Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aukin áhugi og vakning á sér stað hérlendis á stjórnun viðskiptaferla. Erlendis hefur þessi nálgun í stjórnun fyrirtækja verið uppi í fjölmörg ár og fjöldi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði beita þessum aðferðum til að ná árangri. Stjórnun viðskiptaferla spannar vítt svið og því mikilvægt að koma á fót vettvangi hérlendis til umræðna og skoðanaskipta um bestu leiðir annars vegar og með dæmum úr rekstrarumhverfi fyrirtækja hins vegar. Stofnun faghóps um stjórnun viðskiptaferla er ætlaður til að ná utan um þessa nálgun í stjórnun, miðla þekkingu og skiptast á dæmum til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum þessa vegferð. Það liggja fjölmargar áskoranir fyrir þeim sem vilja að starfsemin sé ferlamiðuð; nauðsynlegur stuðningur framkvæmdastjórnar; samvinna starfsmanna mismunandi sviða í starfseminni; og nánari útfærsla og skipulag til beita við stjórnun viðskipaferla. Segja má að stjórnun viðskiptaferla miði að því að vinna skjótt og vel í breytingum í starfseminni; aðlögun fyrirtækisins verður skjótari með slíkum áherslum. Ferlamiðað fyrirtæki leitast við að starfa framvirkt (proactive) í stað þess að vera í að slökkva elda og þannig sífellt í að bregðast við (reactive) hinum ýmsu breytingum. Stjórnun viðskipaferla á jafnt við fyrirtæki og stofnanir.

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning meðlima á mikilvægi markvissrar stjórnunar viðskiptaferla fyrir fyrirtækið. Leitast verður við að bregða upp því nýjasta á döfinni, ásamt því að kynna ýmsar leiðir sem unnið er að innan fyrirtækja til að bæta þjónustu og viðbragð við breytingum með áherslu á stjórnun viðskiptaferla. Faghópurinn er ætlaður til skoðanaskipta, þekkingarmiðlunar og umræðu um reynslu meðlima úr viðkomandi fyrirtæki eða stofnun um þann ávinning og þær áskoranir sem upp koma með því að vinna að úrbótum og lausn mála með stjórnun viðskiptaferla. Faghópurinn mun stuðla að útbreiðslu þekkingar á stjórnun viðskiptaferla. Faghópurinn er ætlaður sem vettvangur til skoðunaskipta og umræðu um þessa nálgun. Vonast er til að meðlimir frá ýmsum sviðum fyrirtækja og stofnana sjá hag sinn í að mæta á fundi og taka þátt í umræðunni. Stjórnun viðskiptaferla spannar öll svið og deildir í starfseminni og áherslan er á að virkja starfsfólk í að gera sífellt betur, finna nýjar leiðir, auka hagkvæmni og bæta þjónustu við viðskiptavini. Stefnt er að því að faghópurinn fundi a.m.k 6 sinnum á ári. Dagskrá verður kynnt í byrjun hvers árs. Einnig mun hópurinn stuðla að því að vera með fyrirlestra og fræðslu um stjórnun viðskiptaferla. Við hvetjum alla þá sem starfa við og hafa áhuga á að bæta ferla í starfseminni til að taka þátt í starfinu. Starfsfólk víða að í fyrirtækjum vinna að ferlaúrbótum frá ólíkum hliðum; t.d. starfsmenn í upplýsingatækni, gæðamálum, innkaupum framleiðslu, fjármálaum, þróun, dreifingu og þjónustu.

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghóps um stjórnum viðskiptaferla (BPM) verður haldinn mánudaginn 29. apríl klukkan 11:30 til 12:00 á Nauthól veitingahús.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á jonina@eimskip.is

 

Fundarstjóri er Jónína Magnúsdóttir.

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Tækifæri og ávinningur þess að nýta stafrænt vinnuafl (RPA) til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri í sjálfvirknivæðingu hjá Evolv kynnir tækifæri og ávinning þess að nýta stafrænt vinnuafl til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum innan fyrirtækja og stofnana. Eiríkur hefur síðastliðin þrjú ár tekið þátt í sjálfvirknivegferð margra af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur því víðtæka reynslu af

-          þeim áskorunum og tækifærum sem því fylgir

-          á hvaða sviði sé best að byrja slíka vegferð

-          og hvenær stafrænt vinnuafl sé lausnin.

Breki Barkarson hefur tekið þátt í að stýra innleiðingu stafræns vinnuafls hjá Ósum í samvinnu við Evolv. Hann segir okkur frá stafrænu vinnuafli Ósa en lokaverkefnið hans í B.Sc. náminu í tölvunarfræði fjallaði um innleiðinguna þar sem Breki gerði ítarlega úttekt á kostnaði og ávinningi verkefnisins.

Viðburðurinn verður haldinn í fundarsalnum Fenjamýri í Grósku Bjargargötu 1, 102 Reykjavík frá kl 9:00-10:00

ATH. Eingöngu er um staðfund að ræða, ekki verður streymt frá fundinum. 

Hlökkum til að sjá þig :)

 

Fréttir

Ný stjórn hjá Stjórnun viðskiptaferla

Aðalfundur var haldin í dag þar sem kosið var í ný stjórn var kosin: 

Formaður er Jónína Guðný Magnúsdótir

Meðstjórnendur eru: 

Magnús Ívar Guðfinnsson 

Þóra Kristín Sigurðardóttir

Helga Kristjánsdóttir

Hrafnhildur Birgisdóttir

Erla Jóna Einarsdóttir 

Ferlagröftur (process mining), ávinningur og inn

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Fundurinn var á vegum faghóps um Stjórnun viðskiptaferla (BPM).  Formaður stjórnar faghópsins Erla Jóna Einarsdóttir setti fundinn, kynnti dagskrá faghópsins og fyrirlesarann.  Shazleen Sanders BPM sérfræðingur fór yfir grunn atriði process mining, ávinning og hvernig við getum tryggt árangursríka innleiðingu. 

Shazleen var með hálftíma kynningu og í lokin voru spurningar og umræður.  Fundurinn var á ensku og aðeins 20 sæti í boði til að ná meiri dýpt í umræðurnar. 

Ferlavæðing Landsnets með einföldun stjórnunarkerfis í huga

Engilráð Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti, fjallaði í morgun um hvernig stjórnunarkerfi Landsnets hefur þróast og orðið einfaldara með aukinni ferlavæðingu. Fundurinn var á vegum faghópa um gæðastjórnun og ISO staðla og stjórnun viðskiptaferla (BPM).

Farið var yfir ferðalagið sem felst í að gera ávallt betur í dag en í gær og hvernig umbótatækifæri finnast alls staðar, líka þegar verið er að keppa um Evrópumeistaratitilinn í Mýrarbolta.

María Hedman formaður faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla bauð Stjórnvísifélaga velkomna á fundinn og kynnti félagið og faghópinn af sinni alkunnu snilld. 

Landsnet er þjónustufyrirtæki sem þrífst af umbótum og þar starfa 120  manns í dag. Gríðarleg áhersla er lögð á áhættustjórnun og „Allir heilir heim“ er þemað þeirra.  Stjórnstöðin hefur þróast mikið sem og nú er komið app.  Þau flytja rafmagn frá virkjunum til stórnotenda. Dreifiveitur sjá svo um að flytja rafmagn til heimilanna.  Landsvirkjun sér alltaf tækifæri til að gera betur og öllu er stjórnað út frá áhættu.

Engilráð er fædd og uppalin á Ísafirði og dýrkar vinnuna sína. Landsnet er með samþætt stjórnunarkerfi. Öll gæðaskjöl eru innan sama kerfisins. Þannig ná allir að vinna í takti og stöðugar umbætur eiga sér alltaf stað.  Þeirra leiðarljós er að hámarka ánægju viðskiptavina og hver einasti starfsmaður er gæðastjóri síns starfs. Þau eru með ISO 9001, ISO45000, ISO27001, IST85, Rösk og ISO14001.  BSI sér um allar vottanir Landsnets.  Margir aðilar koma að stjórnunarkerfinu og því getur þetta verið flókið. 

Engilráð sagði frá ótrúlega skemmtilegu ferðalagi ofurkvenna frá Ísafirði að Evrópumeistaratitli OK.  Þær greindu stöðugt hvar þær getu gert betur og tókst því að bæta sig stöðugt.

Varðandi BPM fór Engilráð yfir hvernig Landsnet ferlamiðaði kerfi sitt. BPM má rekja til Sig sigma aðferðafræðinnar. Markmiðið er að stuðla að umbótum innan fyrirtækja sem byggjast á gögnum, mælingum og greiningu. Viðskiptalíkanið lýsir hvernig fyrirtækið skapar verðmæti fyrir viðskiptavini og skipuleggur starfsemina svo þeir fái það sem þeir sækjast eftir. Af hverju BPM? 1. Greina hverjir eru meginferlar 2. Hvert er sambandið milli ferlanna sem unnið er að 3. Væntanleg ferli túlkuð eins og þau eru í gæðahandbók 4. Nánari greining á hvernig ná skal markmiðum.  BPM aðstoðar við að keyra ferlin rafrænt inn og er teikniferli eða ákveðið tungumál sem veitir myndræna framsetningu. Mjög auðskilið myndform.   

Gæðaskjölum hefur fækkað mikið sem og verklagsreglum á síðastliðnum þremur árum.

Stjórn

Hrafnhildur Birgisdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Landsbankinn
Erla Jóna Einarsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Helga Kristjánsdóttir
Forstöðumaður -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Magnús Bergur Magnússon
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Magnús Ívar Guðfinnsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - ANSA
Súsanna Hrund Magnúsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Nox Medical
Þóra Kristín Sigurðardóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Eimskip
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?