Dunhaga 7, 107 Reykjavík Dunhagi, Reykjavík, Ísland
Breytingastjórnun,
Faghópur um breytingastjórnun auglýsir sinn fyrsta viðburð þar sem viðfangsefnið er hvernig staðið var að viðamiklum en ólíkum breytingum, algengar hindranir og þann lærdóm sem draga má af breytingarferli þegar litið er til baka.
Þrír reynslumiklir fyrirlesarar munu nálgast efnið út frá ólíkum hliðum og gefa áheyrendum innsýn í krefjandi breytingaferli sem hafa átt sér stað undanfarin misseri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, mun fjalla um áskoranir við innleiðingu breytinga á umbrota- og niðurskurðartímum. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, mun segja frá sameiningarferli grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. Loks mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent hjá Háskóla Íslands, fjalla um helstu hindranir í breytingaferlum út frá fræðilegri nálgun.
Óhætt er að lofa spennandi fyrirlestri fyrir þá sem vilja fræðast um þetta áhugaverða viðfangsefni og hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.
Fundurinn er haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7,