Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn á Teams 5.maí næstkomandi klukkan 9:00.
Fundardagskrá:
* Uppgjör á starfsári
* Kosning stjórnar
* Önnur mál
Tengill á fundinn: Join conversation
Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum og háskólum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi í breytingastjórnun sem nýtist þeim strax í starfi.
Breytingastjórnun er víðfeðm þar sem hún getur snert á flestu sem viðkemur rekstri og framþróun, hvort sem er fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki. Fagið snýst mikið um að hafa áhrif á mannskepnuna og er gjarnan gert með andstæðum aðferðum verkfræði og sálfræði sem nýtist m.a. við stjórnun og stefnumótun. Eins skipulagðar og breytingar eru í upphafi þá einkennast þær ætíð af viðbragði við aðstæðum sem upp koma, mannlegum og skipulagslegum, sem gjarnan skera úr um endanlegan árangur.
Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 og fékk endurnýjun lífdaga vorið 2021. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.
Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn á Teams 5.maí næstkomandi klukkan 9:00.
Fundardagskrá:
* Uppgjör á starfsári
* Kosning stjórnar
* Önnur mál
Tengill á fundinn: Join conversation
Faghópar Stjórnvísi - Gæðastjórnun og ISO staðlar og Breytingastjórnun, kynna spennandi viðburð „Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins“ .
Á þessum fjarfundi kemur fyrst fram Helga Franklínsdóttir, frá EFLU, sem segir nokkrar áhugaverðar reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Helga mun einnig fjalla um breytingar þar sem mismunandi fyrirtækjamenning og áhrif hennar á innleiðingu breytinga kemur við sögu.
Síðan mun Ágúst Kristján Steinarrsson, frá Vita ráðgjöf, tengja sögu Helgu við hugmyndafræði breytingastjórnunar og jafnframt kröfur ISO staðalsins um breytingastjórnun. Þannig er erindið ekki eingöngu að horfa kerfislægt á breytingar í gæðaumhverfi, heldur einni mannlegar - sem skipta gjarnan höfuðmáli.
Fyrirlesarar:
Helga Franklínsdóttir
Helga lauk M.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og B.Sc. prófi í líffræði frá Auburn University Montgomery árið 2012. Hún hefur langa starfsreynslu úr framleiðsluiðnaði og innleiðingu breytinga, bæði á Íslandi og erlendis. Áður en hún starfaði hjá Marel starfaði hún í um 4 ár hjá Icelandic Group í gæðamálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði hjá Marel í um 7 ár í alþjóðlegu hlutverki varðandi innleiðingar og umbætur en starfar nú hjá EFLU Verkfræðistofu, þar sem hún er fyrirliði yfir teyminu gæði og umbætur. Í því hlutverki vinnur hún með innleiðingar og breytingarstjórnun.
Helga hefur mikla reynslu í verkefnastjórnun, breytingarstjórnun, innleiðingu nýrra kerfa og að búa til ferla. Sú dýrmæta reynsla nýtist henni vel í hennar núverandi starfi hjá EFLU. Helga er einnig hluti að faghópnum breytingarstjórnun hjá Stjórnvísi.
Ágúst Kristján Steinarrsson
Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum, verkefnastjórn og fræðslu. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi.
Á 20 árum hefur Ágúst fengist við hvert umbótaverkefnið á fætur öðru, stórt sem smátt og þannig hefur skapast djúp þekking og skilningur á lyklum til árangurs. Með tímanum varð til hugmyndafræði sem er í dag leiðarljós í öllum hans störfum auk þess sem hann kennir hana í Opna háskólanum og víðar.
Í dag er Ágúst stjórnunarráðgjafi í breytingum þar sem hann vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að raunverulegum umbótum og lausnum sem lyfta upp vinnustöðum. Hann leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skapandi, praktískum og skipulögðum vinnubrögðum.
Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025
8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR
From Adversary to Ally: A workshop
Nánari upplýsingar og skráning hér
https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1
Um Paul Boehnke:
My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.
The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.
You’ll learn:
• What to do when your critical voice shows up.
• To recognize the lies it tells and why you believe them.
• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.
• How to create thoughts that support you.
Nánari upplýsingar og skráning
https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1
Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun var haldinn 15. maí sl.
Starfsárið 2022-2023 var gert upp, dagskrá komandi árs rædd og kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024. Í stjórn á komandi ári verða:
Þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum góð störf .
Stjórn hópsins mun hittast á næstunni og leggja drög af dagskrá starfsársins. Endilega komið áleiðis hugmyndum eða óskum um efnistök ef þið hafið áhuga.
Þökkum öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!