Heilsueflandi vinnuumhverfi

Heilsueflandi vinnuumhverfi

Að vera vettvangur fræðslu, umræðna og tengslanets um heilbrigt vinnuumhverfi, heilsueflandi stjórnun og lýðheilsu, með áherslu á alla þætti á vinnustað sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks. Heilsuefling á vinnustað er nútímaleg stjórnunaraðferð sem miðar að því að efla heilbrigði og vellíðan starfsfólks og koma í veg fyrir vinnutengt heilsutjón og vanlíðan. Heilsuefling á vinnustað er sameiginlegt átak vinnuveitenda, starfsmanna og þjóðfélagsins til að bæta heilsu og líðan. Með heilsueflandi vinnuumhverfi er átt við allt það sem hefur áhrif á líðan starfsfólks í vinnu, eins og til dæmis samspil starfsmanna og stjórnenda, streitustjórnun, starfsþróun, umbun og félagslegan stuðning, mataræði, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.

Fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari er fenginn til að fjalla um afmarkað efni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn vinnur einnig með öðrum faghópum. Allir sem hafa áhuga á stjórnun og vilja stefna að því að auka vellíðan fólks á vinnustað eiga erindi í þennan hóp til þess að fræðast, deila reynslusögum og útvíkka tengslanet sitt. Nefna má til dæmis mannauðsstjóra, framkvæmdastjóra, millistjórnendur, vinnusálfræðinga, lýðheilsufræðinga, næringarfræðinga, þjónustufulltrúa í vinnuvernd, heilbrigðisstarfsfólk, íþróttafræðinga og er þá ekki allt upp talið.

Viðburðir á næstunni

Lífshlaupið

Um hvað snýst Lífshlaupið? Hvernig hefur gengið hjá vinnustöðum að taka þátt?

Nánari upplýsingar síðar. 

Andleg og líkamleg heilsa starfsfólks

Hvernig geta vinnustaðir tryggt sveigjanleika til að hlúa að heilsu starfsfólksins?

Nánari upplýsingar síðar. 

Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...".

Nánari lýsing síðar.

Án hurða - Verkefnastýrð vinnurými.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.

Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.

Nánari lýsing síðar.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Venjuleg aðalfundarstörf

Nánari upplýsingar síðar.

Verkefnastýrð vinnurými - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Nánari lýsing síðar

Fréttir

Afmælisráðstefna VIRK í Hörpu 31. maí

VIRK á 15 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því er blásið til ráðstefnu um endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. 

Boðið verður upp á fjölbreyttan hóp íslenskra og erlendra fyrirlesara á ráðstefnunni, aðalfyrirlesarar verða hinn kanadíski Dr. Emile Tompa og hin hollenska Dr. Sandra Brouwer.

 Dagskrá ráðstefnunnar og skráningu á hana má finna hér.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi var haldinn föstudaginn 28. apríl 2023.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og kosið var í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:
Ingibjörg Loftsdóttir                      VIRK
Meðstjórnendur:
Arabella Ýr Samúelsdóttir            Reykjavíkurborg  
Heiður Reynisdóttir                      Náttúrufræðistofnun
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir        Verkefnastjóri
Ólöf Kristín Sívertsen                   Reykjavíkurborg
Unnur Jónsdóttir                           Orkuveita Reykjavíkur
Yrsa G. Þorvaldsdóttir                  Hagvangur 
Valgeir Ólason                              Isavia


Við þökkum meðlimum faghópsins fyrir starfsárið sem er að ljúka og hlökkum til næsta starfsárs!

 

MasterClass in Presence.

 

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er á ensku frá Dr. Tünde inn á viðburðinum hér.

Athugið að námskeiðið sjálft verður einnig á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Linkedin síðan hennar hér.

Facebook viðburður hér.

Gleðilega hátíð!

Stjórn

Ingibjörg Loftsdóttir
Formaður - I.Loftsdóttir ehf.
Anna Heiða Gunnarsdóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
daniel karel niddam
Sölustjóri -  Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Fanney Bjarnadóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Festi
Guðmundur Þór Sigurðsson
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Landspítali
Heiður Reynisdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Náttúrufræðistofnun Íslands
Ingigerður Erlingsdóttir
Sviðsstjóri -  Stjórnandi - Dagar hf.
Kolbrún Sif Hjartardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Sýn hf.
Sandra Sif Gunnarsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Landspítali
Valgeir Ólason
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Íslenskir aðalverktakar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?