Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun heldur sinn annan viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er fyrirlestur um breytingar úr atvinnulífinu.
Haraldur Daði Ragnarsson, lektor við Bifröst, mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga til að auka líkur á farsælli innleiðingu breytinga. Við erum öll ólík og um margt íhaldssöm í eðli okkar. Ein helsta áskorun stjórnenda er að breyta vinnubrögðum, menningu og hugarfari - svo fátt eitt sé nefnt.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP mun gefa innsýn í stöðu fyrirtækisins í dag og segir frá hlykkjóttri leið þeirra til að komast þangað. Þannig mun Hilmar snerta á viðfangsefnum eins og innleiðingu breytinga, aðlögunarhæfni við að bregðast við breytingum í umhverfinu og áræðnina sem hefur komið þeim í gegnum þetta allt saman.
Ágúst Kristján Steinarrsson ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.
Hér verða tveir spennandi og fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi til margra. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 8:30 til 9:30
Dagskrá:
08:30 – 08:35 Ágúst Kristján Steinarsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun
08:35 – 08:50 Haraldur Daði Ragnarsson, lektor við Bifröst
08:50 – 09:20 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
09:20 – 09:30 Umræður og spurningar