Fossháls 1, 2. hæð. Gengið inn Draghálsmegin.
Breytingastjórnun,
Sláturfélag Suðurlands (SS) á sér áhugaverða sögu og hefur verið leiðandi matvælafyrirtæki sem framleiðir og selur matvörur og vörur tengdar matvörum á heildsölustigi frá árinu 1907. Þann 29. apríl mun Steinþór Skúlason forstjóri félagsins segja frá þeim umfangsmiklu breytingum sem SS hefur gengið í gegnum frá árinu 1988. Farið verður meðal annars í gegnum hvernig staðið var að flutningi framleiðslueininga, stækkun húsnæðis, sameiningu félagsins á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og flutning vörudreifingar til Hvolsvallar.
Erindið byrjar kl. 8:30 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði SS. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.
Verið velkomin.