Til að tengjast viðburðinum er hægt að smella hér .
Um hvað snýst Lífshlaupið og önnur almenningsíþróttaverkefni? Hvernig hefur gengið hjá vinnustöðum að taka þátt?
Linda Laufdal, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, kynnir almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ með fókus á Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna en Lífshlaupið hefst einmitt í næsta mánuði.
Linda mun kynna verkefnin og fara yfir markmið og þátttöku. Almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ stuðla að því að auka hreyfingu og heilbrigði allra landsmanna og hafa fyrirtæki landsins verið ötulir þátttakendur.
Þórarinn Alvar þórarinsson, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, tekur boltann eftir kynningu fyrir spurningar og hugleiðingar ef tími gefst til.
Hér má finna tengla á öll almenningsverkefni ÍSÍ.
Fundarstjóri verður Valgeir Ólason, Gæða og öryggisstjóri hjá ÍAV og fulltrúi í stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi.