Nóvember 2021

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
01
  •  
02 03 04 05
  •  
06
  •  
07
  •  
08 09 10
  •  
11 12
  •  
13
  •  
14
  •  
15 16
  •  
17 18 19 20
  •  
21
  •  
22
  •  
23 24 25 26 27
  •  
28
  •  
29
  •  
30 01 02 03 04
  •  
05
  •  

Að nýta aðferðafræði markþjálfunar (Coaching) sem stjórnandi

Að nýta aðferðafræði markþjálfunar (Coaching) fyrir stjórnendur
 
 
Hvernig er hægt að kveikja áhuga og drifkrafti hjá starfsfólki og hvernig getum við stýrt teymi til árangurs eru spurningar og verkefni sem margir stjórnendur standa fyrir. Markþjálfun (Coaching) er eitt af helstu verkfærum stjórnandans til að ná árangri á þeim sviðum.
Á þessum fyrirlestri mun Eva Karen segja frá uppsetningu á námskeiði sem hún hefur búið til og haldið fyrir stjórnendur. Einnig mun hún deila með okkur hvernig þessi aðferðafræði getur og hefur nýst stjórnendum til dagsins í dag sem hafa farið í gegnum námskeiðið.
 
Eva Karen er stofnandi og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Effect ehf þar sem hún hefur starfað m.a sem fræðslustjóri að láni í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Eva hefur unnið sem stjórnandi í sínum eigin fyrirtækjum en einnig hjá öðrum. Eva hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem ráðgjafi og mikið unnið í stjórnendaþjálfun á Íslandi. Eva er lærður kennari frá Kennaraháskóla Íslands, lauk forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og lauk svo MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Einnig er Eva Karen ACC vottaður markþjálfi.
 
Linkur á teamsfundinn hér.

Heilsueflandi vinnustaður - Hreyfing og útivera og Umhverfi

Click here to join the meeting

Á þessum fyrsta viðburði vetrarins hjá faghópi um Heilsueflandi vinnuumhverfi verður kafað dýpra í tvö af viðmiðum fyrir Heilsueflandi vinnustaði, þ.e. "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi".

Inga Berg verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis mun fjalla um vegvísana í þessum tveimur flokkum, Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari og yfirþjálfari á Æfingastöðinni verður með erindið Af hverju að vera inni þegar öll von er úti og Þorbjörg Sandra Bakke sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun verður með erindi. Að erindum loknum verður svigrúm til spurninga og umræðna. Viðburðinum stýrir Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands.

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október. 

Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:

  • "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
  • "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
  • "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
  • "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"

 

Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.

Viðburðinn fer fram á Teams hér.

 

 

66° Norður Akademían – heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan og þróun starfsmanna.

Athugið breytt staðsetning: Faxafen 12, Reykjavík.

66°Norður býður okkur í heimsókn og kynnir fyrir okkur sitt starf í 66°Norður Akademíunni.

66°Norður Akademían er heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan, þjálfun og þróun starfsmanna. Í Akademíunni leggjum við áherslu á að stuðla að þróun starfsmanna í starfi og einkalífi. Grunnur Akademíunnar hófst árið 2014 þegar 66°Norður skólinn hóf göngu sína. Tilgangur 66°Norður skólans er að gefa starfsmönnum yfirsýn yfir starfið sitt hjá 66°Norður og veita þeim tól og tæki til að vaxa í starfi. Frá stofnun skólans hefur 66°Norður útskrifað yfir 250 starfsmenn þar sem yfir 97% starfsmanna telja að skólinn hafi mætt eða farið fram úr væntingum.

Elín Tinna Logadóttir, Aldís Eik Arnarsdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir munu fara yfir þjálfun og þróun starfsmanna hjá 66°Norður, hvernig þjálfunarvegferð fyrirtækisins hefur þróast á síðustu árum og árangurinn sem hefur náðst í kjölfarið.

Hlökkum til að sjá ykkur á þessum áhugaverða viðburði!

 

ATH. Takmarkað pláss er á viðburðinn

 

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnustöðum

Click here to join the meeting

Fyrirlestur um ómeðvitaða hlutdrægni og áhrif hennar á vinnustaðarmenningu. Fjallað er um hvernig samskipti okkar við annað fólk, venjur, ferlar og gildismat geta skapað vinnustaðarmenningu sem inniheldur forréttindi fyrir sumt fólk en hindranir fyrir annað fólk.


Sóley Tómasdóttir starfar sem ráðgjafi á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála.

Að fást við breytingar við sjálfbærniumbætur fyrirtækja, Mannvit og Landsvirkjun

Click here to join the meeting

Hvað er sjálfbærni og hvernig ættu fyrirtæki að stuðla að innleiðingu ?

Sanda Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit, mun hefja viðburðinn með því að segja okkur frá því hvernig þau fást við breytingar við innleiðingu á sjálfbærni á vinnustað, áskoranir og sigra, hvernig fólk hefur verið að bregðast við breytingum og hvaða lærdómur situr eftir. Sandra Rán veitir einnig ráðgjöf um sjálfbærni til annarra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og ræðir um hlutverk sitt sem ráðgjafi.

Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, segir okkur frá því hvað Landsvirkjun er að gera til að stuðla að sjálfbærri þróun í sínum rekstri, hvaða áskoranir þau hafa rekist á og hvaða tólum og aðferðum þau beita til að sinna sínu betur og vera leiðandi í umhverfismálum.

Dagskrá:

  • 09:00 – 09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um Breytingarstjórnun kynnir faghópinn og dagskrá
  • 09:05 – 09:20  Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur Mannvit
  • 09:20 – 09:25  Umræður og spurningar
  • 09:25 – 09:45  Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar
  • 09:45 – 09:55  Umræður og spurningar

 
Hlökkum til að sjá ykkur ! 

Öryggi- og heilbrigði á vinnustað - fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í öryggismálum

Click here to join the meeting
J. Snæfríður Einarsdóttir ráðgjafi hjá HSE Consulting
mun fara yfir fyrstu skrefin við stjórnun öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum. Áhugaverðar upplýsingar  og ráð til allra sem vinna að þessum málum en sérstaklega þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í öryggismálum. Að erindi loknu gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðleggingar frá Snæfríði og öryggishóp Stjórnvísi þar sem samanstendur af aðilum með fjölbreytta reynslu sem koma frá ólíkum fyrirtækjum með ólíkar áskoranir. 

Að lifa og leiða með hjartanu

Click here to join the meeting

Sigurður Ragnarsson fjallar um Heartstyles forystuþjálfunaraðferðina sem fyrirtæki víða um heim nýta sér. Lykilþáttur í aðferðafræði Heartstyles, sem byggir á á stjórnunarlegum og sálfræðilegum grunni, er tölfræðilegt, heildstætt 360 gráðu mat sem hjálpar til við að koma auga á þætti sem aðstoða stjórnendur og starfsfólk að vaxa og skapa jákvæðar breytingar er snúa að viðhorfum, hugsun og hegðun. Heartstyles gerir því fólki kleyft að vaxa og verða besta útgáfan af sjálfu sér - sem leiðir til farsældar fyrir stjórnendur, starfsfólk og fyrirtæki. 

Sigurður Ragnarsson er stofnandi Forystu og samskipta og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu og er m.a. fyrrum forseti viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst þar sem hann byggði upp meistaranámið í Forystu og stjórnun. Sigurður er vottaður ráðgjafi og forystuþjálfari í Heartstyles aðferðafræðinni.

Fjölmenning á vinnustað - Vits er þörf þeim er víða ratar

Click here to join the meeting

Samskipti geta verið flókin í amstri dagana en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna og viðhorfa almennt vandast málið. Íslendingar hafa hingað til átt gott með samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar, verða líka árekstrar og sumir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mismunandi menningarvíddir og hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum. Einnig hvernig hægt sé að stuðla að uppbyggilegum samskiptum á fjölmenningarlegum vinnustað?

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.

 

 

 

Ferlisnálgun stjórnkerfa

Click here to join the meeting

Maria Hedman vörueigandi hjá Origo mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga við framsetningu ferla og mögulegar útfærslur eins og myndræn framsetning, texti eða tal.

Friðrik G. Guðnason forstöðumaður Högunar hjá Landsbankanum mun leiða okkur í gegnum hvernig Landsbankinn lítur út séð frá ferlum, hvernig stjórnkerfi ferla er hagnýtt til breytinga á starfseminni auk þess sem gefin verður innsýn í hvernig haldið er utan um ferla, regluverk, áhættur og staðla í ferlakerfi bankans.

 Umræður & spurningar

Þarf sterka leiðtoga til að hönnunarsprettir (Design Sprint) skili árangri?

Hlekkur á viðburð

Lára Kristín og Kristrún Anna ætla að fjalla um reynslu þeirra af því að leiða hönnunarspretti og sýn þeirra á hvernig árangur sprettanna og hugrekki leiðtoga tengist sterkum böndum.

"Lærdómurinn sem við höfum dregið af þeim hönnunarsprettum sem við höfum leitt, er að leiðtogar þurfa stóran skammt af hugrekki til að treysta ferlinu (sem er á tímum mikil óvissuför) og þeir þurfa þor til að taka ákvarðanir á staðnum. Einnig krefst það berskjöldunnar að sýna viðskiptavinum ófullkomna prótótýpu og kjarks að hlusta á endurgjöf viðskiptavina. Það að fara úr "inn-á-við" hugsun í viðskiptavina-miðaða hugsun krefst sterkra leiðtoga - ekki bara stjórnenda heldur allra þátttakenda í sprettinum. Þegar þetta er til staðar fara töfrarnir að gerast"

Kristrún Anna Konráðsdóttir er teymisþjálfi, markþjálfi, verkefnastjóri og Agile-ráðgjafi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við & leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi. Kristrún hefur leitt árangursrík tækniverkefni, þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í Agile hugarfari auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti. Kristrún er nú sjálfstætt starfandi og vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem miða þó öll á einhvern hátt að því að efla og styrkja fólk í sínum hlutverkum. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi. Kristrún er ACC vottaður markþjálfi, MPM frá HR og rekstrarfræðingur frá HA

Lára Kristín Skúladóttir er lóðs (facilitator) og leiðtogaþjálfi. Hún hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk bæði fyrirtækja og stofnana. Þar á meðal lóðsað stefnumótun, hannað og leitt stjórnendamót og starfsdaga, leitt stjórnendur og verkefnateymi í stefnumarkandi ákvarðanatöku, haldið ýmiss konar vinnustofur t.d. hönnunarspretti fyrir verkefnateymi í stafrænum verkefnum, leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga. Lára er sjálfstætt starfandi í dag en starfaði áður sem stjórnunarráðgjafi, markþjálfi og Lean sérfræðingur hjá VÍS, sem greinandi og sérfræðingur í gæðamálum hjá Arion banka og sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX. Lára er með MSc gráðu í alþjóðastjórnun og markaðsfræði frá Copenhagen Business School og er markþjálfi frá Evolvia.

 

 

 

 

„Markþjálfun hjálpaði mér og ég vildi gefa til baka” - Niðurstöður meistararannsóknar um innanhússmarkþjálfun hjá Íslandspósti.

Linkur á Teams viðburð - Í ljósi aðstæðna verður fundurinn einungis á TEAMS - ekki á áður auglýstum stað. 

Markþjálfun er ástæðan fyrir því að Helga Kolbrún ákvað að fara í meistaranám í mannauðsstjórnun. Til að loka hringnum og gefa til baka, ákvað hún að beina sjónum að markþjálfun í lokaverkefni sínu.

Hún rannsakaði innanhússmarkþjálfun hjá Íslandspósti og í þessum fyrirlestri kynnir hún helstu niðurstöður um reynslu starfsmanna Íslandspósts af innanhússmarkþjálfun og mat þeirra á starfsumhverfi og líðan í starfi.

Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. case study) framkvæmd með blandaðri aðferð, eigindlegum viðtölum og spurningakönnunum. Innanhúss markþjálfi var ráðinn til starfa hjá Íslandspósti í byrjun árs 2021 og var sett af stað markþjálfunarprógramm með um 30 starfsmönnum sem fengu markþjálfun í þrjá mánuði. Tekin voru djúpviðtöl við 12 starfsmenn sem voru í markþjálfun auk þess sem spurningakönnun var lögð tvisvar fyrir hópinn. Helga Kolbrún fer yfir stöðu þekkingar á markþjálfun og rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar undanfarin ár og ber saman við eigin niðurstöður. 

Fyrirlesari:
Helga Kolbrún Magnúsdóttir er með MS gráðu í mannauðsstjórnun en hún hóf nám í HÍ í janúar 2020 og skilaði lokaverkefninu haustið 2021. Bakgrunnur Helgu Kolbrúnar er innan tölvunarfræði og hafði hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur í tæp 13 ár, eða til lok árs 2018, þegar hún ákvað að breyta til. Áður hafði hún lokið grunnnámi í markþjálfun hjá Evolvia árið 2019. „Í gegnum sjálfsvinnuna sem fylgir markþjálfunarnáminu uppgötvaði ég ástríðu mína fyrir að vinna með fólki sem er ástæðan fyrir því að ég ákvað að breyta til og læra mannauðsstjórnun,“ segir Helga Kolbrún.

Linkur á Teams viðburð

Öryggi í aðfangakeðjunni

Click here to join the meeting

Aukin krafa er á fyrirtæki og stofnanir að ganga úr skugga um að birgjar eða þjónustuaðilar sem notaðir eru uppfylli viðeigandi kröfur um öryggi. Hér verður leitast eftir að skoða hvaða leiðir eru færar við stýringu á birgjum og hvernig hægt er að sýna fram á að þeir uppfylli viðeigandi öryggiskröfur. Við höfum fengið til liðs við okkar þrjá sérfræðinga; 

 

Aldís Geirdal Sverrisdóttir, teymisstjóri lögfræðiþjónustu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar. Lögfræðiþjónustan sinnir helst verkefnum á sviði opinberra innkaupa, persónuverndar og  stafrænna verkefna. Aldís mun skoða hvaða kröfur er hægt að gera í upphafi ferils þegar unnið er að útboðum og samningum.

 

Úlfar Andri Jónasson er verkefnastjóri í netöryggisþjónustu Deloitte á Íslandi. Hann er með ýmsar vottanir tengdar upplýsingaöryggi, þar á meðal Certified Information Systems Security Professional (CISSP) og Certified Information Systems Auditor (CISA). Úlfar hefur stjórnað og framkvæmt fjölda úttekta á upplýsingaöryggismálum viðskiptavina Deloitte, þar á meðal veikleikagreiningar, innbrotsprófanir og kóðarýni. Þá hefur Úlfar aðstoðað fyrirtæki við hönnun og innleiðingu stýringa tengdu netöryggi og innra eftirliti, auk þess að hafa víðtæka reynslu í kerfisstjórnun og ýmsar vottanir frá Microsoft í kerfisrekstri. Einnig hefur Úlfar tekið að sér hlutverk upplýsingaöryggisstjóra í útvistun. Úlfar er meðlimur í evrópsku viðbragðsteymi Deloitte vegna netöryggisógna og innbrota í tölvukerfi.

Úlfar mun fara yfir landslagið hvað varðar árásir á þjónustuaðila og hvað sé hægt að gera. Aldís skoðar hvaða kröfur er hægt að gera í upphafi ferils þegar unnið er að útboðum og samningum.

 

Sigurður Már Eggertsson, persónuverndarfulltrúi byggðasamlagana sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu (SHS, Strætó og SORPA). Hann er lögfræðingur að mennt og hefur komið að innleiðingu persónuverndarlaga hjá hinum ýmsu stofnunum og sveitarfélögum. Sigurður mun fara yfir mögulegar leiðir til þess að rýna þjónustu þjónustuaðila og þar með tryggja virkt eftirlit með því að þeir viðhaldi öryggi upplýsinga í samræmi við öryggiskröfur og ákvæði samninga. 

 

 

Stjórnunarhættir og vellíðan - viðmið um Heilsueflandi vinnustað

Fjarfundur á Teams, farið inn hér

Þann 7. október sl. voru viðmið fyrir "Heilsueflandi vinnustað" gefin út til notkunar fyrir vinnustaði landsins. Viðmiðin eru afurð samstarfsverkefnis embættis landlæknis, Vinnueftirlitsins og VIRK. 

Á þessum viðburði munum við beina sjónum að viðmiðum fyrir stjórnunarhætti og vellíðan og er dagskráin eftirfarandi:

  • Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis fer yfir viðmiðin.
  • Sveina Berglind Jónsdóttir, Director og Jóna Björg Jónsdóttir, Health Manager hjá Icelandair munu fjalla um Icelandair sem heilsueflandi vinnustað.
  • Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Melaskóla, fjallar um árangur og góða líðan á vinnustað þar sem traust og virðing ríkja og allir skipta máli. 

Heiður Reynisdóttir, verkefnisstjóri hjá HÍ verður fundarstjóri.

Þetta er annar viðburður faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi þar sem fjallað er um viðmið um Heilsueflandi vinnustað. Tveir aðrir viðburðir eru á dagskrá síðar í vetur, í janúar og mars. 

Fjarfundur á Teams, farið inn hér

 

Vinnumarkaður framtíðar. Hvar sem þú vilt, hvenær sem þú vilt og með þeim sem þú vilt!

Click here to join the meeting

Árelía og Herdís munu í erindi sínu fjalla um helstu áskoranir vinnumarkaðarins í framtíðinni. Báðar hafa þær mikla þekkingu  og reynslu á umræddu sviði.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science  árið 1993. Árelía stundaði doktorsnám við University of Essex og Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 2001. Árelía starfar sem dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands en sérsvið hennar er leiðtogafræði. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.

Herdís Pála er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri. Hún er með MBA gráðu, með áherslu á mannauðsstjórnun og alþjóðlega vottun sem markþjálfi. Hún hóf störf hjá Deloitte í nóvember 2019. Herdís Pála hefur um það bil 20 ára reynslu af stjórnun á sviði mannauðsmála, markaðssmála, reksturs, húsnæðismála o.fl.

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins 19. nóvember - faghópur um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi

Skráning er hér ásamt upplýsingum um dagskrá o.fl. Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar verður haldin á TEAMS föstudaginn 19. nóvember næstkomandi í tilefni þess að stofnunin fagnar 40 ára afmæli á árinu. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til 14.30.  
Stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi vekur athygli á að þrír af fyrirlesurum ráðstefnunnar koma úr þessari öflugu stjórn faghópsins.
Þátttaka er án endurgjalds en skráning er nauðsynleg. Frestur til skráningar er 16. nóvember næstkomandi.

 

‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson

Click here to join the meeting

Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.

‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess. 

‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.

Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.

Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!

Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.

Hvað er verkefnamiðað vinnuumhverfi?

Teams linkur inn á kynningarfundinn

  • "Verkefnamiðað vinnuumhverfi og aðstöðustjórnun":  ávarp formanns - Matthías Ásgeirsson, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf
  • "Innleiðing VMV hjá ríkinu": kynning á nýútgefnum viðmiðum vinnuumhverfis hjá hinu opinbera - Guðrún Vala Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
  • "Innleiðing VMV hjá Landsbanka": kynning á innleiðingu VMV í nýju húsnæði Landsbanka við Austurbakka - Halldóra Vífilsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbanka 
  • "Leiðin að árangursríkri innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi og nýjum leiðum til að vinna“: kynning á meistaraverkefni 2021 -  Elísabet S Reinhardsdóttir, viðskiptastjóri hjá Eimskip 

Stafrænt réttarfar?

Hlekkinn á viðburðinn má nálgast hér
Á þessum næsta viðburði Lean faghópsins er boðið upp á blandaðan viðburð.

Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu fjármála og rekstar hjá Dómsmálaráðuneytinu mun fjalla um nálgun, aðferðarfræði og sýn á því hvernig samskipti stofnana í réttarvörslukerfinu eru að verða stafræn.

Viðburður hefst kl.08:45 og verður í fjarfundi.

 

Hlekkinn á viðburðinn má nálgast hér

Barnvæn sveitarfélög – innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

 Click here to join the meeting

Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsteymis Unicef og Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnisstjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá Unicef, fara yfir innleiðingu verkefnisins um Barnvæn sveitarfélög í íslensku samfélagi, en verkefnið er hluti af innleiðingu Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna. Hvaða breytingar hafa átt sér stað síðustu fjögur árin og hvernig Unicef á Íslandi hefur leitt vinnuna við verkefnið í samvinnu við stjórnvöld með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig Kópavogsbær og Akureyrarbær hafa hugað markvisst að barnvænum innviðum til að tryggja farsæla innleiðingu verkefnisins hjá þeirra sveitarfélögum. Áskoranir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari innan stjórnsýslunnar og hvað er næst á dagskrá.

Vinsamlegast athugið að aðeins verður boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. Linkurinn er hér að neðan:

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Hinsegin 101

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn Hinsegin 101 tekur fyrir grunninn að hinseginleikanum. Þar er farið í kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu ásamt grunnhugtökum og orðanotkun. Lögð verður áhersla á vinnustaði, vinnustaðamenningu og hvað vinnuveitandi þarf að hafa í huga með dæmisögum.

Tótla Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna '78

Lífsaga leiðtoga: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri

Click here to join the meeting

Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni.

Að þessu sinni verður með okkur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri en hún hlaut verðlaunin yfirstjórnandi ársins hjá Stjórnvísi í ár. Sem stjórnandi er Sigríður sögð fylgja hjartanu og er góð að fá fólk í lið með sér. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram og draga lærdóm af því sem vel gengur og ekki síst að læra af mistökum sínum. 

Sigríður Björk ríkislögreglustjóri er sögð vera einn af öflugustu stjórnendum landsins. Hún er með manneskjulega nálgun í starfi sínu og vill bæði að starfsmönnum sínum og skjólstæðingum líði vel. Hún leggur áherslu á gegnsæi og skilvirkni og jafnréttismál eru henni hugleikin.  Þá hefur hún í gegnum tíðina haft Þjónandi forystu að leiðarljósi þar sem hún hefur lagt áherslu á að valdefla og þróa starfsmenn sína þar sem styrkleikar starfsmanna hafa fengið að njóta sín. 

 

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Hlekkur á TEAMS hér.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi fjallar um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun er notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjalfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir fjallar um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

 

Hlekkur á TEAMS hér.

Græn fjármögnun er tækifæri fyrir öll fyrirtæki !

Click here to join the meeting

Farið er yfir þau tækifæri sem eru tilkominn vegna grænnar fjármögnunar, óháð stærð fyrirtækja og atvinnugeira. 

Hafþór Æ. Sigurjónsson & Hildur T. Flóvenz frá KMPG hefja daginn á erindi um sjálfbæra fjármögnun á Íslandi og hver staðan á markaðnum er. Fjallað verður um hvernig sjálfbær fjármögnun hefur þróast á Íslandi allt frá fyrstu grænu skuldabréfunum á Íslandi 2018 hjá Landsvirkjun og Reykjavíkurborg, útgáfu bankanna, og til útgáfu sjálfbærs fjármögnunarramma fyrir ríkissjóð útgefnum af ríkisstjórn fyrir síðustu kosningar.

Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Arion banka mun fjalla um vegferð bankans í umhverfismálum og næstu skref með áherslu á græna fjármálaumgjörð bankans og hver tækifærin eru fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

Að lokum mun Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, fjalla um ávinning þess hvata að fá góð kjör á lánasamningi þegar dregið er úr losun og orkunotkun.

Stefán Kári Sveinbjörnsson, stjórnarmeðlimur faghópsins um loftlagsmál, mun stýra viðburðinum. 

CERT-IS og InfraCERT-NÝ DAGSETNING

Tengill á fund

Fjallað verður um netöryggissveit CERT-IS sem starfrækt er af Fjarskiptastofu, þá verður einnig sagt frá nýjum samstarfssamningi sem aðildarfyrirtæki Samorku var að ganga frá við InfraCERT sem er sérhæft viðbragðsteymi fyrir orkufyrirtæki. 

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Guðmundur er að leiða netöryggissveitina í gegnum mikinn uppbyggingarfasa en CERT-IS  stuðlar að bættu öryggi þjónustuhóps síns og íslenskrar netlögsögu með því að leitast við að fyrirbyggja og draga úr skaða vegna öryggisatvika og áhættu hjá þjónustuhópi sínum og í íslenskri netlögsögu. Þá sinnir CERT-IS einnig viðbrögðum við öryggisatvikum, veikleikum og annarri áhættu. Guðmundur mun fara yfir núverandi stöðu CERT-IS, stærð, markmið og hlutverk sveitarinnar og mengi stofnana og fyrirtækja sem það sinnir netöryggisvörnum fyrir. 

Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsnet, hlutverk Landsnets er að flytja raforku frá raforkuframleiðendum til dreifiveitna og stórnotenda um allt land. Halldór er einnig formaður neyðarsamstarfs  raforkukerfisins NSR, formaður netöryggisráðs Samorku og fulltrúi Íslands í neyðarsamstarfi raforkukerfa noðurlanda NordBER. 

Aðildarfyrirtæki Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi hafa undirritað samninga við InfraCERT/Kraft-CERT, en hjá InfraCERT er starfandi viðbragðsteymi með sérþekkingu á kerfum og búnaði sem orkufyrirtæki nota. Halldór mun segja okkur frá því hvað felst í þessum samningi og samstarfi. 

Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri og sérfræðingur í stjórnunarkerfum Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélögin Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. hafa innleitt og fengið vottuð eða viðurkennd átta stjórnunarkerfi. Olgeir segir í örstuttu máli frá því hvernig OR sér fyrir sér að nýta sér samninginn og samstarfið við InfraCERT/Kraft-CERT. 

 

Sýndarveruleiki - Bylting í fræðslu og þjálfun

Hlekkur á fundinn

Margrét Reynisdóttir og Justyna Cisowska ætla að kynna fyrir okkur fræðslu og þjálfun í sýndarveruleika. Margrét mun fara yfir hvernig sýndarveruleikinn er hannaður til að líkja sem best eftir íslenskum veruleika og þá hæfni sem starfsfólk þarf að búa yfir samkvæmt „Top 10 job skills of today and tomorrow“. Er sýndarveruleiki besta leiðin til að þjálfa samskiptafærni og þjónustulund? Hvað virkar og hvað ber að varast?
Justina mun segja okkur frá reynslu Bakarameistarans af því að nota sýnarveruleika í þjálfun starfsfólks.

Blogg um sýndarveruleikaþjálfun má sjá HÉR

Margrét Reynisdóttir er frumkvöðull í að útbúa íslenskt efni fyrir þjálfun í þjónustustjórnun og menningarlæsi. Margrét rekur fyrirtækið Gerum betur ehf sem sérhæfir sig í námskeiðum og þjálfun. 
Justyna Cisowska er yfirverslunarstjóri hjá Bakarameistaranum.

Bókakynning á aðventu – Merking eftir Fríðu Ísberg

Click here to join the meeting

Í bókinni sinni fjallar Fríða um mál sem á skírskotun til margra þátta samtímans en þó ekki síst framtíðarþróunar samfélaga.

  • Í kynningu á bókinni segir: „Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag.“

Fríða Ísberg, f. 1992, lauk grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu ljóðabók sína, Slitförin, sem hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Smásagnasafnið Kláði var tilnefnt til sömu verðlauna auk Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrsta skáldsagan hennar Merking kom út hjá Forlaginu árið 2021. Fríða er ein af Svikaskáldum sem sent hafa frá sér þrjú ljóðverk og eina skáldsöguna Olía (2021) og staðið fyrir margháttuðum viðburðum tengdum ljóðlist.

Growth hacking- hvernig geta fyrirtæki notað þessa einföldu og ódýru aðferðafræði til að vaxa?

Click here to join the meeting

Growth hacking er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pintrest og íslensk fyrirtæki líkt og Arion Banki, Grid og CCP hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.

Aðferðafræðin byggir tilraunum og að nýta gögn sem gera fyrirtækjum kleift að læra hratt og finna stöðugt nýjar leiðir til að vaxa. Öll fyrirtæki, af öllum stærðum geta hagnýtt þessa einföldu aðferðafræði.

Fáir vita að Youtube átti að vera stefnumótasíða, Dropbox gekk mjög illa þar til þeir fóru að hvetja notendur til að bjóða vinum sínum að prófa og lítið growth hacking trix bjargaði AirBnB frá gjaldþroti og gerði þeim kleift að verða þetta risa fyrirtæki sem það er í dag.  

Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias ætlar að kynna fyrir okkur Growth hacking, hvernig fyrirtæki af öllum stærðum og í öllum geirum geta hagnýtt hana til að ná mun meiri árangri.

 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m.  við Harvard Business School og IESE.    

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

1.   Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.

·      Fjölgun fyrirtækja  oo

·      Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

·      Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

·      Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

·      Fjölgun virkra félaga oo

·      Fjölgun nýrra virkra félaga oo

·      Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

·      Fjölgun nýrra háskólanema oo

·      Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

·      Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

·      Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

·      Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

·      Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

·      Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

2.   Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn

·      Fjölgun viðburða oo

·      Fjölgun félaga á fundum oo

·      Aukning á virkni faghópa oo

·      Aukning á félagafjölda í faghópum oo

·      Aukning á virkum fyrirtækjum oo

·      Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

·      Hækkun á NPS skori oo

·      Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

·      Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

·      Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

·      Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

·      Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

·      Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

·      Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

·      Myndbönd

·      Stafræn fræðsla

 

3.   Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

·      Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

·      Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

·      Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

·      Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

 

Datt í hug þessu til viðbótar, að það gæti verið sniðugt að kippa hreinlega inn einum ráðherra eða fulltrúa frá samtökum atvinnulífsins til að ræða þær áskoranir og tækifæri sem nú eru framundan í því skyni að endurreisa íslenskt atvinnulíf og efnahagskerfi. Hvar viðkomandi sjái sóknarfæri leynast, til dæmis fyrir utan meginstrauminn (flugbransann og hótelin). Það er kosningavetur og þeir mæta fyrir einn fingursmell.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?