ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun

ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun

Markmið þjónustu-og markaðsstjórnunarhópsins er að auka þekkingu, miðla reynslu og koma á tengslaneti fyrir þá sem koma að þjónustu og markaðsmálum í fyrirtækjum og stofnunum. Í stuttu máli snýst þjónustustjórnun um stýra þjónustuveitingu, þannig að sú þjónusta sem veitt er skili viðskiptavini ávinningi og sé framkvæmd á sem bestan hátt.

Markaðsstjórnun snýr að stjórnun og skipulagningu markaðsmála (innri og ytri) og framkvæmd markaðsstefnu fyrirtækja og stofnana.

Í faghópnum leitumst við við að fjalla um þau verkefni sem stjórnendur og sérfræðingar í þjónustu- og markaðsstjórnun standa frammi fyrir að leysa á hverjum degi. Stjórn faghópsins vinnur grófa starfsáætlun fyrir hvert starfsár. Áhersla er á fjölbreytni, bæði praktíska og fræðilega nálgun þannig að stjórnendur og sérfræðingar í þjónustu- og markaðsmálum hafi gagn og gaman að.

Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi/viðburði er tekið fyrir eitt eða fleiri málefni og fengnir framsögumenn. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.

Hópurinn stendur einnig fyrir morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa og eða aðila utan Stjórnvísi. Hópurinn er fyrir alla þá sem starfa við eða hafa brennandi áhuga á þjónustu- og eða markaðsmálum.

Viðburðir

Ferðalag viðskiptavina - Dæmisögur frá ELKO og Póstinum

ELKO
Ferðalagið og áhrifin
Árið 2019 fór ELKO í mikla stefnumótunarvinnu og var ný stefna samþykkt af stjórn í árslok sama ár. Ný stefna fólst í því að færa vörumerki ELKO frá því að vera vörumiðað yfir í það að vera þjónustumiðað þar sem ánægja viðskiptavina var höfð að leiðarljósi.
Allt starfsfólk ELKO var fengið með í vegferðina og voru sett upp mælaborð og markmið til þess að mæla árangurinn af þeim breytingum sem áttu sér stað við innleiðingu stefnunnar.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO ætlar að leyfa okkur að skyggnast aðeins inn í ferlið við stefnubreytinguna og hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft á reksturinn og fyrst og fremst ánægju viðskiptavina.

Pósturinn
Áhersla og lærdómur í miðri fjallgöngu

Pósturinn hefur verið að kortleggja og mæla ferðalag viðskiptavina. Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum mun fara yfir ferlið og ræða um helstu áherslur til að bæta upplifun viðskiptavina. Sérstök áhersla er lögð einnig á hvar eigi eiginlega að byrja og hvaða lærdóm megi læra þegar fyrirtæki eins og Pósturinn er staðsett í miðri fjallgöngu.

Brandr: Stjórnun og stefnumótun vörumerkja

Click here to join the meeting
Viðburður Stjórnvísi og brandr á Teams fjallar um það hvernig hægt er að mæla upplifun starfsfólks og stjórnenda á stefnu síns fyrirtækis og þannig komast að því hvort þeir sjái stefnuna með svipuðum hætti eða ekki, einnig mun brandr koma inná reynslu sína í þessum málum eftir að hafa unnið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum.

Einnig verður komið inn á hvernig markviss innri vörumerkjastefna fyrirtækja styður ytri markaðsstefnu og gagnast vel til að draga að og halda í hæft starfsfólk.

Fyrirlesari er Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr. Íris er með MBA frá HR og hefur áratuga reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja ferla ólíkra fyrirtækja

 

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Meeting ID: 324 210 898 656
Passcode: EZxLHp

Download Teams | Join on the web

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

Á mitt vörumerki heima á TikTok?

Click here to join the meeting

Faghópur um þjónustu- og markaðsmál hefur starfsárið af krafti þann 6. september kl. 12.

Samfélagsmiðillinn og myndbandsveitan TikTok hefur á stuttum tíma orðið einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í heimi og mörg fyrirtæki byrjað að nýta sér vettvanginn í kjölfarið í markaðslegum tilgangi.

Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's og Unnur Aldís Kristinsdóttir, markaðsstjóri Smitten munu segja okkur frá því hvernig TikTok hefur haft áhrif á þeirra markaðsmál og hvernig þau hafa náð árangri með sitthvorri áherslunni.

Dominos á Íslandi voru ein af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að nýta sér TikTok. Efnið þeirra hefur vakið heimsathygli og eru þau með yfir 160 þúsund fylgjendur.

Smitten er örtvaxandi sprotafyrirtæki sem hefur verið að teygja sig til Danmerkur. TikTok hefur verið eitt helsta vopnið fyrir góðum vexti í Danmörku með notkun TikTok ads og áhrifavalda þarlendis.

Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu M220, en einnig verður hægt að horfa í streymi.

Dagskrá
12:00-12:15 Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino's
12:15-12:30 Unnur Aldís Kristinsdóttir markaðsstjóri Smitten
12:30-12:40 Spurningar og spjall

Fundarstjóri viðburðarins verður Lísa Rán Arnórsdóttir, vörustjóri hjá Smitten.

Fréttir

Á mitt vörumerki heima á TikTok?

Faghópur um þjónustu- og markaðsmál hóf starfsárið af krafti í morgun með fundi sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík. Streymi af fundinum er aðgengilegt á facebooksíðu félagsins.  

Samfélagsmiðillinn og myndbandsveitan TikTok hefur á stuttum tíma orðið einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í heimi og mörg fyrirtæki byrjað að nýta sér vettvanginn í kjölfarið í markaðslegum tilgangi.

Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's og Unnur Aldís Kristinsdóttir, markaðsstjóri Smitten sögðu frá því hvernig TikTok hefur haft áhrif á þeirra markaðsmál og hvernig þau hafa náð árangri með sitthvorri áherslunni.

Dominos á Íslandi voru ein af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að nýta sér TikTok. Efnið þeirra hefur vakið heimsathygli og eru þau með yfir 160 þúsund fylgjendur.

Smitten er ört vaxandi sprotafyrirtæki sem hefur verið að teygja sig til Danmerkur. TikTok hefur verið eitt helsta vopnið fyrir góðum vexti í Danmörku með notkun TikTok ads og áhrifavalda þarlendis.

 

Stafræn stefna getur breytt leiknum - Krónan

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Renata fór í fyrirlestri sínum fara yfir þá stafrænu umbreytingu sem Krónan hefur gengið í gegnum á síðustu þremur árum. Á þeim tíma hefur orðið bylting í þjónustu matvöruverslana á Íslandi með tilkomu sjálfsafgreiðslukassa og netverslana. Stefnan er að breyta markaðnum og þjónustunni til framtíðar en til þess þarf að hafa hugrekki til að taka stórar og framúrstefnulegar ákvarðanir.  
Eitt það stafræna verkefni sem Krónan er hvað mest stoltust af er "minnkum matarsóun".  Þar er salan seld á mismunandi verði til við viðskiptavini t.d. bananar.  Um leið og starfsmaður sér að vara er að renna út þá hefur starfsmaður leyfi til að lækka hana. Vörumerkjastjórar merkja allar þær vörur sem mega fara á "síðasta séns".  Önnur verkefni eru sjálfsafgreiðslukassar. 

Raf-magnaðir viðburðir!

Viðburðurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Jón Þórðarson hjá Proevents fór í morgun yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. Fundurinn var á vegum faghópa um Þjónustu- og markaðsstjórnunVerkefnastjórnunStafræn fræðsla.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?