Margrét Reynisdóttir og Justyna Cisowska ætla að kynna fyrir okkur fræðslu og þjálfun í sýndarveruleika. Margrét mun fara yfir hvernig sýndarveruleikinn er hannaður til að líkja sem best eftir íslenskum veruleika og þá hæfni sem starfsfólk þarf að búa yfir samkvæmt „Top 10 job skills of today and tomorrow“. Er sýndarveruleiki besta leiðin til að þjálfa samskiptafærni og þjónustulund? Hvað virkar og hvað ber að varast?
Justina mun segja okkur frá reynslu Bakarameistarans af því að nota sýnarveruleika í þjálfun starfsfólks.
Blogg um sýndarveruleikaþjálfun má sjá HÉR
Margrét Reynisdóttir er frumkvöðull í að útbúa íslenskt efni fyrir þjálfun í þjónustustjórnun og menningarlæsi. Margrét rekur fyrirtækið Gerum betur ehf sem sérhæfir sig í námskeiðum og þjálfun.
Justyna Cisowska er yfirverslunarstjóri hjá Bakarameistaranum.