Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands fer yfir verkefni stofnunarinnar síðustu misserin og þá breytingastjórnun sem ráðast hefur þurft í.
Breytingastjórnun
Breytingastjórnun
Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum og háskólum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi í breytingastjórnun sem nýtist þeim strax í starfi.
Breytingastjórnun er víðfeðm þar sem hún getur snert á flestu sem viðkemur rekstri og framþróun, hvort sem er fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki. Fagið snýst mikið um að hafa áhrif á mannskepnuna og er gjarnan gert með andstæðum aðferðum verkfræði og sálfræði sem nýtist m.a. við stjórnun og stefnumótun. Eins skipulagðar og breytingar eru í upphafi þá einkennast þær ætíð af viðbragði við aðstæðum sem upp koma, mannlegum og skipulagslegum, sem gjarnan skera úr um endanlegan árangur.
Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 og fékk endurnýjun lífdaga vorið 2021. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.
Viðburðir á næstunni
Fréttir
Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun var haldinn 15. maí sl.
Starfsárið 2022-2023 var gert upp, dagskrá komandi árs rædd og kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024. Í stjórn á komandi ári verða:
- Júlía Þorvaldsdóttir, Þjóðskrá (Formaður)
- Ásta Rut Jónasdóttir, Fastus
- Brynjar Rafn Ómarsson, Eimskip
- Helga Franklínsdóttir, Efla
- Gunnlaugur Bjarki Snædal, Isavia
Þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum góð störf .
Stjórn hópsins mun hittast á næstunni og leggja drög af dagskrá starfsársins. Endilega komið áleiðis hugmyndum eða óskum um efnistök ef þið hafið áhuga.
Þökkum öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!