Stóra myndin, stefna og aðgerðir í loftslagsmálum

Join Microsoft Teams Meeting
Á þessum fyrsta fundi nýs faghóps um loftslagsmál eru tveir aðilar með framsögu, Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri FESTU miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Halldór mun draga upp stóru myndina í loftslagsmálum, ræða um framtíðarsýn og kolefnishlutleysi. Þá mun hann fjalla um hlutverk og ábyrgð einkafyrirtækja og ríkisins, hvað hver og einn getur gert til að draga úr losun. Hrund mun segja frá því hvernig óhagnaðardrifin samtök eins og FESTA geta látið til sín taka í loftslagsmálum. Hún mun einnig segja frá nýlegri viljayfirlýsingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði. 

Halldór Þorgeirsson tók að sér formennsku í Loftslagsráði við stofnun þess árið 2018. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi frá 2004 til 2018.  Hann hafði þar m.a. yfirumsjón með samningaferlinu fyrir Parísarsamninginn árið 2015. Áður vann Halldór sem skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum. 

Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð frá árinu 2019. Hrund, sem hefur  víðtæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í einkarekstri og á vettvangi World Economic Forum. Hrund er þróunarfræðingur MSc. frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Stóra myndin, stefna og aðgerðir í loftslagsmálum

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Á þessum fyrsta fundi nýs faghóps um loftslagsmál sem stýrt var af Guðnýju Káradóttur sem situr í stjórn faghópsins voru tveir aðilar með framsögu, Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri FESTU miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Halldór dró upp stóru myndina í loftslagsmálum, og ræddi um framtíðarsýn og kolefnishlutleysi. Þá fjallaði hann um hlutverk og ábyrgð einkafyrirtækja og ríkisins, hvað hver og einn getur gert til að draga úr losun. Hrund sagði frá því hvernig óhagnaðardrifin samtök eins og FESTA geta látið til sín taka í loftslagsmálum. Hún sagði einnig frá nýlegri viljayfirlýsingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði. 

Halldór sagði að við værum búin að panta veðurfar framtíðarinnar, við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að allt sem við gerum hefur áhrif til framtíðarinnar.  Mikilvægt er að horfa á hvar veiku punktarnir okkar eru.  Það eru hlutir er lúta að fráveitukerfum.   Halldór sagði mikilvægt að hugsa til þess að fjárfesta ekki í starfsemi sem ekki stenst. Mikill árangur hefur náðst í sjávarútveginum, það eru töluverð viðskipti að verða til með kolefni en það þarf að tryggja að allt sé gagnsætt og gert að fullri ábyrgð.  Hugsa þarf alltaf í 3 skrefum: 1.skilja kolefnissporið 2. Draga úr því 3. Leita til þess hvort hægt er að gera betur.  Yfirlýsingar einstakra fyrirtækja verða að standast skoðun.  Halldór hefur séð yfirlýsingar frá fyrirtækjum sem alls ekki standast.  Varðandi verkaskiptingu hér heima vildi Halldór segja að sveitarfélögin skipta miklu máli.  Ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að hafa púlsinn á stöðunni og átta sig á hagsmunamati gagnvart nýsköpunarmöguleikum, hættum, ferðaskrifstofu framtíðar, og móta fjárfestingar framtíðarinnar á raunverulegum tækifærum.  Nú er komin ráðherranefnd um loftslagsmál. Slík nefnd kallar á samhæfingu milli ráðuneytisstjóra og þetta munu þau fylgja eftir.  Atvinnulífið þarf að styðja við slíkar breytingar.  Það sem er svo sérstakt við loftslagsvandann er að samstaðan er besta smitvörnin rétt eins og í Covid.  Á Íslandi er mikið forskot varðandi kolefnishlutleysi en við getum margt svo miklu betur.  Fjöldi fyrirspurna barst til Halldórs í lok erindis hans.

 

Halldór Þorgeirsson tók að sér formennsku í Loftslagsráði við stofnun þess árið 2018. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi frá 2004 til 2018.  Hann hafði þar m.a. yfirumsjón með samningaferlinu fyrir Parísarsamninginn árið 2015. Áður vann Halldór sem skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum. 

Hrund byrjaði á að kynna hlutverk Festu sem er óhagnaðardrifin og er félagið rekið af félagsgjöldum sem 130 fyrirtæki eru aðilar að.  Í Festu eru sveitarfélag, fyrirtæki og stofnanir.  Varðandi loftslagsmálin þá gegnir Festa skýru hlutverki.  Festa þjónar sjálfbærnihugmyndinni. Hrund segir enginn tíma mega missa, Festa er kröftugt leiðarljós en gefur fyrirtækjum ekki stimpla, allir eru á sömu vegferðinni. Við þurfum að vera praktísk í hvað hver og einn getur gert.  Hrund sagði að það væru 5 ár síðan Festa og Reykjavíkurborg buðu fyrirtækjum að skrifa undir yfirlýsingu og á þann fund mættu 104 forsvarsmenn fyrirtækja. Haft var að leiðarljósi að hafa yfirlýsinguna eins einfalda og hægt er: Menga minna, mæla og birta árangurinn. Loftslagsmælir Festu og Reykjavíkurborgar var fyrst  í formi excelskjals. Nú er hann aðgengilegur öllum og kostar ekki neitt.  http://climatepulse.is/

 

Hrund byrjaði hjá Festu fyrir ári síðan.  Hrund tók dæmi um Finnland.  Ef við ætlum að ná árangri þurfum við að hugsa lengra en til 4ára í senn. Festa hefur sýn og netverk fyrirtækja og hefur leyfi til að vinna að verkefni eins og viljayfirlýsingar um sjálfbærni.  Festa er brúarsmiður og segir okkur þurfa að æfa okkur í að vinna þvert á. Langtímasýn er mikilvæg og vilji til að gera hlutina. 

Í lok fundar var boðið upp á spurningar sem voru margar.  Mikilvægt er að koma öllum í snertingu við jákvæðar fréttir en þær eru færri en þær neikvæðu.  Beina athyglinni að því hvað er spennandi að gerast. Halldór hvatti alla til að horfa á áhugaverðan fund á Ted á morgun www.countdown.ted.com    Mikilvægt þegar umræðan fer í vörn að fara í sókn. Ekki tala niður til fólks og ekki höfða til sektarkenndar heldur til jákvæðra tilfinninga.  Þetta tæknitungumál er leiðinlegt fyrir flesta.  Loftslagsmál eru hópíþrótt og mikilvægt að brjóta þetta stóra verkefni niður í litla bita.  Rétt eins í fjallgöngu, líta til baka og njóta ferðarinnar og útsýnisins. 

Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð frá árinu 2019. Hrund, sem hefur  víðtæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í einkarekstri og á vettvangi World Economic Forum. Hrund er þróunarfræðingur MSc. frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu. 

Tengdir viðburðir

Alfa Framtak - Áhrifafjárfestar í umbreytandi vegferðum

Rakel Guðmundsdóttir, Portfolio Manager hjá Alfa Framtak og stjórnarformaður Origo, mun fara yfir þeirra sýn Alfa Framtaks á breytingum, hvernig þau meta tækifæri og hvaða aðferð- og hugmyndafræði notast er við þegar sjóðurinn kemur að nýjum verkefnum sem og að leyfa okkur að skyggnast í reynslubanka sinn frá spennandi vegferðum liðinna ára.
 

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Eldri viðburðir

Vettvangsferð í HVIN - Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 9:00. Fundurinn verður haldinn á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Júlíu Þorvaldsdóttur jth@skra.is

Strategísk samskipti

Join the meeting now

Strategísk samskipti

Í síbreytilegu umhverfi fyrirtækja og stofnana er mikilvægt að tryggja innri- og ytri samskipti og upplýsingar. Faghópur um breytingastjórnun fær Ingvar Sverrisson að fjalla um stragetísk samskipti bæði þegar kemur að sameiningu fyrirtækja en einnig þegar upp koma krísur. Fyrirlesturinn verður 21. Mars kl. 9:00 á Teams.

Ingvar Sverrisson er einn eigenda Aton.JL og framkvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu af samskiptum og ráðgjöf og hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, félagasamtaka og hið opinbera. Hann er fyrrverandi aðstoðamaður samgönguráðherra og velferðarráðherra. Ingvar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Innleiðing á verkefnamiðuðu vinnurými í nýju húsnæði Landsbankans.

Click here to join the meeting

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans, fjallar um nýjan vinnustað í Reykjastræti 6, innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnurými og sameiningu ólíkra eininga á einn vinnustað.

Að skilja heilann og mannlega hegðun í breytingum

Click here to join the meeting

Síðustu ár hefur orðið bylting í vitneskju um heilann sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið, vinnustaði og meðferðir. Þessi lærdómur getur verið sérstaklega verðmætur í breytingastjórnun þar sem mannleg hegðun hefur gjarnan úrslitaatkvæði um árangur breytinga og þar spilar heilinn lykilhlutverk.

Því munum við fá erindi frá Dr. John B Arden, sem hefur gefið út 16 bækur um heilann, en hann mun gefa praktíska innsýn í heilann sem nýtist okkur sem persónur en jafnframt sem leiðtogar breytinga. Í beinu framhaldi mun Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, velta vöngum með John um hvernig hægt er að tengja efnið við helstu áskoranir við breytingar - og þannig leiðir til árangurs.

 John B. Arden hefur gefið út fjöldann allan af bókum um heilann og nýlega endurgaf hann út bókina Rewire your brain, sem útskýrir hvernig hægt er að breyta út af vananum, lifa á annan hátt og þannig lifa betur. Bókin var á sínum tíma ein af fyrstu bókum sem fjölluðu um aðlögunarhæfni heilans og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhliða aukinni vitneskju um heilann var óumflýjanlegt fyrir John að endurskoða efnið með útgáfu 2.0.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi hjá Viti Ráðgjöf, er stundarkennari í breytingastjórnun hjá Opna háskólanum og fráfarandi formaður faghóps um breytingastjórnun. Breytingar eiga hug hans allan og því ætti hann að hafa úr nægu að fjalla um.

 Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá verðmætan lærdóm frá einum fremsta sérfræði heims um heilann. Vonandi látið þið þetta ekki ykkur fram hjá fara.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?