Skógarhlíð 12, 105 RVK, efsta hæð.
Breytingastjórnun,
Hagvangur og Fyrirtækjaráðgjöf PwC bjóða til þátttökufundar um breytingastjórnun. Farið verður yfir dæmisögu (Case frá Harvard Business School) og farið stuttlega yfir fræðileg líkön John Kotter sem reynst gætu vel við lausn vandans. Ráðgjafarnir Helga Kristín Jóhannsdóttir hjá fyrirtækjaráðgjöf PWC og Sigurjón Þórðarson hjá Hagvangi stýra.
Þátttakendur ræða saman, greina og koma með hugmyndir að lausn.
Boðið verður upp á kaffi og léttan morgunverð.
Stuttlega um verkefnið:
Barbara hefur tekið við starfi forstöðumanns hjúkrunarfræðinga á skurðdeild háskólaspítala. Hún hefur verið vöruð við slæmri stöðu deildarinnar en hefur ákveðið að taka þeirri áskorun að bæta deildina.
Helstu áskoranir Barböru virðast vera:
Fjárhagslegir erfiðleikar spítalans.
Mikið vinnuálag.
Starfsfólki finnst störf þeirra færast sífellt nær pappírsvinnu og fjær hjúkrun.
Illa staðið að frammistöðumati og starfsþróun.
Skortur er á samvinnu og hjálpsemi innan deildarinnar.
Starfsfólki hefur verið mismunað eftir því hvort það er í uppáhaldi eða ekki.
Starfsfólki finnst það hafa litla stjórn og yfirsýn yfir verkefni sín.
Staðsetning: Skógarhlíð 12, 105 RVK, efsta hæð.
Dagsetning: 12. nóvember 2014
Tími: 8:15-9:45