Teams
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Click here to join the meeting
Growth hacking er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pintrest og íslensk fyrirtæki líkt og Arion Banki, Grid og CCP hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.
Aðferðafræðin byggir tilraunum og að nýta gögn sem gera fyrirtækjum kleift að læra hratt og finna stöðugt nýjar leiðir til að vaxa. Öll fyrirtæki, af öllum stærðum geta hagnýtt þessa einföldu aðferðafræði.
Fáir vita að Youtube átti að vera stefnumótasíða, Dropbox gekk mjög illa þar til þeir fóru að hvetja notendur til að bjóða vinum sínum að prófa og lítið growth hacking trix bjargaði AirBnB frá gjaldþroti og gerði þeim kleift að verða þetta risa fyrirtæki sem það er í dag.
Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias ætlar að kynna fyrir okkur Growth hacking, hvernig fyrirtæki af öllum stærðum og í öllum geirum geta hagnýtt hana til að ná mun meiri árangri.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m. við Harvard Business School og IESE.