Verslun 66° Norður Faxafen 12, Reykjavík
Mannauðsstjórnun,
Athugið breytt staðsetning: Faxafen 12, Reykjavík.
66°Norður býður okkur í heimsókn og kynnir fyrir okkur sitt starf í 66°Norður Akademíunni.
66°Norður Akademían er heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan, þjálfun og þróun starfsmanna. Í Akademíunni leggjum við áherslu á að stuðla að þróun starfsmanna í starfi og einkalífi. Grunnur Akademíunnar hófst árið 2014 þegar 66°Norður skólinn hóf göngu sína. Tilgangur 66°Norður skólans er að gefa starfsmönnum yfirsýn yfir starfið sitt hjá 66°Norður og veita þeim tól og tæki til að vaxa í starfi. Frá stofnun skólans hefur 66°Norður útskrifað yfir 250 starfsmenn þar sem yfir 97% starfsmanna telja að skólinn hafi mætt eða farið fram úr væntingum.
Elín Tinna Logadóttir, Aldís Eik Arnarsdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir munu fara yfir þjálfun og þróun starfsmanna hjá 66°Norður, hvernig þjálfunarvegferð fyrirtækisins hefur þróast á síðustu árum og árangurinn sem hefur náðst í kjölfarið.
Hlökkum til að sjá ykkur á þessum áhugaverða viðburði!
ATH. Takmarkað pláss er á viðburðinn