Innovation House Eiðistorg 13-15, 3rd floor, 170 Seltjarnarnes
Breytingastjórnun,
-Hvað gerir þú er flytja skal hluta starfsemi fyrirtækis og enginn starfsmaður vill fylgja þér?
-Hvað gerir þú þegar þú stendur frammi fyrir því að vera hvorki með söludeild né skrifstofu lengur?
Árið 1991 ákvað stjórn Kjörís að sameina alla starfsemi fyrirtækisins í Hveragerði og flytja því söludeild og skrifstofuhald austur fyrir fjall. Enginn starfsmaður vildi flytja úr Reykjavík austur þannig að ráða þurfti nýtt fólk í stað þeirra sem áður höfðu starfað í Reykjavík.
Einhverjir myndu segja að þetta væri óðs manns æði en útkoman varð ein besta ákvörðun sem tekin hefur verið í Kjörís.
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís segir okkur frá þessum stóru breytingum miðvikudaginn 13.maí kl.8.30 í Innovation House,Eiðistorgi 13-15.
Komdu og heyrðu söguna um hvað var gert og þann lærdóm dreginn var af breytingaferlinu.