Ölgerðin, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík Reykjavík, Ísland
Breytingastjórnun,
FULLBÓKAÐ ER Á VIÐBURÐINN
Faghópur um breytingastjórnun býður þér á spennandi fyrirlestur um stjórnun breytinga við innleiðingu nýrra tölvukerfa. Fyrirtæki sem starfa í síbreytilegu umhverfi standa oft frammi fyrir því að þurfa að innleiða nýja tækni til að vera samkeppnishæf. Þörf fyrir innleiðingu á nýjum tölvukerfum er algeng og getur stafað af ýmsu eins og nýjum vörum eða þjónustu, auknum umsvifum, tækninýjungum og fleiru.
Hafsteinn Ingibjörnsson, upplýsingatæknistjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, mun fjalla um viðamikið breytingaferli sem Ölgerðin fór í gegnum og stjórnun breytinga við innleiðingu á nýju tölvukerfi fyrirtækisins. Þá mun Sigurður Helgi Sturlaugsson, ráðgjafi hjá Hux, fjalla meðal annars um algengar hindranir og hugsanleg vandamál tengd fyrirtækjamenningu, stjórnendum og starfsfólki sem upp geta komið í breytingaferlum við innleiðingu á tölvukerfi.
Ef þú ert að fara að taka þátt í innleiðingu nýs tölvukerfis þá er þetta viðburður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Staðsetning: Ölgerðin Egill Skallagrímsson - aðalinngangur, Grjóthálsi 7-11.