VELFERÐ Á VINNUSTAÐ - Heilsuefling og viðverustjórnun hjá Kópavogsbæ
Viðburðurinn er í samstarfi við Mannauð. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ segja okkur frá tveggja ára átaksverkefni sem var sett af stað í byrjun árs 2024 til að draga úr veikindafjarvistum starfsfólks. Á sama tíma er einnig verið að innleiða nýja mannauðsstefnu með það að markmiði að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks jafnframt því að rýna mögulegar ástæður fjarvista.
Ráðinn var starfsmaður í verkefnið tímabundið til að sjá um innleiðingu ferla, utanumhald, eftirfylgni, fræðslu og til stuðnings við stjórnendur. Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningar á verkefninu, jafnframt því að stjórnendur sóttu skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.
Viðburðurinn verður haldinn í skrifstofum bæjarins að Digranesvegi 1, í Holtinu á 2. hæð. Hollar veitingar verða í boði og líka kaffi.
Athugið að húsið opnar kl.08:30 - tilvalið að mæta þá og njóta samverunnar með félögum.