Fjallað verður um netöryggissveit CERT-IS sem starfrækt er af Fjarskiptastofu, þá verður einnig sagt frá nýjum samstarfssamningi sem aðildarfyrirtæki Samorku var að ganga frá við InfraCERT sem er sérhæft viðbragðsteymi fyrir orkufyrirtæki.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Guðmundur er að leiða netöryggissveitina í gegnum mikinn uppbyggingarfasa en CERT-IS stuðlar að bættu öryggi þjónustuhóps síns og íslenskrar netlögsögu með því að leitast við að fyrirbyggja og draga úr skaða vegna öryggisatvika og áhættu hjá þjónustuhópi sínum og í íslenskri netlögsögu. Þá sinnir CERT-IS einnig viðbrögðum við öryggisatvikum, veikleikum og annarri áhættu. Guðmundur mun fara yfir núverandi stöðu CERT-IS, stærð, markmið og hlutverk sveitarinnar og mengi stofnana og fyrirtækja sem það sinnir netöryggisvörnum fyrir.
Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsnet, hlutverk Landsnets er að flytja raforku frá raforkuframleiðendum til dreifiveitna og stórnotenda um allt land. Halldór er einnig formaður neyðarsamstarfs raforkukerfisins NSR, formaður netöryggisráðs Samorku og fulltrúi Íslands í neyðarsamstarfi raforkukerfa noðurlanda NordBER.
Aðildarfyrirtæki Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi hafa undirritað samninga við InfraCERT/Kraft-CERT, en hjá InfraCERT er starfandi viðbragðsteymi með sérþekkingu á kerfum og búnaði sem orkufyrirtæki nota. Halldór mun segja okkur frá því hvað felst í þessum samningi og samstarfi.
Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri og sérfræðingur í stjórnunarkerfum Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélögin Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. hafa innleitt og fengið vottuð eða viðurkennd átta stjórnunarkerfi. Olgeir segir í örstuttu máli frá því hvernig OR sér fyrir sér að nýta sér samninginn og samstarfið við InfraCERT/Kraft-CERT.