Microsoft Teams meeting
Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting
_____________________________________
Ágúst Kristján Steinarsson mun segja okkur frá einu stærsta breytingarverkefni á Landspítala síðastliðin ár, þegar Landspítali fór yfir í Outlook og Office 365 - úr Office 2007 og Lotus Notes. Breytingin, sem var langt frá því að vera eingöngu tæknileg, hafði áhrif á hátt í 7000 starfsmenn og nemendur spítalans og því í mörg horn að líta.
Áhrifin voru lygileg þar sem innleiðingin fór fram í byrjun fyrstu bylgju Covid faraldursins og stuðlaði að því að spítalinn var hreinlega starfhæfur á Covid tímum.
Skyggnst verður á bakvið tjöldin þar sem rakin verður saga þessara breytinga sem áttu sér margar áskoranir og sigra á leiðinni. Þannig leynist hér saga af breytingarstjórnun og verkefnastjórn sem margir hafa eflaust áhuga á að heyra.
Ágúst Kristján er ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Viti ráðgjöf, sem starfa fyrir heilbrigðis- og upplýsingatæknisvið Landspítalans. Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum og verkefnastjórn. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu á öðrum vinnustöðum sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi. Þá hefur Ágúst kennt stefnumarkandi markaðssetningu í háskóla.
Ágúst leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skipulögðum, skilvirkum og viðurkenndum vinnubrögðum. Ágúst setur metnað sinn í að varpa skýru ljósi á stöðu mála þannig að allir hagsmunaaðilar sjái stöðuna í réttu ljósi og geti þannig tekið farsælar ákvarðanir til framtíðar.
Ágúst er umbótarsinni og gengur til verks með það að leiðarljósi að raunverulegur og varanlegur árangur náist. Þannig vinnur hann með stjórnendum og starfsmönnum með það að markmiði að:
- Hjálpa þeim að sjá raunveruleikann, eins og hann er í allri sinni mynd.
- Ná sameiginlegum skilningi um hvernig hægt er að leysa núverandi stöðu.
- Stuðla að innleiðingu varanlegra umbóta sem allir taka þátt í.