Click here to join the meeting
Á þessum fyrsta viðburði vetrarins hjá faghópi um Heilsueflandi vinnuumhverfi verður kafað dýpra í tvö af viðmiðum fyrir Heilsueflandi vinnustaði, þ.e. "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi".
Inga Berg verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis mun fjalla um vegvísana í þessum tveimur flokkum, Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari og yfirþjálfari á Æfingastöðinni verður með erindið Af hverju að vera inni þegar öll von er úti og Þorbjörg Sandra Bakke sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun verður með erindi. Að erindum loknum verður svigrúm til spurninga og umræðna. Viðburðinum stýrir Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands.
Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október.
Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:
- "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
- "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
- "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
- "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"
Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.
Viðburðinn fer fram á Teams hér.