GreenQloud Kringlunni 5, 105 Reykjavík
Breytingastjórnun,
GreenQloud er öflugt og framsækið fyrirtæki í þróun hugbúnaðar fyrir skýjaþjónustu (Qstack), en hjá fyrirtækinu starfa í dag um 40 manns. Fyrirtækið hóf starfsemi sína með rekstri á fyrstu umhverfisvænu hýsingarþjónustunni árið 2010 en árið 2014 var tekin ákvörðun um að breyta áherslum fyrirtækisins með því að loka hýsingarþjónustunni og snúa sér alfarið að hugbúnaðarþróun og sölu. Þeim viðsnúningi lauk formlega með lokun hýsingarþjónustunar þann 1. október s.l.
Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar að undanförnu til að mæta breyttum áherslum við stjórnun þess og rekstur. Mikil vinna hefur verið lögð í að markaðssetja fyrirtækið og hugbúnaðinn með tilliti til þessara breyttu áherslna.
Þann 19. janúar nk. mun Soffía Theódóra Tryggvadóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunnar (Chief Business Development Officer) segja okkur frá þeim breytingum sem fyrirtækið hefur tekist á við að undanförnu ásamt því að kynna fyrir okkur framleiðsluvöru fyrirtækisins Qstack.
GreenQloud býður alla velkomna í höfuðstöðvar sínar í Kringlunni 5, þriðjudaginn 19. janúar nk. kl. 8:30 á þetta áhugaverða erindi.