Teams
Mannauðsstjórnun, Sjálfbær þróun, Fjölbreytileiki og inngilding,
Click here to join the meeting
Samskipti geta verið flókin í amstri dagana en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna og viðhorfa almennt vandast málið. Íslendingar hafa hingað til átt gott með samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar, verða líka árekstrar og sumir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mismunandi menningarvíddir og hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum. Einnig hvernig hægt sé að stuðla að uppbyggilegum samskiptum á fjölmenningarlegum vinnustað?
Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.