Strategísk samskipti

Join the meeting now

Strategísk samskipti

Í síbreytilegu umhverfi fyrirtækja og stofnana er mikilvægt að tryggja innri- og ytri samskipti og upplýsingar. Faghópur um breytingastjórnun fær Ingvar Sverrisson að fjalla um stragetísk samskipti bæði þegar kemur að sameiningu fyrirtækja en einnig þegar upp koma krísur. Fyrirlesturinn verður 21. Mars kl. 9:00 á Teams.

Ingvar Sverrisson er einn eigenda Aton.JL og framkvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu af samskiptum og ráðgjöf og hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, félagasamtaka og hið opinbera. Hann er fyrrverandi aðstoðamaður samgönguráðherra og velferðarráðherra. Ingvar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

Tengdir viðburðir

Alfa Framtak - Áhrifafjárfestar í umbreytandi vegferðum

Rakel Guðmundsdóttir, Portfolio Manager hjá Alfa Framtak og stjórnarformaður Origo, mun fara yfir þeirra sýn Alfa Framtaks á breytingum, hvernig þau meta tækifæri og hvaða aðferð- og hugmyndafræði notast er við þegar sjóðurinn kemur að nýjum verkefnum sem og að leyfa okkur að skyggnast í reynslubanka sinn frá spennandi vegferðum liðinna ára.
 

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Eldri viðburðir

Vettvangsferð í HVIN - Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 9:00. Fundurinn verður haldinn á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Júlíu Þorvaldsdóttur jth@skra.is

Innleiðing á verkefnamiðuðu vinnurými í nýju húsnæði Landsbankans.

Click here to join the meeting

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans, fjallar um nýjan vinnustað í Reykjastræti 6, innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnurými og sameiningu ólíkra eininga á einn vinnustað.

Að skilja heilann og mannlega hegðun í breytingum

Click here to join the meeting

Síðustu ár hefur orðið bylting í vitneskju um heilann sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið, vinnustaði og meðferðir. Þessi lærdómur getur verið sérstaklega verðmætur í breytingastjórnun þar sem mannleg hegðun hefur gjarnan úrslitaatkvæði um árangur breytinga og þar spilar heilinn lykilhlutverk.

Því munum við fá erindi frá Dr. John B Arden, sem hefur gefið út 16 bækur um heilann, en hann mun gefa praktíska innsýn í heilann sem nýtist okkur sem persónur en jafnframt sem leiðtogar breytinga. Í beinu framhaldi mun Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, velta vöngum með John um hvernig hægt er að tengja efnið við helstu áskoranir við breytingar - og þannig leiðir til árangurs.

 John B. Arden hefur gefið út fjöldann allan af bókum um heilann og nýlega endurgaf hann út bókina Rewire your brain, sem útskýrir hvernig hægt er að breyta út af vananum, lifa á annan hátt og þannig lifa betur. Bókin var á sínum tíma ein af fyrstu bókum sem fjölluðu um aðlögunarhæfni heilans og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhliða aukinni vitneskju um heilann var óumflýjanlegt fyrir John að endurskoða efnið með útgáfu 2.0.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi hjá Viti Ráðgjöf, er stundarkennari í breytingastjórnun hjá Opna háskólanum og fráfarandi formaður faghóps um breytingastjórnun. Breytingar eiga hug hans allan og því ætti hann að hafa úr nægu að fjalla um.

 Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá verðmætan lærdóm frá einum fremsta sérfræði heims um heilann. Vonandi látið þið þetta ekki ykkur fram hjá fara.

Aðalfundur stjórnar faghóps um breytingastjórnun

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 15:00 til 16:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns er laus ásamt tveimur öðrum stöðum, sjá nánar að neðan.  

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn er hjá Þjóðskrá Íslands í Borgartúni 21 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Faghópur um breytingastjórnun er með stærstu faghópum Stjórnvísi, hópurinn hefur vaxið mikið á síðustu tveimur árum og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennastir með reglulega áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í breytingum. 

Allir sem hafa áhuga á breytingastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi breytingastjórnunar á Íslandi geta haft samband við Ágúst Kristján Steinarrsson, fráfarandi formann faghópsins og ráðgjafa hjá Viti ráðgjöf - viti@vitiradgjof.is og 775 1122. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?