Stafrænt réttarfar?

Hlekkinn á viðburðinn má nálgast hér
Á þessum næsta viðburði Lean faghópsins er boðið upp á blandaðan viðburð.

Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu fjármála og rekstar hjá Dómsmálaráðuneytinu mun fjalla um nálgun, aðferðarfræði og sýn á því hvernig samskipti stofnana í réttarvörslukerfinu eru að verða stafræn.

Viðburður hefst kl.08:45 og verður í fjarfundi.

 

Hlekkinn á viðburðinn má nálgast hér

Barnvæn sveitarfélög – innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

 Click here to join the meeting

Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsteymis Unicef og Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnisstjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá Unicef, fara yfir innleiðingu verkefnisins um Barnvæn sveitarfélög í íslensku samfélagi, en verkefnið er hluti af innleiðingu Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna. Hvaða breytingar hafa átt sér stað síðustu fjögur árin og hvernig Unicef á Íslandi hefur leitt vinnuna við verkefnið í samvinnu við stjórnvöld með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig Kópavogsbær og Akureyrarbær hafa hugað markvisst að barnvænum innviðum til að tryggja farsæla innleiðingu verkefnisins hjá þeirra sveitarfélögum. Áskoranir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari innan stjórnsýslunnar og hvað er næst á dagskrá.

Vinsamlegast athugið að aðeins verður boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. Linkurinn er hér að neðan:

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Hinsegin 101

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn Hinsegin 101 tekur fyrir grunninn að hinseginleikanum. Þar er farið í kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu ásamt grunnhugtökum og orðanotkun. Lögð verður áhersla á vinnustaði, vinnustaðamenningu og hvað vinnuveitandi þarf að hafa í huga með dæmisögum.

Tótla Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna '78

Lífsaga leiðtoga: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri

Click here to join the meeting

Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni.

Að þessu sinni verður með okkur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri en hún hlaut verðlaunin yfirstjórnandi ársins hjá Stjórnvísi í ár. Sem stjórnandi er Sigríður sögð fylgja hjartanu og er góð að fá fólk í lið með sér. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram og draga lærdóm af því sem vel gengur og ekki síst að læra af mistökum sínum. 

Sigríður Björk ríkislögreglustjóri er sögð vera einn af öflugustu stjórnendum landsins. Hún er með manneskjulega nálgun í starfi sínu og vill bæði að starfsmönnum sínum og skjólstæðingum líði vel. Hún leggur áherslu á gegnsæi og skilvirkni og jafnréttismál eru henni hugleikin.  Þá hefur hún í gegnum tíðina haft Þjónandi forystu að leiðarljósi þar sem hún hefur lagt áherslu á að valdefla og þróa starfsmenn sína þar sem styrkleikar starfsmanna hafa fengið að njóta sín. 

 

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Hlekkur á TEAMS hér.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi fjallar um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun er notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjalfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir fjallar um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

 

Hlekkur á TEAMS hér.

Græn fjármögnun er tækifæri fyrir öll fyrirtæki !

Click here to join the meeting

Farið er yfir þau tækifæri sem eru tilkominn vegna grænnar fjármögnunar, óháð stærð fyrirtækja og atvinnugeira. 

Hafþór Æ. Sigurjónsson & Hildur T. Flóvenz frá KMPG hefja daginn á erindi um sjálfbæra fjármögnun á Íslandi og hver staðan á markaðnum er. Fjallað verður um hvernig sjálfbær fjármögnun hefur þróast á Íslandi allt frá fyrstu grænu skuldabréfunum á Íslandi 2018 hjá Landsvirkjun og Reykjavíkurborg, útgáfu bankanna, og til útgáfu sjálfbærs fjármögnunarramma fyrir ríkissjóð útgefnum af ríkisstjórn fyrir síðustu kosningar.

Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Arion banka mun fjalla um vegferð bankans í umhverfismálum og næstu skref með áherslu á græna fjármálaumgjörð bankans og hver tækifærin eru fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

Að lokum mun Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, fjalla um ávinning þess hvata að fá góð kjör á lánasamningi þegar dregið er úr losun og orkunotkun.

Stefán Kári Sveinbjörnsson, stjórnarmeðlimur faghópsins um loftlagsmál, mun stýra viðburðinum. 

CERT-IS og InfraCERT-NÝ DAGSETNING

Tengill á fund

Fjallað verður um netöryggissveit CERT-IS sem starfrækt er af Fjarskiptastofu, þá verður einnig sagt frá nýjum samstarfssamningi sem aðildarfyrirtæki Samorku var að ganga frá við InfraCERT sem er sérhæft viðbragðsteymi fyrir orkufyrirtæki. 

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Guðmundur er að leiða netöryggissveitina í gegnum mikinn uppbyggingarfasa en CERT-IS  stuðlar að bættu öryggi þjónustuhóps síns og íslenskrar netlögsögu með því að leitast við að fyrirbyggja og draga úr skaða vegna öryggisatvika og áhættu hjá þjónustuhópi sínum og í íslenskri netlögsögu. Þá sinnir CERT-IS einnig viðbrögðum við öryggisatvikum, veikleikum og annarri áhættu. Guðmundur mun fara yfir núverandi stöðu CERT-IS, stærð, markmið og hlutverk sveitarinnar og mengi stofnana og fyrirtækja sem það sinnir netöryggisvörnum fyrir. 

Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsnet, hlutverk Landsnets er að flytja raforku frá raforkuframleiðendum til dreifiveitna og stórnotenda um allt land. Halldór er einnig formaður neyðarsamstarfs  raforkukerfisins NSR, formaður netöryggisráðs Samorku og fulltrúi Íslands í neyðarsamstarfi raforkukerfa noðurlanda NordBER. 

Aðildarfyrirtæki Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi hafa undirritað samninga við InfraCERT/Kraft-CERT, en hjá InfraCERT er starfandi viðbragðsteymi með sérþekkingu á kerfum og búnaði sem orkufyrirtæki nota. Halldór mun segja okkur frá því hvað felst í þessum samningi og samstarfi. 

Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri og sérfræðingur í stjórnunarkerfum Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélögin Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. hafa innleitt og fengið vottuð eða viðurkennd átta stjórnunarkerfi. Olgeir segir í örstuttu máli frá því hvernig OR sér fyrir sér að nýta sér samninginn og samstarfið við InfraCERT/Kraft-CERT. 

 

Sýndarveruleiki - Bylting í fræðslu og þjálfun

Hlekkur á fundinn

Margrét Reynisdóttir og Justyna Cisowska ætla að kynna fyrir okkur fræðslu og þjálfun í sýndarveruleika. Margrét mun fara yfir hvernig sýndarveruleikinn er hannaður til að líkja sem best eftir íslenskum veruleika og þá hæfni sem starfsfólk þarf að búa yfir samkvæmt „Top 10 job skills of today and tomorrow“. Er sýndarveruleiki besta leiðin til að þjálfa samskiptafærni og þjónustulund? Hvað virkar og hvað ber að varast?
Justina mun segja okkur frá reynslu Bakarameistarans af því að nota sýnarveruleika í þjálfun starfsfólks.

Blogg um sýndarveruleikaþjálfun má sjá HÉR

Margrét Reynisdóttir er frumkvöðull í að útbúa íslenskt efni fyrir þjálfun í þjónustustjórnun og menningarlæsi. Margrét rekur fyrirtækið Gerum betur ehf sem sérhæfir sig í námskeiðum og þjálfun. 
Justyna Cisowska er yfirverslunarstjóri hjá Bakarameistaranum.

Growth hacking- hvernig geta fyrirtæki notað þessa einföldu og ódýru aðferðafræði til að vaxa?

Click here to join the meeting

Growth hacking er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pintrest og íslensk fyrirtæki líkt og Arion Banki, Grid og CCP hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.

Aðferðafræðin byggir tilraunum og að nýta gögn sem gera fyrirtækjum kleift að læra hratt og finna stöðugt nýjar leiðir til að vaxa. Öll fyrirtæki, af öllum stærðum geta hagnýtt þessa einföldu aðferðafræði.

Fáir vita að Youtube átti að vera stefnumótasíða, Dropbox gekk mjög illa þar til þeir fóru að hvetja notendur til að bjóða vinum sínum að prófa og lítið growth hacking trix bjargaði AirBnB frá gjaldþroti og gerði þeim kleift að verða þetta risa fyrirtæki sem það er í dag.  

Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias ætlar að kynna fyrir okkur Growth hacking, hvernig fyrirtæki af öllum stærðum og í öllum geirum geta hagnýtt hana til að ná mun meiri árangri.

 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m.  við Harvard Business School og IESE.    

Bókakynning á aðventu – Merking eftir Fríðu Ísberg

Click here to join the meeting

Í bókinni sinni fjallar Fríða um mál sem á skírskotun til margra þátta samtímans en þó ekki síst framtíðarþróunar samfélaga.

  • Í kynningu á bókinni segir: „Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag.“

Fríða Ísberg, f. 1992, lauk grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu ljóðabók sína, Slitförin, sem hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Smásagnasafnið Kláði var tilnefnt til sömu verðlauna auk Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrsta skáldsagan hennar Merking kom út hjá Forlaginu árið 2021. Fríða er ein af Svikaskáldum sem sent hafa frá sér þrjú ljóðverk og eina skáldsöguna Olía (2021) og staðið fyrir margháttuðum viðburðum tengdum ljóðlist.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

1.   Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.

·      Fjölgun fyrirtækja  oo

·      Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

·      Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

·      Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

·      Fjölgun virkra félaga oo

·      Fjölgun nýrra virkra félaga oo

·      Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

·      Fjölgun nýrra háskólanema oo

·      Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

·      Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

·      Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

·      Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

·      Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

·      Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

2.   Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn

·      Fjölgun viðburða oo

·      Fjölgun félaga á fundum oo

·      Aukning á virkni faghópa oo

·      Aukning á félagafjölda í faghópum oo

·      Aukning á virkum fyrirtækjum oo

·      Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

·      Hækkun á NPS skori oo

·      Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

·      Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

·      Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

·      Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

·      Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

·      Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

·      Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

·      Myndbönd

·      Stafræn fræðsla

 

3.   Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

·      Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

·      Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

·      Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

·      Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

 

Datt í hug þessu til viðbótar, að það gæti verið sniðugt að kippa hreinlega inn einum ráðherra eða fulltrúa frá samtökum atvinnulífsins til að ræða þær áskoranir og tækifæri sem nú eru framundan í því skyni að endurreisa íslenskt atvinnulíf og efnahagskerfi. Hvar viðkomandi sjái sóknarfæri leynast, til dæmis fyrir utan meginstrauminn (flugbransann og hótelin). Það er kosningavetur og þeir mæta fyrir einn fingursmell.

 

Stafræn innleiðing hjá samfélagi sveitarfélaga og örfræðsla frá HR

Click here to join the meeting

Faghópur um breytingastjórnun heldur sinn fjórða viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er fyrirlestur um breytingar úr atvinnulífinu.

Fjóla María Ágústsdóttir  er leiðtogi umbreytingarteymis og breytingastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vinnur fyrir öll sveitarfélögin. Fjóla mun fjalla um breytingastjórnunina í stafrænni umbreytingu og samstarfi sveitarfélaga en sveitarfélögin eru 69 sjálfstæðar stofnanir. Hún mun ræða um mikilvæga þætti í þessu stóra breytingarverkefni sem hún hefur leitt sl. ár.

 

Haukur Ingi Jónasson er prófessor, aðalhöfundur, kennari og forstöðumaður Meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur gríðarmikla reynslu af klínísku starfi og sem stjórnendaráðgjafi, og er meðeigandi Nordica ráðgjafar ehf. og framkvæmdastjóri Íslenskrar sálgreiningar ehf.Í erindinu verður fjallað um þá tilhneigingu stjórnenda að gera breytingar aðeins til að gera breytingar, og um mögulegar afleiðingar þessa á starfsemi og starfsfólk. 
  
 
Sigríður Magnea Björgvinsdóttir deildarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá sveitarfélaginu Árborg leiðir fundinn.
 
Hér er um að ræða spennandi fyrirlesara með efni sem á erindi til þeirra sem stýra breytingum. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00
 
Dagskrá:

09:00 – 09:05  Sigríður M Björgvinsdóttir, meðlimur stjórnar faghóps um breytingastjórnun

09:05 – 09:20  Haukur Ingi Jónasson, lektor hjá HR

09:20 – 09:50  Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Bókakynning á aðventu – Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum.

  • Click here to join the meeting

    Í kynningu á bókinni segir: „Í þessari bók fjallar Kaku um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku meðal annars til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins. Hann sýnir hvernig ný tækni hefur breytt hugmyndum okkar um geiminn og gert raunhæft það sem áður þótti óhugsandi.“

Kaku heldur því fram að mannkynið geti þróað sjálfbæra siðmenningu í geimnum. En til að svo megi verða þurfi maðurinn að laga sig að breyttum aðstæðum og eftirláta háþróuðum þjörkum að finna ný heimkynni. Eftir milljarða ára þurfi afkomendur okkar hugsanlega að leita í annan alheim og yngri. Kaku fjallar um ferðalög framtíðarinnar milli stjarnanna og varpar jafnvel fram hugmyndum um ódauðleika mannsins.

Bókinni hefur verið vel tekið og er hún alþjóðleg metsölubók.

Baldur Arnarson mun kynna bókina en hann og dr. Gunnlaugur Björnsson þýddu bókina ásamt Sævari Helga Bragasyni.

Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

-

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Fagráðsfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórn Stjórnvísi fundar árlega með fagráði félagsins til að fá góð ráð og stuðning við stefnu félagsins.

Fagráð skipa eftirtalin:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Lykilspurningarnar í lífi og starfi - Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi 2022

Click here to join the meeting

Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni á Teams og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum.  Sigríður Harðardóttir formaður stjórnar mun fara örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur.  Í framhaldi verður boðið upp á frábæran fyrirlestur með Eddu Jónsdóttur leiðtogamarkþjálfa „Lykilspurningarnar í lífi og starfi.“. 

Mörg erum við alin upp við hugmyndina um að forvitni sé óæskileg en fyrirlesari dagsins hefur komist að því að forvitni getur verið gulls ígildi. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á að spurninganálgun gefur góðan árangur í stjórnun. En hvernig getum við nýtt okkur spurninganálgun í lífi og starfi?  

  • Hvernig getum við nýtt spurningar til að hjálpa okkur að vaxa sem einstaklingar og leiðtogar? 
  • Með hvaða hætti við getum notað spurninganálgun til að valdefla teymið okkar í heild sinni og einstaklingana innan þess?
  • Getum við notað spurninganálgun til að leysa ósætti eða átök á vinnustað?  

„Ég hef komist að því að spurninganálgunin er nokkurs konar leynivopn. Þú getur alltaf fundið nýtt sjónarhorn og það einfaldar lífið til mikilla muna – bæði sem leiðtogi og sem einstaklingur. Ég hlakka til að deila lykilspurningunum með ykkur.“  

Edda Jónsdóttir er leiðtogamarkþjálfi hjá Póstinum og hefur unnið við markþjálfun frá árinu 2010. Áður starfaði hún við fjölmiðlun svo hún hefur haft atvinnu af því að spyrja spurninga alla sína starfsævi. Auk alþjóðlegs markþjálfunarnáms er Edda með meistaragráðu í ábyrgri stjórnun, aðra í mannréttindafræði auk B.A. gráðu í fjölmiðlafræði og ítölsku. Hún hefur sérhæft sig í leiðtogamarkþjálfun og þá sérstaklega í fjármálahegðun og viðhorfsbreytingum. Edda er gestafyrirlesari við bandarískan háskóla og pistlahöfundur á Smartlandi mbl.is. Sjá LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/eddajonsdottir/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?