Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Grensásvegur, Reykjavík, Ísland
Breytingastjórnun,
Faghópur um breytingastjórnun mun standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu og munu tveir frábærir fyrirlesarar fjalla um efnið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun segja frá áhrifum þeirra miklu breytinga sem lögreglan hefur verið að ganga í gegnum á undanförnum árum. Því næst mun Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey fjalla um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu út frá sinni reynslu.
Fundurinn mun fara fram í húsakynnum lögreglunnar að Grensásvegi 9 og athygli skal vakin á að takmarkaður fjöldi kemst að á viðburðinn. Því er um að gera að skrá sig strax. Ef forföll verða er mikilvægt að afskrá mætingu svo unnt sé að gefa fleirum kost á að mæta.