Lágmúla 9, 108 Reykjavík Lágmúli, Reykjavík, Ísland
Breytingastjórnun,
Faghópur um breytingastjórnun auglýsir spennandi viðburð þar sem viðfangsefnið er hvaða hlutverki einstaka starfsmenn gegna í breytingum og mun málið vera krufið frá sjónarhóli stjórnandans annars vegar og almennra starfsmanna hins vegar. Tveir úrvals fyrirlesarar hafa verið fengnir til að fjalla um efnið:
Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og reynslubolti þegar kemur að breytingarstjórnun, mun fjalla um samskipti og viðbrögð starfsfólks í breytingaferlum og hvaða áhrif þau geta haft á breytingarferlið í heild.
Þá mun Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova fjalla um breytingar út frá sjónarhóli stjórnandans og taka nærtæk dæmi þess efnis. Í því samhengi er vert að geta þess að Nova bar á dögunum sigur úr býtum í íslensku ánægjuvoginni og fékk hæstu einkunn allra íslenskra fyrirtækja, þriðja árið í röð.
Fundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Nova og eru fundargestir hvattir til að mæta tímanlega til að gæða sér á morgunverði í boði Nova áður en formleg dagskrá hefst.
Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara - skráðu þig til leiks.