Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Öryggisstjórnun, Upplýsingaöryggi, Gæðastjórnun og ISO staðlar, Breytingastjórnun,
Ráðstefna verður haldin 12. nóvember kl. 12:00-16:00 á Bæjarhálsi 1, hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna breytingarnar á stöðlum (ISO 9001, ISO 14001, OHSAS 18001 og ISO 27001) ásamt því að miðla þekkingu og reynslu framsögumanna og ráðstefnugesta.
Ráðstefnustjóri: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitunnar.
Dagskrá:
12:00 Móttaka og léttur hádegisverður í boði Stjórnvísi.
12:20 Opnun: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
12:40 Hver er staðan á þýðingu og útgáfu staðlanna? Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri, Staðlaráði.
12:50 Hverjar eru helstu áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á breytingum? Michele Rebora, ráðgjafi 7.is.
13:30 Kaffihlé.
13:40 Hvaða áhrif hafa breytingarnar á vottuð fyrirtæki? Árni Kristinsson, sérfræðingur BSI.
14:05 Reynslusaga af innleiðingum breytinga. Olgeir Helgason, sérfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur.
14:40 Fyrirkomulag umræðuhópa kynnt.
14:50 Kaffi og umræður.
15:55 Ráðstefnuslit.
Frír aðgangur og allir velkomnir