1. Hvað er breytingastjórnun og hvernig tengist hún samfélagsábyrgð?
    Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Hagvangi

  2. Hvað er samfélagsábyrgð og hvernig tengist hún breytingastjórnun?
    Kjartan Sigurðsson, PhD nemi í samfélagsábyrgð

  3. Dæmi um hvernig breytingastjórnun hefur verið beitt við að innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtæki.
    Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR

  4. Spurningar og umræður eins og tími leyfir

Kl. 9.45 lok

FUNDI FRESTAÐ: Virk samfélagsábyrgð ÁTVR með breytingastjórnun

ÁTVR býður til fundar um samfélagsábyrgð og breytingastjórnun. Stjórnvísihóparnir um breytingastjórnun og samfélagsábyrgð standa saman að atburðinum.
Fyrirkomulagið verður með eftirfarandi hætti:
Kl. 8.15 Byrjað á morgunhressingu

  1. Hvað er breytingastjórnun og hvernig tengist hún samfélagsábyrgð?
    Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Hagvangi

  2. Hvað er samfélagsábyrgð og hvernig tengist hún breytingastjórnun?
    Kjartan Sigurðsson, PhD nemi í samfélagsábyrgð

  3. Dæmi um hvernig breytingastjórnun hefur verið beitt við að innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtæki.
    Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR

  4. Spurningar og umræður eins og tími leyfir

Kl. 9.45 lok

Dæmisaga frá Harvard um breytingastjórnun á sjúkrahúsi - Hvað myndir þú gera?

Hagvangur og Fyrirtækjaráðgjöf PwC bjóða til þátttökufundar um breytingastjórnun. Farið verður yfir dæmisögu (Case frá Harvard Business School) og farið stuttlega yfir fræðileg líkön John Kotter sem reynst gætu vel við lausn vandans. Ráðgjafarnir Helga Kristín Jóhannsdóttir hjá fyrirtækjaráðgjöf PWC og Sigurjón Þórðarson hjá Hagvangi stýra.

Þátttakendur ræða saman, greina og koma með hugmyndir að lausn.

Boðið verður upp á kaffi og léttan morgunverð.

Stuttlega um verkefnið:
Barbara hefur tekið við starfi forstöðumanns hjúkrunarfræðinga á skurðdeild háskólaspítala. Hún hefur verið vöruð við slæmri stöðu deildarinnar en hefur ákveðið að taka þeirri áskorun að bæta deildina.
Helstu áskoranir Barböru virðast vera:

• Fjárhagslegir erfiðleikar spítalans.
• Mikið vinnuálag.
• Starfsfólki finnst störf þeirra færast sífellt nær pappírsvinnu og fjær hjúkrun.
• Illa staðið að frammistöðumati og starfsþróun.
• Skortur er á samvinnu og hjálpsemi innan deildarinnar.
• Starfsfólki hefur verið mismunað eftir því hvort það er í uppáhaldi eða ekki.
• Starfsfólki finnst það hafa litla stjórn og yfirsýn yfir verkefni sín.

Staðsetning: Skógarhlíð 12, 105 RVK, efsta hæð.
Dagsetning: 12. nóvember 2014
Tími: 8:15-9:45

Nýjar íslenskar rannsóknir á sviði breytingastjórnunar

Þær Rut Vilhjálmsdóttir og Unnur Eva Arnarsdóttir sem hafa lokið meistaranámi við Háskóla Íslands munu kynna niðurstöður tveggja áhugaverðra rannsókna á sviði breytingastjórnunar.

Rut Vilhjálmsdóttir mun kynna niðurstöður úr rannsókn sinni sem ber heitið Aðlögun starfsmanna í kölfar róttækra breytinga: Stuðningur og viðnám starfsmanna í ferlinu.

Unnur Eva Arnarsdóttir mun kynna niðurstöður úr rannsókn sinni á sameiningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis- og dómsmála- og mannréttindaráðuneytis í innanríkisráðuneyti út frá sjónarhóli starfsmanna og stjórnenda.

Viðburðurinn verður haldinn á Læknagarði í stofu LG-201, Vatnsmýrarvegi 16 við Landspítala, 101 Reykjavík og eru allir hjartanlega velkomnir.

Stjórnun endurskipulagningar Sláturfélags Suðurlands - Takmarkaður fjöldi

Sláturfélag Suðurlands (SS) á sér áhugaverða sögu og hefur verið leiðandi matvælafyrirtæki sem framleiðir og selur matvörur og vörur tengdar matvörum á heildsölustigi frá árinu 1907. Þann 29. apríl mun Steinþór Skúlason forstjóri félagsins segja frá þeim umfangsmiklu breytingum sem SS hefur gengið í gegnum frá árinu 1988. Farið verður meðal annars í gegnum hvernig staðið var að flutningi framleiðslueininga, stækkun húsnæðis, sameiningu félagsins á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og flutning vörudreifingar til Hvolsvallar.

Erindið byrjar kl. 8:30 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði SS. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.

Verið velkomin.

Stjórnun breytinga við sameiningar og yfirtökur

Fyrirtæki ganga í gegnum breytingar af ýmsum ástæðum en ein sú algengasta er vegna samruna eða yfirtöku. Sameiningar og breytingar tengdar þeim geta verið flóknar og kröfurnar umfangsmiklar. Í slíkum aðstæðum skapast oft ágreiningur vegna óvissu. Einn mikilvægasti þátturinn í samruna er stjórnun breytinganna til að ná fram markmiðum sem stefnt er að og væntri niðurstöðu sem að breytingarnar eiga að skila.

Guðrún Ragnarsdóttir ætlar að ræða almennt um samruna skipulagsheilda. Hún tekur dæmi úr íslensku viðskiptalífi og fer yfir hvað ber að hafa í hyggju við undirbúning og hvað ber að varast. Kynnt verður til sögunnar verkfæri sem Guðrún hefur verið að nota við stýringu á breytingum og hefur reynst mjög vel.

Guðrún Ragnarsdóttir er eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hún hefur víðtæka reynslu af innleiðingu stefnu og stjórnun breytinga m.a. vegna samruna en sl. 15 ár hefur hún unnið að ýmsum verkefnum á því sviði m.a. sem gæðastjóri hjá Landsvirkjun, forstöðumaður gæðastjórnunar hjá Íslandsbanka, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs BYKO og sem framkvæmdastjóri LÍN. Guðrún er viðskiptafræðingur og MBA. Hún hefur unnið að mörgum ráðgjafaverkefnum, sinnt námskeiðahaldi og skrifað greinar um stjórnun. Guðrún er fyrrverandi formaður Stjórnvísi og heiðursfélagi.

FULLBÓKAÐ: Stjórnun breytinga - innleiðing tölvukerfa

FULLBÓKAÐ ER Á VIÐBURÐINN

Faghópur um breytingastjórnun býður þér á spennandi fyrirlestur um stjórnun breytinga við innleiðingu nýrra tölvukerfa. Fyrirtæki sem starfa í síbreytilegu umhverfi standa oft frammi fyrir því að þurfa að innleiða nýja tækni til að vera samkeppnishæf. Þörf fyrir innleiðingu á nýjum tölvukerfum er algeng og getur stafað af ýmsu eins og nýjum vörum eða þjónustu, auknum umsvifum, tækninýjungum og fleiru.

Hafsteinn Ingibjörnsson, upplýsingatæknistjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, mun fjalla um viðamikið breytingaferli sem Ölgerðin fór í gegnum og stjórnun breytinga við innleiðingu á nýju tölvukerfi fyrirtækisins. Þá mun Sigurður Helgi Sturlaugsson, ráðgjafi hjá Hux, fjalla meðal annars um algengar hindranir og hugsanleg vandamál tengd fyrirtækjamenningu, stjórnendum og starfsfólki sem upp geta komið í breytingaferlum við innleiðingu á tölvukerfi.

Ef þú ert að fara að taka þátt í innleiðingu nýs tölvukerfis þá er þetta viðburður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Staðsetning: Ölgerðin Egill Skallagrímsson - aðalinngangur, Grjóthálsi 7-11.

Breytingar í kjölfarið á erfiðum og fyrirvaralausum aðstæðum - Áfallastjórnun

Staðsetning: Icelandair Hótel Natura - Víkingasalur

Fyrirtæki geta lent í þeim erfiðu aðstæðum að standa frammi fyrir áfalli af einhverju tagi vegna ytra eða innra umhverfis þess. Slíkar aðstæður kalla oft á óvænta þörf fyrir breytingar. Faghópur um breytingastjórnun verður með spennandi viðburð um þetta efni þar sem einnig verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta undirbúið sig fyrir óvænt áföll með gerð áfallaáætlunar.

Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Icelandair, fjallar um óvæntar aðstæður sem fyrirtækið Icelandair stóð frammi fyrir við eldgosið í Eyjafjallajökli og hvernig brugðist var við.

Katrín Pálsdóttir doktorsnemi í upplýsingamiðlun og áfallastjórnun við Háskóla Íslands og fyrrverandi deildarstjóri, dagskrárstjóri og fréttamaður hjá RÚV mun fjalla um gerð áfallaáætlunar sem er hluti af áfallastjórnun.

Áhrif breytinga á vinnustaðamenningu - takmarkaður fjöldi 60 manns

Faghópur um breytingastjórnun mun standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu og munu tveir frábærir fyrirlesarar fjalla um efnið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun segja frá áhrifum þeirra miklu breytinga sem lögreglan hefur verið að ganga í gegnum á undanförnum árum. Því næst mun Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey fjalla um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu út frá sinni reynslu.

Fundurinn mun fara fram í húsakynnum lögreglunnar að Grensásvegi 9 og athygli skal vakin á að takmarkaður fjöldi kemst að á viðburðinn. Því er um að gera að skrá sig strax. Ef forföll verða er mikilvægt að afskrá mætingu svo unnt sé að gefa fleirum kost á að mæta.

Hlutverk stjórnenda og starfsmanna í breytingum

Faghópur um breytingastjórnun auglýsir spennandi viðburð þar sem viðfangsefnið er hvaða hlutverki einstaka starfsmenn gegna í breytingum og mun málið vera krufið frá sjónarhóli stjórnandans annars vegar og almennra starfsmanna hins vegar. Tveir úrvals fyrirlesarar hafa verið fengnir til að fjalla um efnið:

Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og reynslubolti þegar kemur að breytingarstjórnun, mun fjalla um samskipti og viðbrögð starfsfólks í breytingaferlum og hvaða áhrif þau geta haft á breytingarferlið í heild.

Þá mun Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova fjalla um breytingar út frá sjónarhóli stjórnandans og taka nærtæk dæmi þess efnis. Í því samhengi er vert að geta þess að Nova bar á dögunum sigur úr býtum í íslensku ánægjuvoginni og fékk hæstu einkunn allra íslenskra fyrirtækja, þriðja árið í röð.

Fundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Nova og eru fundargestir hvattir til að mæta tímanlega til að gæða sér á morgunverði í boði Nova áður en formleg dagskrá hefst.

Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara - skráðu þig til leiks.

Innleiðing umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir

Faghópur um breytingastjórnun auglýsir sinn fyrsta viðburð þar sem viðfangsefnið er hvernig staðið var að viðamiklum en ólíkum breytingum, algengar hindranir og þann lærdóm sem draga má af breytingarferli þegar litið er til baka.

Þrír reynslumiklir fyrirlesarar munu nálgast efnið út frá ólíkum hliðum og gefa áheyrendum innsýn í krefjandi breytingaferli sem hafa átt sér stað undanfarin misseri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, mun fjalla um áskoranir við innleiðingu breytinga á umbrota- og niðurskurðartímum. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, mun segja frá sameiningarferli grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. Loks mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent hjá Háskóla Íslands, fjalla um helstu hindranir í breytingaferlum út frá fræðilegri nálgun.

Óhætt er að lofa spennandi fyrirlestri fyrir þá sem vilja fræðast um þetta áhugaverða viðfangsefni og hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.

Fundurinn er haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7,

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?