Teams
Sjálfbær þróun, Breytingastjórnun, Loftslags- og umhverfismál,
NÝJU HRINGRÁSARLÖGIN
Click here to join the meeting
Um áramótin tóku í gildi ný lög um úrgangsmál og flokkun, sem einnig hafa verið nefnd hringrásarlögin.
Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?
Faghópur um loftlagsmál Stjórnvísis hefur fengið til liðs við sig fjóra sérfræðinga sem segja okkur frá nýju lögunum og hvaða áhrif þau hafa á rekstur fyrirtækja og hvað innleiðing laganna þýðir fyrir umhverfið og loftslagsmálin í stóru myndinni.
- Hvað fela nýju lögin í sér og hvaða áhrif hafa þau á atvinnulífið?
- Hvernig eiga fyrirtæki að flokka skv. nýju lögunum?
- Góð ráð fyrir fyrirtæki um hvernig má draga úr úrgangi og standa vel að flokkun
- Hvernig er úrgangur sem verður til á Íslandi meðhöndlaður og hver er losun gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi úrgangsflokkun
- Hver er ágóðinn af því að flokka vel og hvað kostar að losa sig við mismunandi úrgangsflokka?
Fundurinn verður í formi pallborðsumræðna og eru fundargestir hvattir til að senda inn spurningar á fundinum og við fáum sérfræðingana til að svara þeim en þeir eru:
- Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO
- Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og sérfræðingur í umhverfismálum hjá VSÓ ráðgjöf
- Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Terra umhverfisþjónustu
- Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum hjá Umhverfisstofnun
Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, stjórnarmeðlimur í loftslagshópi Stjórnvísis og umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Iðuna fræðslusetur sem sér um að streyma fundinum í gegnum TEAMS þriðjudaginn 31. janúar kl. 9.00-10.00
Hlökkum til að sjá ykkur öll á skjánum !
Ítarefni um úrgangsmál og nýju hringrásarlögin má m.a. finna hér: