Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107
Breytingastjórnun,
Fyrirtæki ganga í gegnum breytingar af ýmsum ástæðum en ein sú algengasta er vegna samruna eða yfirtöku. Sameiningar og breytingar tengdar þeim geta verið flóknar og kröfurnar umfangsmiklar. Í slíkum aðstæðum skapast oft ágreiningur vegna óvissu. Einn mikilvægasti þátturinn í samruna er stjórnun breytinganna til að ná fram markmiðum sem stefnt er að og væntri niðurstöðu sem að breytingarnar eiga að skila.
Guðrún Ragnarsdóttir ætlar að ræða almennt um samruna skipulagsheilda. Hún tekur dæmi úr íslensku viðskiptalífi og fer yfir hvað ber að hafa í hyggju við undirbúning og hvað ber að varast. Kynnt verður til sögunnar verkfæri sem Guðrún hefur verið að nota við stýringu á breytingum og hefur reynst mjög vel.
Guðrún Ragnarsdóttir er eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hún hefur víðtæka reynslu af innleiðingu stefnu og stjórnun breytinga m.a. vegna samruna en sl. 15 ár hefur hún unnið að ýmsum verkefnum á því sviði m.a. sem gæðastjóri hjá Landsvirkjun, forstöðumaður gæðastjórnunar hjá Íslandsbanka, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs BYKO og sem framkvæmdastjóri LÍN. Guðrún er viðskiptafræðingur og MBA. Hún hefur unnið að mörgum ráðgjafaverkefnum, sinnt námskeiðahaldi og skrifað greinar um stjórnun. Guðrún er fyrrverandi formaður Stjórnvísi og heiðursfélagi.