Læknagarður stofa LG-201 (Vatnsmýrarvegi 16,
Breytingastjórnun,
Þær Rut Vilhjálmsdóttir og Unnur Eva Arnarsdóttir sem hafa lokið meistaranámi við Háskóla Íslands munu kynna niðurstöður tveggja áhugaverðra rannsókna á sviði breytingastjórnunar.
Rut Vilhjálmsdóttir mun kynna niðurstöður úr rannsókn sinni sem ber heitið Aðlögun starfsmanna í kölfar róttækra breytinga: Stuðningur og viðnám starfsmanna í ferlinu.
Unnur Eva Arnarsdóttir mun kynna niðurstöður úr rannsókn sinni á sameiningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis- og dómsmála- og mannréttindaráðuneytis í innanríkisráðuneyti út frá sjónarhóli starfsmanna og stjórnenda.
Viðburðurinn verður haldinn á Læknagarði í stofu LG-201, Vatnsmýrarvegi 16 við Landspítala, 101 Reykjavík og eru allir hjartanlega velkomnir.