Síminn (tekið verður á móti gestum í móttöku) Ármúli 25
Breytingastjórnun,
Síminn er reynsluríkt og leiðandi fyrirtæki sem eflir samskipti og afþreyingu með fjarskipta og upplýsingatækni. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1906 og er saga þess samtvinnuð sögu þjóðarinnar. Síminn býður talsíma og farsímaþjónustu, internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu, gagnaflutningsþjónustu ásamt UT þjónustu. Starfsumhverfið er síbreytilegt og hefur farsímanotkun á skömmum tíma færst í auknum mæli yfir í samskipti yfir netið. Til að bregðast við breytilegu starfsumhverfi hefur verið skerpt á stefnu Símans til að koma enn betur til móts við breyttar þarfir viðskiptavina.
Eftir umfangsmiklar breytingar innan Símans og á Skiptasamstæðunni er starfsemi Símans nú á fimm sviðum: Tækni, Fjármál og rekstur, Stefnumótun, Miðlun og markaðir ásamt Sölu og þjónustu. Þann 8. október mun Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu, segja frá hvernig Síminn hefur lagt aukna áherslu á mikilvægi þjónustunnar og að færa starfsfólk nær viðskiptavininum sem mörg fyrirtæki eru að leggja aukna áherslu á um þessar mundir.
Síminn býður alla velkomna í höfuðstöðvar sínar í Ármúla 25 þann 8. október kl. 8:30 á þetta áhugaverða erindi sem þú skalt ekki láta þig vanta á.