Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.
Viðburðurinn fer fram á Teams => Join the meeting now
Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.
Halldór Valgeirsson, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands, fræðir okkur um innleiðingu verkefnamiðaðs vinnuumhverfis.
Halldór starfar hjá EMC markaðsrannsóknum auk þess að vera í doktorsnámi. Doktorsverkefni hans fjallar um áhrif þess á starfsfólk að flytja í verkefnamiðað vinnuumhverfi.
Heiti erindis Halldórs: "Hvað ræður því hvort innleiðing verkefnamiðaðs vinnuumhverfis hefur góð eða slæm áhrif á starfsfólk?"
Sirra Guðmundsdóttir, Mannauðsstjóri Landsbankans, ætlar að fjalla um innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í nýju húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6. Hún mun fara yfir hvað hefur gengið vel, hvernig mælingar hafa verið nýttar og hvað hefur mátt læra af ferlinu.
Sirra hefur unnið í mannauðsmálum í fjölmörg ár og komið að innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi hjá Eimskip, Landsbankanum og vinnur nú að innleiðingu með TM að því að flytja í samskonar vinnuumhverfi.
Heiti erindis Sirru: "Hvernig fer um þig á nýjum vinnustað? Umfjöllun um verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans".
Fundarstjóri verður Sverrir Bollason, sérfræðingur hjá FSRE. Sverrir situr í stjórn faghóps um aðstöðustjórnun.