Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun hefur aftur störf með tveimur erindum, annað með fræðslu og hinn hefðbundinn fyrirlestur.
Bára Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Marel mun hefja viðburðinn með því að segja stutt frá ADKAR módelinu. ADKAR er einföld aðferðafræði sem styður verkefnastjóra við innleiðingu breytinga, við að meta stöðu starfsmannahópsins og undirbúa viðeigandi nálgun.
Dr. Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina BYKO, ætlar að segja frá miklum og spennandi breytingum sem eru að eiga sér stað hjá BYKO þessi misserin. Þar hefur verið stofnað framþróunarsvið sem er að innleiða breytingar og umbætur hjá BYKO í sífellu og því er breytingastjórnun stór partur af þeirra starfsemi.
Ágúst Kristján Steinarrsson ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun, leiðir fundinn.
Ljóst er að það eru spennandi fyrirlestrar í september sem allir breytingarsinnar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00.
Dagskrá:
09:00 – 09:05 Ágúst Kristján Steinarsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun
09:05 – 09:20 Bára Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Marel
09:20 – 09:50 Dr. Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina BYKO
09:50 – 10:00 Umræður og spurningar