Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun heldur sinn fjórða viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er fyrirlestur um breytingar úr atvinnulífinu.
Fjóla María Ágústsdóttir er leiðtogi umbreytingarteymis og breytingastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vinnur fyrir öll sveitarfélögin. Fjóla mun fjalla um breytingastjórnunina í stafrænni umbreytingu og samstarfi sveitarfélaga en sveitarfélögin eru 69 sjálfstæðar stofnanir. Hún mun ræða um mikilvæga þætti í þessu stóra breytingarverkefni sem hún hefur leitt sl. ár.
Haukur Ingi Jónasson er prófessor, aðalhöfundur, kennari og forstöðumaður Meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur gríðarmikla reynslu af klínísku starfi og sem stjórnendaráðgjafi, og er meðeigandi Nordica ráðgjafar ehf. og framkvæmdastjóri Íslenskrar sálgreiningar ehf.Í erindinu verður fjallað um þá tilhneigingu stjórnenda að gera breytingar aðeins til að gera breytingar, og um mögulegar afleiðingar þessa á starfsemi og starfsfólk.
Sigríður Magnea Björgvinsdóttir deildarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá sveitarfélaginu Árborg leiðir fundinn.
Hér er um að ræða spennandi fyrirlesara með efni sem á erindi til þeirra sem stýra breytingum. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00
Dagskrá:
09:00 – 09:05 Sigríður M Björgvinsdóttir, meðlimur stjórnar faghóps um breytingastjórnun
09:05 – 09:20 Haukur Ingi Jónasson, lektor hjá HR
09:20 – 09:50 Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
09:50 – 10:00 Umræður og spurningar