Click here to join the meeting
Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni.
Að þessu sinni verður með okkur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri en hún hlaut verðlaunin yfirstjórnandi ársins hjá Stjórnvísi í ár. Sem stjórnandi er Sigríður sögð fylgja hjartanu og er góð að fá fólk í lið með sér. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram og draga lærdóm af því sem vel gengur og ekki síst að læra af mistökum sínum.
Sigríður Björk ríkislögreglustjóri er sögð vera einn af öflugustu stjórnendum landsins. Hún er með manneskjulega nálgun í starfi sínu og vill bæði að starfsmönnum sínum og skjólstæðingum líði vel. Hún leggur áherslu á gegnsæi og skilvirkni og jafnréttismál eru henni hugleikin. Þá hefur hún í gegnum tíðina haft Þjónandi forystu að leiðarljósi þar sem hún hefur lagt áherslu á að valdefla og þróa starfsmenn sína þar sem styrkleikar starfsmanna hafa fengið að njóta sín.