Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2024 er um tæknikerfi húsa, fjallað verður um m.a hússtjórnunarkerfi og viðhaldskerfi húsa.
Við fáum til okkar þrjá fyrirlesara til að fjalla um efnið.
- Ingi Eggert Ásbjarnarson hjá Veðurstofu Íslands. Ingi hefur margra ára reynslu af upplýsingakerfum bygginga, þar á meðal hússtjórnarkerfum (BMS), en í erindi sínu mun hann fjalla um BMS kerfi frá sjónarhóli rekstraraðila. Áhersla verður lögð á hvað hafa ber í huga við innkaup og innleiðingu slíkra kerfa.
- Gunnlaugur Trausti Vignisson er framkvæmdarstjóri Norcom - Nordic Commissioning ehf sem sérhæfir sig í ráðgjöf innan kerfisbundins frágangs tæknikerfa. Gunnlaugur mun fjalla um stjórnkerfi í forhönnun, það er mikilvægt að verkkaupi móti sér stefnu saman með sínum hagsmunaaðilum um hvaða virkni tæknikerfi eiga að skila af sér og hvaða upplýsingar um kerfin vill verkkaupi fylgjast með í rekstri.
- Kristleifur Guðjónsson er IPMA-C vottaður verkefnastjóri hjá EFLU og hefur víðtæka reynslu af innleiðingum hugbúnaðar og breytinga hjá tugum fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Kristleifur fer yfir samspil hússtjórnar- og viðhaldskerfa. Yfirferð á grundvallaratriðum viðhaldskerfa og möguleika að tengja ólík kerfi saman til þess að fá sem mest úr gögnunum sem við söfnum.