Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Við höfum breytt um staðsetningu til að fá stærri sal og hleypa fleiri áhugasömum á viðburðinn. 


Hvernig má búa til bestu mögulegu stafrænu þjónustuna fyrir notendur?

Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænt Ísland mun deila sinni þekkingu og gefa innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 

Fjóla María Ágústsdóttir er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Fjóla er nú verkefnastjóri hjá verkefnastofu Stafrænt Ísland hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Í morgun var haldinn fjölmennur fundur í Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi þar sem Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænu Íslandi deildi þekkingu sinni og gaf innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 
Fjóla María byrjaði á að kynna hönnunarhugsunina„Design Thinking“ sem byggir á notendamiðaðri nálgun, samvinnu við lausnaþróun þar sem áhersla er lögð á virka skoðun og greiningu, hugmyndaríki, ítranir, hraðan lærdóm og skjóta vinnslu frumgerða (prototypa).   Margir þekkja hönnunahugsun, en upphaflega voru það hönnuðir.  Um aldamótin fer hönnunarhugsun að koma meira inn í atvinnulífið.  Fyrirtæki voru að taka þetta inn til að sjá heildarskipulag í fyrirtækjum.  Uppúr 2012 fóru ráðgjafafyrirtækin að nota þessa aðferðafræði mjög mikið.  Nú eru komnar inn deildir í fyrirtækjum og hjá ríkinu og í Bretlandi er þetta orðið að venju.  Íslenska ríkið er á fullri ferð í stafrænt Ísland og starfa í deildinni 9 manns í dag.  Markmiðið er að aðstoða ríkið í þessari þróun og byrja þarf í grunninum.  Mikil vinna er lögð í stafræna þjónustugátt www.island.is  Fjóla María kynnti vefinn www.stafraentisland.is  þar sem allir geta farið inn á og nýtt sér þá þekkingu sem þar safnast saman.  Hönnunarhugsun fer í gegnum fimm stig: 1. Setja sig í spor annarra, skoða og greina, t.d. taka upp video og sjá hvar vandinn liggur. 2. Afmarka og skilgreina áskoranirnar þannig að við áttum okkur á hverju við ætlum að breyta, laga það sem er mest áríðandi og sjá tækifærin. 3. Hugmyndasöfnun þar sem allt er leyfilegt og allt hugsað upp á nýtt frá grunni.  4. Út frá hugmyndunum sem koma eru þróaðar hugmyndir/frumgerðir þ.e. prototypa sem er ódýr en þær skipta miklu máli. Spyrja sjálfan sig: hvað myndi Arion gera í þessu máli? Disney? Munkur?   5. Frumgerðirnar eru lagðar fyrir notendur, ítraðar og prófaðar þ.e. síendurteknar lagaðar og bættar og fara síðan í framleiðslu.  Fjóla María tók sem sýnidæmi fyrirlesturinn sem hún var að halda í dag hjá Stjórnvísi. Hún ákvað að heyra í nokkrum aðilum fyrir fundinn og spyrja: „Hvað viltu heyra“ og svarið var að þeir sem haft var samband við vildu vita  hvaða tól er verið að nota. Þarna var sem sagt verið að „uppgötva“. 1. Uppgjötva. Sá sem kemur á fund hjá Stjórnvísi vill: 1. Læra eitthvað nýtt, fá hagnýtan fyrirlestur, hlusta á dæmi, hafa einfaldar glærur, finna ástríðu frá fyrirlesaranum, fá upplýsingar um tól o.fl.fl.

En hvenær er hönnunarhugsun notuð? Þegar búa á til öpp, þegar búa á til hugbúnað, skipulagsbreytingar o.fl.  Upphafsfarsinn er mjög mikilvægur.  Þá þarf að greina þær betur og ávinningsmeta þær.  Hver er fjárhagslegi ávinningurinn, hvað er þetta mikil auknum á þjónustu? Hve marga starfsmenn snertir þetta verkefni? Hve marga notendur snertir þessi breyting? Þegar búið er að ákveða hvað eigi að skoða er farið í hönnunarsprett og út frá því kemur frumgerð.  Þarna koma lagaleg málefni sem skoða þarf með tilliti til hvað er til.  Þarna er erfiðasti punkturinn það er að hugmynd og þarfir notenda fylgi í framleiðsluna.  Okkar venja er að laga allt út frá því sem við þekkjum en þarna er notað út frá notendanum og inn.  Þess vegna þarf sama fólkið að fylgja verkefninu alla leið.  Svona verkefni eru Agile verkefni ekki Waterfall.  Í upphafi er ferlið mjög erfitt því það er kaótísk og yfir það þarf að komast þ.e. hvað á að vinna með. 

En hverjir þurfa að koma að gerð stafrænna lausna? 1. Vörueigandi (product owner), vörustjóri (product manager) , verkefnastjóri (project manager)hann tryggir að þjónustan passi inn í þjónustuna, það sem verið er að kaupa inn, gagnagrunna o.fl. , þjónustueigandi (getur verið sá sami og verkefnastjóri), markaðsgreinandi, skilastjóri, prófari og notendarýnir (passar að frumgerðir séu lagðar fyrir), efnishönnuður (content designer) hvernig alllt er framsett, vefhönnuður og forritari.  Einnig þurfa að koma að lögfræðingur, markaðsfólk, aðrir sérfræðingar, tækni, arkitektrú og fulltrúar þeirra sem reka hugbúnað. Það er svo mikilvægt að setja sig í spor annara til að fá dýpri innsýn: sjá hvernig upplifun notenda er á núverandi lausn, skrá hjá sér upplifun, nýta myndbandsupptöku, taka viðtöl við fólk, spyrja af hverju, finna snertifleti, veri skuggi einhvers. 

Allir í teyminu ættu að taka þátt í að setja sig í spor notenda.   Taka svo allar niðurstöður og sjá hvað er að gerast.  Búa til mynd sem er hringur og greina út frá miðju mikilvægi hvers og eins.  Varðandi skilgreiningu á persónu þá er mikilvægt að skilgreina fleiri en eina persónu.  Skoða tiltölulega tæknivæddan einstakling, taka flækjustig þar sem manneskjan lendir í vandræðum, búa til samyggðarkort til að setja sig í spor viðkomandi í þessum aðstæðum eins og „Úff við hvern á ég að tala“ hvar finn ég upplýsingar, hringja í mömmu og pabba, finna borgaraþjónustuna.  Með því að búa til persónuna saman þá hugsum við hvernig er týpan og þetta þarf að gera áður en ferillinn er búinn til.  Hvar koma stresspunktarnir upp?  Passa að hafa textann einfaldan og góðan.  Hvar eru óþægindapunktarnir? Flokka þá saman og finna út úr þeim.  Varðandi gerð prototypa þá er hún alls konar.  (t.d. teikna upp skjámynd, legóa, leika,) allt á að vera sett myndrænt fram og þetta á að vera ódýrt og fljótlegt.  Á þessu stigi er fólk oft hrætt og um að gera að hafa nóg af fylgidóti, alls kyns dóti.  Síðan þarf að fá fólk til að prófa og ítra.  Mikilvægt að fara í framendann og laga og laga þar til þetta fer í framleiðslu.  Fjóla mælti með „This is service design thinking og Sprint bókunum og fleiri bókum.  www.mrthinkr.com  og www.servicedesigntools.org  eru frábærar síður til að nýta sér.

Eldri viðburðir

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Ath! breytt tímasetning Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

🚨BREYTT TÍMASETNING: Vinnustofa með Lisu Bloom 6. febrúar
Kæru þátttakendur á vinnustofunni með Lisu Bloom,
Veðrið er hverfult og máttugt á Fróni og nú hefur yfirvofandi stormur haft áhrif á ferðatilhögun Lisu til landsins.
Hún átti að koma seinni partinn í dag en flugið hennar var fellt niður þannig að hún kemur ekki fyrr en á morgun. Eins og málin standa núna göngum við út frá því að það muni ganga samkvæmt áætlun, en við þurfum að byrja vinnustofuna kl.18 í stað 16 eins og auglýst var.
Vinnustofan fer fram í stofu M215 í Opna háskólanum í HR.
Boðið verður upp á samlokur, drykki, kaffi og nasl svo við höfum orku til að sitja og læra með Lisu frameftir kvöldi.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður haldinn mánudaginn 22.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á brimar@nfd.is

Hlekkur á Teams má nálgast hér.

Aðalfundur faghóps um Lean

Meeting ID: 376 586 531 83
Passcode: QVMa4P

 

 

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?