Háskólanum í Reykjavík Menntavegi 1 - 102 Reykjavík
Breytingastjórnun,
Dags: 6. október 2022
Tími: 14:00 – 16:00
Staður: Háskólinn í Reykjavík - stofa M106, staðsett á 1. hæð hússins - Nauthólsmegin
Umsjón/fræðsla: Ágúst Kristján Steinarrsson, Bára Hlín Kristjánsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir
Faghópur um breytingastjórnun verður nú með sinn fyrsta viðburð í raunheimum eftir langa veru í netheimum. Boðið er til lærdómsviðburðar þar sem hugmyndafræði úr bókinni Switch, How to Change Things When Change Is Hard verður höfð til grundvallar. Bókin hefur að geyma frábæran lærdóm sem nýtist öllum sem vilja ná árangri í breytingum. Þar eru kynnt til sögunnar fíllinn, knapinn og vegurinn sem byggja á atferlisfræði og hegðun, með ríka áherslu á einfaldleika. Þó að bókin sé frá árinu 2010 þá er hún tímalaus og líklegast vannýtt auðlind í íslensku atvinnulífi.
Markmið viðburðarins er að gefa þátttakendum djúpa innsýn í afmarkaða aðferðarfræði sem mun stuðla að farsælum árangri við breytingar í framtíðinni.
Uppbygging vinnustofunnar er eftirfarandi:
- Kynning á aðferðafræðinni með aðstoð efnis frá höfundum bókarinnar.
- Hópar vinna saman að raunverulegum verkefnum með aðferðum bókarinnar.
- Kynning á niðurstöðum.
- Rithöfundur bókarinnar Dan Heath mun svo koma til okkar (í gegnum Teams) og segja okkur á hagnýtan hátt frá atriðum úr bókinni.
Þeir þátttakendur sem eiga kost á eru beðnir að taka með sér tölvu, svo að hver hópur geti unnið niðurstöður sínar jafn óðum í rafrænt form.
Við hlökkum til að hitta ykkur í raunheimum og fara á dýptina í málaflokk sem við höfum öll svo mikinn áhuga á.