Johan Rönning - Fyrirtæki ársins 2015 tekur á móti gestum að Klettagörðum 25
Johan Rönning var stofnað árið 1933 og spannar því reksturinn yfir rúmlega 80 ára tímabil. Á þessum tíma hafa orðið miklar tækniframfarir í raforkumálum þjóðarinnar en þar hefur fyrirtækið verið fremst meðal jafningja. Frá því að vera eitt stærsta rafverktakafyrirtæki landsins, yfir í að vera einn af stærstu innflutningsaðilum í landinu á rafstrengjum, spennistöðvum og raflagnaefni. Þá flutti fyrirtækið inn heimilistæki í um 27 ár.
Eigendaskipti urðu árið 2003 og með nýjum eigendum var ráðist í umfangsmikla stefnumótunarvinnu með tilheyrandi áherslubreytingum og sameiningum við systurfélög.
Í dag starfa rúmlega 70 starfsmenn en fyrirtækið rekur starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og Austurlandi.
Johan Rönning er Fyrirtæki ársins 2015 í könnun VR og er þetta fjórði sigur Rönning á jafnmörgum árum. Einnig fékk það titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR fyrir árið 2015 en fyrirtækið hefur verið í þeim hópi, fimm ár í röð. Þá hlaut Johan Rönning jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að hljóta slíka viðurkenningu.
Eigendur og stjórnendur Johan Rönning bjóða alla velkomna í höfuðstöðvar sínar að Klettagörðum 25 í Reykjavík, miðvikudaginn 4. nóvember nk., kl. 8:30 - 10:00 þar sem við fáum að fræðast um lykilinn að þessum einstaka árangri á undanförnum árum og þeim breytingum sem það hefur gengið í gegnum.