Nauthólsvegi 52 Nauthólsvegur 52, Reykjavíkurflugvöllur (RKV), 531 Reykjavík, Ísland
Breytingastjórnun,
Staðsetning: Icelandair Hótel Natura - Víkingasalur
Fyrirtæki geta lent í þeim erfiðu aðstæðum að standa frammi fyrir áfalli af einhverju tagi vegna ytra eða innra umhverfis þess. Slíkar aðstæður kalla oft á óvænta þörf fyrir breytingar. Faghópur um breytingastjórnun verður með spennandi viðburð um þetta efni þar sem einnig verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta undirbúið sig fyrir óvænt áföll með gerð áfallaáætlunar.
Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Icelandair, fjallar um óvæntar aðstæður sem fyrirtækið Icelandair stóð frammi fyrir við eldgosið í Eyjafjallajökli og hvernig brugðist var við.
Katrín Pálsdóttir doktorsnemi í upplýsingamiðlun og áfallastjórnun við Háskóla Íslands og fyrrverandi deildarstjóri, dagskrárstjóri og fréttamaður hjá RÚV mun fjalla um gerð áfallaáætlunar sem er hluti af áfallastjórnun.