Góðir stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir

Tilgangurinn með góðum stjórnarháttum felur í sér að stjórnarhættir séu ávallt í samræmi við lög og reglur og að þeir styrki jafnt innviði fyrirtækja sem og efli almennt traust á markaði. Til að stjórnendur geti tileinkað sér góða stjórnarhætti er því mikilvægt að hlutverk og ábyrgð þeirra séu þeim skýr og ljós.

Eitt hlutverk faghópsins er því að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar, umræður og tengslamyndun fyrir þá sem starfa í eða hafa áhuga á stjórnun skipulagsheilda í stjórnum fyrirtækja, stjórnum á vegum stofnana, nefnda eða ráða.

Faghópurinn mun leitast við að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta, horfa til og vekja athygli á því sem vel er gert, auka umræðu og efla fræðslu um mikilvægi og þá ábyrgð sem felst í stjórnarstarfi og áhrifum þess á skipulagsheildina. Einnig að vera vettvangur til að vekja athygli á straumum og stefnum í stjórnarháttum og tækifæri til að efla þá sem eru starfandi stjórnarmenn eða hafa áhuga á að taka virkan þátt í stjórnarstörfum.


Á fundum hópsins skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður ásamt miðlun þekkingar og reynslu á sviði stjórnunar.
Þá er hópurinn góður vettvangur tengslamyndunar.

 

Viðburðir

Traust.....?!

Fjallað um traust í samhengi góðra/ábyrgra stjórnarhátta.

Erindi frá Dr. Eyþóri Ívari Jónssyni um tilurð, mikilvægi og takmarkanir trausts í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti.

Gert er ráð fyrir að tækifæri gefist til að skiptast aðeins á skoðunum að erindi loknu.

Fyrirmyndarfyrirtæki - afhending viðurkenninga

Föstudaginn 23.ágúst nk. mun 18 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".  

Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.

Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi. 

Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.

Eyþór Ívar Jónsson stofnandi Akademías og upphafsmaður verkefnisins "Fyrirmyndarfyrirtæki" mun flytja erindi. 

Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.

Góðir stjórnarhættir - aðalfundur

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Jóns Gunnars Borgþórssonar á jgb@jgb.is

 

TENGJAST FUNDI Á TEAMS:

 

Auðkenni fundar: 355 015 768 440

 

Lykilorð: 4BoWBJ

 

Fréttir

Traust ....í samhengi við góða stjórnarhætti

Mánudaginn 21. október var haldinn viðburður í húsakynnum Akademías í Borgartúni.

Formaður faghóps um góða stjórnarhætti hélt stuttan inngang en að því loknu flutti Dr. Eyþór Ívar Jónsson ákaflega áhugavert og fróðlegt erindi um traust í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti. Þar fór hann yfir nokkrar kenningar um traust og setti í samhengi við fyrirtækjarekstur, stjórnarhætti, teymisvinnu og fleiri þætti.

Óhætt er að segja að gerður hafi verið góður rómur að erindinu og að því loknu áttu sér stað líflegar umræður og skoðanaskipti sem tengdust efni erindisins, störfum stjórna og stjórnarháttum almennt.

"Slæður/glærur" eru aðgengilegar og einnig er von á að hægt verði að birta upptöku af viðburðinum fljótlega.

Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

Myndir af hátíðinni. Samkvæmt hlutafélagalögum skulu vald og ábyrgð innan fyrirtækja skiptast í þrjá meginþætti, hluthafafund, stjórn og framkvæmdastjóra. Vald og áhrif hluthafa takmarkast við hluthafa­fundi en stjórnir félaga sækja umboð sitt til fundanna og fara með stjórn félaganna á milli fundanna. Það er síðan á ábyrgð stjórna félaganna að ráða framkvæmdastjóra (einn eða fleiri) og kalla til ábyrgðar varðandi rekstur þeirra. Framkvæmdastjórar bera síðan ábyrgð á daglegum rekstri félaganna í samræmi við stefnur og fyrirmæli stjórna þeirra.

Góðir stjórnarhættir snúast öðru fremur um að skipting valds og ábyrgðar sé með þeim hætti sem þrískipting hlutafélagaformsins gerir ráð fyrir, skýr mörk séu á milli vald- og ábyrgðarsviðs hvers þáttar og að aðilar hlutist ekki til um málefni sem eru á forræði annars aðila.

Fylgni við góða og ábyrga stjórnarhætti er talin styrkja innviði félaga og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. 

 „Mikilvægt er að hvetja til góðra stjórnarhátta á Íslandi. Verkefnið Fyrir­myndar­fyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.

Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi

Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

  • Arion banki hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • Heimar hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Íslandssjóðir hf.
  • Kvika banki hf.
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
  • Orkan IS ehf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reitir hf.
  • Sjóvá hf.
  • Stefnir hf.
  • Sýn hf.
  • TM tryggingar hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Vörður hf.
  • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademías, varaforseti European Academy of Management og upphafsmaður verkefnisins, stutt erindi þar sem hann fjallaði um áskoranir í stjórnarháttum og hvernig stjórnir verða markvirkar.

Eyþór benti á að ein af lykilforsendum fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum er að skilja hvernig stjórnir geta kennt og lært. Hann fór í gegnum nýtt módel, stjórnarkanvas, sem hann hefur þróað sem verkfæri fyrir viðurkennda stjórnarmenn sem eru þjálfaðir hjá Akademias. Stjórnarkanvasinn er verkfæri fyrir stjórnir til þess að samræma skilning stjórnarmanna á hlutverki stjórnar og skipuleggja stjórnarstarfið með markvirkni að leiðarljósi.

Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Viðurkenningin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Það voru svo Anna Hrefna Ingimundardóttir hjá Samtökum atvinnulífsins og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.

Stjórn

Jón Gunnar Borgþórsson
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - JGB, ráðgjöf og bókhald slf.
Hrönn Ingólfsdóttir
Forstöðumaður -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Rut Gunnarsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - KPMG ehf
Sigurjón Geirsson
Annað -  Stjórnandi - Háskóli Íslands 1
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?