Fjölmenning og inngilding eru sífellt mikilvægari þættir í þróun vinnustaða. Hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, sem rekur BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna, er helmingur starfsfólks af erlendum uppruna. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á aukna velsæld og tók nýverið þátt í Velsældarþingi í Reykjavík, þar sem fjallað var um áherslur og sýn fyrirtækisins á velsældarhagkerfi, þar sem leitast er við að forgangsraða lífsgæðum og velferð út frá breiðum grunni.
Á fundinum segir Helga Fjóla frá reynslu sinni og áherslum fyrirtækisins varðandi inngildingu. Helga Fjóla mun einnig fjalla um helstu niðurstöður úr lokaverkefni sínu í Jákvæðri sálfræði við EHÍ en þar nýtti hún stafræna íslenskukennarann BaraTala til að skoða áhrif jákvæðs orðaforða á líðan og hamingju starfsfólks.
Fyrirlesari: Helga Fjóla Sæmundsdóttir - framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini